húsfreyjan er byrjuð á smá hreingerningum fyrir jólaskreytingarnar

það er sem tíminn fari ofurhratt allavega hér á bæ,dagurinn tekinn snemma að venju og eftir að litlir púkar farnir á leikskólann og bóndinn til vinnu þá vorum við mæðgur einar heima það er víst aftur komin starfsdagur í skólanum,bara mjög stutt síðan kennarar gáfu frí,en við kúrðum í rúma tvo tíma og tókum svo rúmlega hálftíma göngu í þessu líka fína haustverði,við tók svo bústgerð og símtal frá Rifi og svo hringdi Kristín Bessa en nýbökuðu foreldrarnir ásamt prinsi voru á heimleið og mikil gleði og tilhlökkun að komast heim,allt gott að frétta af þeim,en þau fengu þó heimsókn á spítalanum frá blaði sem heitir Skessuhorn sem er gefið út á þessum slóðum það þykir tíðindum sæta að prinsinn var barn nr 300 sem fæðist á árinu á Skaganum og hefur aldrei fæðst svona mörg börn þar.sem sagt viðtal og fjölskyldumynd príða næsta blað Smile

eftir að púkar höfðu verið sóttir tók við smá hvíld og smá útsaumskapur,þar á eftir tók húsfreyjan sig til við að taka niður gardínur úr hjónasvítunni og stofunni,sem betur fer þá eru það ekki stórir gluggar,rimlar í svítunni riksugaðir og þurkað af með blautri tusku,glugginn þrifinn og skáphurðar,rúmföt á útisnúruna í þessu fína veðri,það verður notalegt að leggjast upp í rúm með útivirðaðar sængur Joyful fataskáðurinn kláraður frá því fyrr í síðustu viku og hálfur ruslapoki að fatnaði,,er verið að ríma fyrir nýju fötunum,,sem rauðakross gámurinn fær góðs af,svo fór eitthvað sem á að geymast fyrir hin börnin og eitthvað sem litill prins fær þegar hann stækkar,ætlum lika að gleðja litla dömu hér í bæ með fötum af okkar litlu dömu sem ekki passa lengur,já föt hér og þar sem dreifist vonandi vel,

því næst var þvottur tekin af snúru og hengdar upp gardínur sem var verið að þvo,skór sem eru ekki lengur í notkun teknir og í rauðakross ruslapokann,,og þá var hann orðin fullur,,gólf sópað og þvottahúsið barasta nokkuð fínt,

þá var þetta orðið gott í dag enda þreyta og verkir farnir að segja til sín og rólega tekið á því,kvöldmaturinn samanstóð af grjónagraut og hveitikökum heimabakað,húsfreyjan var svo alveg að sofna yfir kvöldfréttunum milli sjö og hálf átta en bóndinn dreif sig í sundlaugina og í gufu,börnin tóku leik og voru svo komin í háttinn kl átta,nú ætlum við að eins að skoða síðu úr verslun í Boston sem húsfreyjan mun fara í og er það íþrótta outlet verslun,þar kennir víst ýmisa varninga,og eru húsbóndinn og dóttirin farin að kalla og vilja endilega sýna hvað er mjög áhugavert,en húsfreyjan kveður að sinni og hafið það nú sem best

kv húsfreyjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband