19.10.2010 | 22:29
biðin á enda
loksins,loksins,loksins afmæli 5 ára púkana er á næsta leiti,og nú eru dagarnir taldir ekki mánuðir og vikur,undirbúningur hófst í gær með bakstri á tveimur stórum marensbotnum og tveimur stórum hvítum tertubotnum sem verða svo skreyttir næstkomandi sunnudagsmorgunu ásamt brauðtertu og súkkulaðistertu, en þann dag verður afmælisveislan í kvöld var kleinugerð og verða þær líka á boðstólum ásamt kornflexkökum og heitu súkkulaði ummmm mikil tilhlökkun hér á bæ,ekki verra að byrja veturinn á góðri veislu,
en svo hefur annar undirbúningur verið á fullu,gangan sem húsfreyjan hefur verið með sem markmið í næstum ár að ganga Skófellstíginn frá Voga göngu brúnni og heim,ætlunin er að byrja gönguna kl tíu næsta laugardagsmorgun,en þá er ár frá erfiðri aðgerð og takmarkið er að klára gönguna og enda í sundlauginni í afslöppun nokkrar vasklegar konur ætla að ganga með og hafa gaman af,húsfreyjunni var bent á að þetta væri svo sem ekki merkilegur stígur og hvort svona ganga væri ekki bara bull,en fyrir húsfreyjuna þá er þetta ekki bull,að setja sér takmörk og þá raunhæf og svo að skella sér á stað með bros á vör svo er veðurspáinn bara góð.
vetrafrí í skólanum var svo fram eftir s,l. viku og svo tók við þemadagar,foreldrum var boðið að koma og fylgjast með og húsfreyjan nýtti sér það þessa þrjá daga,og frábært starf sem þarna er unnið af nemendum og kennurum, svo margt sem kom húsfreyjunni á óvart,smá spjall við bæði nemendur og kennara svo og gangaverðina,það skal viðurkennast að blendnar tilfinningar í skólanum úr fortíðinni ýttu hressilega við húsfreyjunni,en þá var bara að gera sitt besta og vinna úr því,húsfreyjan tók fullt af myndum og ætlunin er að búa til bók fyrirdótturina og hún velur myndir og skrifar það sem hún vill,góð minningarbók,
flensan lét á sér kræla hressilega hér en við hjónin vorum skotin niður ef pestinni,við rifjuðum svo upp hvenar við höfðum orðið svona veik síðast og þá var elsta dóttirin á öðru ári og þurftum við pössun fyrir hana,púkarnir voru heima við í viku en ennþá er hósti og hor í alltof miklu mæli,við endurnýjuðum púst byrðir í gær og hefur aðeins slegið á hóstann,en það verður betur litið á þau næsta mánudag en byrja þau afmælisdaginn á að hitta hjúkrunarkonu og fá allar mælingar og sprautu,já það fylgir víst smá pína þegar fimm ára afmælinu er náð,en þau hlakkka voða mikið til að gera daginn skemmtilegan í leikskólanum eftir heimsókn til læknisins er lokið,
annars hefur nú lítið verið að gerast,við höfum skipulagt bústaðaferð á árinu og það er beðið með óþreigju eftir þeirri ferð,eins með Boston ferð húsfreyjunar því pöntunarlistar fjölskyldunar er í bígerð og svo ætlar húsfreyjan að vera búin að baka eitthvað jólagott og tendra jólaljós
það er líka búið að panta sal fyrir fermingu dótturinnar þó svo að það séu rúm tvö ár í þá athöfn en árgangurinn er stór og betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig en það er búið að panta þennan sal fram að okkar ári og erum við fyrst á blaði,jamm salurinn á blað og innistæðan á bókinni hækkar og hækkar bara fyrir þennan dag,svo er að halda áfram að safna því ekki veitir af að byrja svo strax þegar tvö börn koma svo,
nokkuð rólegt að gera í vinnu hjá bóndanum hann er nú ekki að kafna úr vinnu,en þetta reddast ennþá en ekki má neitt útaf bera,síðustu þrjár helgarnar hefur hann verið að pússa húsveggin sem á eftir að klæða að vestanverðu,en það á svo að henda á hann svo kallað steni,svo er að undirbúa viðbót við anderið og koma sér upp efnivið þegar buddan leifir,
en annars þar til næst hafið það sem best
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.