gaman að hafa nóg fyrir stafni

húsfreyjan hefur haft nóg fyrir stafni síðustu daga,sem betur fer annað væri heldur dapurlegt að gera ekkert,þrif á gluggum afstaðið,þrif á gardínum afstaðið,saumaðar nýjar gardínur upp úr gömlum tókst vel,jólaséríur uppsettar í gluggum,og bakstur hafinn Smile allt þetta gert í rólegheitum og gefin sér tími fyrir smá útsaum,nært sig, tími fyrir börnin og eldaður matur,fótboltaæfingar hjá púkunum á laugardögum og í gær var annarsamur dagur en stelpurnar sem æfa í 5 flokk fótboltans voru að taka æfingaleiki og voru þær skiftar í lið,frábært hvað þær hafa tekið framförum og gaman að vera áhorfandi,eftir skemmtilegar fótboltaleiki og kl að verða eitt þá var smá gleði hjá stelpunum í gula húsinu pizzur og gos og skoðaðar videomyndir frá stelpunum sem hafði að geyma gamlar myndir og nýjar,það var víst mikið fjör LoL

á meðan daman skemmti sér þá tókum við til nesti og allur pakkinn sem fylgir motorcross og stefndum við í átt að Hafnarfirði en tókum svo afleggjarann í átt að Djúpavatni en þar við þau gatnamót er búið að vera akstur með svona hjól,kallt var og þá skiftir miklu að vera rétt klædd fyrir svona útiveru,húsfreyjan og púkarnir höfðu það gott í bílnum en svo þegar um það bil klukkutími var liðinn þó klæddum við okkur vel og börnin fóru rúnt á hjóli með pabba sínum og það leyndi sér ekki gleðin þegar hjálmurinn var komin á kollanna og brunað af stað W00t

afmæli kl fjögur var svo næst á dagskrá en fjölskyldan sem býr í Grafavoginum,húsbóndinn þar er bróðir bónda hér á bæ,en börnin hans áttu afmælisveislu en þau eiga afmæli með ekki löngu millibili og það er fínt að slá saman veislu,alltaf voða gott að koma þangað og veislur þar eru svo góðar,gott lambalæri með tilheyrandi meðlæti og í eftirrétt afmæliskaka,södd og ánægð lögðum við af stað heim rúmlega sex,lítið mál að koma hjólagræjunum á sinn stað og heim í hlýjuna en auðvitað vildu börnin aftur borða og þá var bara gripið í rúgbrauð með osti og mjólkurglas,lesin saga og börnin komin í bólið upp úr kl átta,

húsfreyjan hlakka til að mæta með börnin í fyrramálið í leikskólann en dagur íslenskrar tungu er þá og eru börnin búin að æfa söng að því tilefni og bjóða foreldrum að koma og eiga með sér stund með söng og smá meðlæti,það er líka alveg magnað hvað þau eru fljót að ná textum og lögum en fyrir stutt þá var þýskur dagur í leikskólanum og að því tilefni var gamla góða laginu með meistari Jakob snúið yfir á þýsku og hér hefur það lag hljómað á báðum tungumálum sem sagt á íslensku og þýsku Joyful 

lítill prins dafnar vel á Rifi og er orðin vikugamall,við stefnum á að fara þar í heimsókn næstu helgi og eiga þar góða helgi,það er mikið um að vera þessa daganna hér hjá okkur ekki ein helgi án atburða sem er bara gaman að taka smá törn en svo er bara alveg að koma Boston ferðin og er húsfreyjan minnt á það mjög reglulega hér heima og óskalistinn er orðin nokkuð langur og kennir þar ýmisa óska sem mun verða gerð skil á þegar í útlandið er komið,

en jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í dag,nennirinn hjá húsfreyju með tölvuna er ekki mikið lengur en hafið það sem best og njótið þess að gera það sem ykkur langar til 

kv húsfreyjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband