17.11.2010 | 17:04
úrskurður eða niðurskurður
sitthvað búið að gera svo sem að klára baðherbergið í gær,en um morgunin var foreldrum boðið að hlusta á börnin í leikskólanum syngja lög og bara gaman og mikil gleði, og svo tók við að ganga frá lambakjöti sem saman stóð af tveimur skrokkum að vestan,afskurður hakkaður og hjálpaði elsta dóttirin við að hakka en húsfreyjan hreinsaði eitthvað af fitu frá og skar í hæfilega bita fyrir hakkarann,hlé í vinnu hjá bóndanum sem tók við hnífnum og húsfreyjan hakkaði,viktaði og pakkaði,allt tók þetta dágóðann tíma, er þá litla kistan orðin sneisafull af lambakjöti og eitthvað af fiski,sem betur fer þá var húsfreyjan búin að redda geymsluplássi í frystir hjá teindó það er að segja fyrir jólakökurnar, það var lúin húsfreyja sem endaði hálf sofandi í stofusófanum yfir sjö fréttunum ásamt bónda sínum,börnin pöntuðu nýja kjötið í kvöldmatinn ásamt spagetti og rann sá réttur ljúflega niður,ekki orka í að gera kvöldmat sem hefði þurft eitthvað aðeins meiri fyrir höfn
en að loknum fréttum upp úr kl hálf átta og börnin að koma sér í náttföt sagan lesin og þau steinsofnuð hálftíma seinna,rólegheit og afslöppun með góða bók og farið yfir jólauppskriftir,húsfreyjan tók aðeins of vel til þegar farið var yfir himin hátt fjall af alskonar matreiðslubókum og blöðum,allt sorterað og fjárfest í Ikea kössum sem hafa það hlutverk að geyma allt vel flokkað og merkt en sumt var hent og meðal annars alveg óvart lítil gömul og snjáð stílabók með jólauppskriftum frá því fyrir löngu ,löngu en sú bók fór greynilega í búnkann sem átti að henda og nú er að grafa upp og skoða og skrá aftur í nýja stílabók,þetta var eitt af haustverkunum sem húsfreyjan gerði hehe en tók greinilega vel til hendinni
dagurinn í dag byrjaði eins og vanalega,eftir að allir nema húsfreyjan höfðu yfirgefið heimilið þá heillaði rúmið afskaplega mikið og húsfreyjan lét undan freystingunni og kúrði og kúrði og kúrði bara til kl að verða tíu ohh þvílíkur lúxus,kíkti svo aðeins út en undirbjó svo hádegissnarl fyrir okkur mæðgur,búst og ristað brauð.daman aftur í skólann en bóndinn ennþá í borginni að vinna,nýbakaða móðirin á Rifi hringdi og spjölluðum við lengi saman allt gengur eins og í sögu og er stráksi búin að ná rúmlega aftur fæðingaþyngdinni á rétt rúmri viku,dugleur er hann að drekka og dafnar vel,við stefnum á að komast til þeirra á föstudaginn og njóta helgarinnar með þeim
kvölmaturinn mallar í potti og elduðum við ofurholla grænmetissúpu sem við látum malla í ca fjóra tíma gott að fá í kroppinn fullt af góðri súpu,við eldum oft alskonar súpur sem hafa uppistæðu grænmeti og oft kjúkkling og nú er gott að vera búin að koma sér upp lambakjöti og fiski sem er tilvalið í súpur reyndar á húsfreyjan eftir að gera einhverjar tilraunir með fiskisúpur og væri vel þegið ef einhver á góða uppskrift sem væri til í að deila henni
kvöldið er smá skipulagt en bóndinn og elsta dóttirin ætla á box æfingu en húsfreyjan ætlar að horfa á þætti sem eru nú á mánudagskvöldum á ruv og hefur að geyma skemmtilega upprifjun frá sögu sjónvarpsins og þá er gott að hafa vod á fjarstýringunni því oft á kvöldin þá er ekki nennir eða tími í sjónvarpsgláp,er reyndar í saumó á mánudagskvöldum og hin kvöldin í eitthvað sísl.
svo nú er víst komin tími á að enda færslu í dag,rökkrið að færast yfir og stutt í myrkur og jólaljósin að koma upp hér og þar hér í bæ alveg hreint dásamlega falleg birta sem umlykur okkur,njótum og njótum í botn
og knús
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.