nóg um að vera

hinar ýmsu breytingar á heimilinu síðustu vikur,lagfæra og ditta að ýmsu,rör lak í vegg í horni stofunar,neðri hæð nágrannar létu okkur vita að hornið við loftið væri komin með annan lit sem væri ekki æskilegur læus vonda likt og dropar nokkuð þétt Frown nú bóndinn dró frá skápinn og braut aðeins u veginn og viti menn þar kom mikill leki og greinilega búið að grassera lengi þar,tryggingarnar settar í samband og pípari kom,og þetta var á föstudegi og verslunarmannahelgin gengin í garð,ætluðum við fjölskyldan að vera heima,píparinn gat komið svo aftur um helgina en hans var ekki þörf fyrir en eftir helgina,bóndinn braut og braut veginn og setti undir dall sem tók við vatninu,svo var settur blásari í gang og þurkað upp,íarar komu svo og gerðu við það hefði þurft að leggja ný rör utan frá en þeir redduðu þessu,gömlu rörin orðin ansi lúin að þeirra mati,nú er ennþá gat og þarf að þurka upp í einhverjar vikur,okkur langar bara að flytja úr íbúðinni,bara að setja á sölu,en ætlum að klára að lagfæra innganginn og sjá svo til,svo er að búa hér ekki upp á marga fiska eða margir ókostir bæði íbúðin gömul og þarfnast stöðugst viðhald og nágrennið ja hvað skal segja,mikil umferð og ónæði,en vonandi rætist úr þessu,

höfum farið eina útilegu,staðurinn fínn fórum í Hvalfjörðinn á stað sem heitir Bjarteyjarsandur,fínn staður og vel þess virði að kíkja þar við,ættingjar bætust i hópinn,ekki margir á tjaldsvæðinu en það mætti alveg virða reglur og taka tilit til annara,

ætlunin var að fara bústaða ferð þessa helgi en svo margt um að vera hjá okkur,elsta dóttirin að klára fótboltaskólann,landslið kvenna í fótbolta að spila mikilvægan leik,afmæli á laugardaginn,torfærukeppni á laugardaginn svo að það er um marg að velja,

elsta dóttirinn komin á krossara og allur öryggis búnaður að sjálfsögðu,við fórum Djúpavatnsleið s,l. laugardag,daman að hafa rosalega gaman af og er búin að taka nokkrar æfingarakstur finnst loksins gamall draumur hafa ræst,ætla að setja myndir hér til hliðar í myndaalbúm,bóndinn sendir myndir úr stóru tölvunni yfir í þessa tölvu,húsfreyjan hefur ekki ennþá tekist að læra þetta að setja inn myndir á Joyful bónda sem reddar þessu,

það er ekkert mál að hjóla og hjóla á krossaranum að sögn dótturinnar og vill nota sinn frítíma sem á lausu er í hjóla akstur,hún hefur nokkrum sinnum dottið af en ekki er hraðinn mikill,nær að fara að fyrsta gír í annan og svo niður,tók reyndar nokkuð fast í handbrensuna þegar við fórum Djúpavatnsleið,og fleitti kellingum smá söl og fannst gaman,fann til í neðan við vinstri litlafingur,hélt áfram að hjóla,nú eftir að æfingin var búin aog við tókum bæjarferð í leiðinni og þá fór að bólgna upp en ekki samt svo mikið og verkur að koma í þegar við vorum komin heim um kvöldmatarleitið,bóndinn dreif sig með hana á vaktina í Keflavík og hress læknir tók á móti þeim,hann hlustaði með athygli á atburðarásina,og leist vel á áhugamálið dömunar og sagði að það væru nú stærri slys við minni árennslu og spurði um öryggisbúnað,og meðhöndlaði eins og um brot væri að ræða og vildi fá hana aftur strax á mánudagsmorgun í myndatöku,  

strax þann morgun eftir bara ágæta líðan í hendinni að sögn dótturinnar,þá dreif húsfreyjan með dótturina í myndatökuna og þar beið sami læknirinn,og viti menn,lítið bein fyrir neðan litla fingur er brotið,þá að gifsa en bara svona spelkgifs og koma aftur eftir tvær vikur,læknirinn tjáði okkur að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af,og mun ekki hafa áhrif seinna meir, en sama morgun var loksins leikur hjá c liði dótturinnar í fótbolta og læknirinn gaf grænt ljós á að hún mætti spila,dótturinnar til mikillar Smile 

með gifs og gleði spilaði stelpan leikinn og skoraði meira að segja,mæti á æfingar og geri allt sem hana langar til að gera ,,nema að fara í sund sem er Frown

ekki ólíklegt að dóttirin hafi sama sársaukaþröskul og faðir hennar,eða svo segir hún,það er ekki ólíklegt að svo sé,bóndinn hefur æft og keppt í boxi,unnið vinnuna sýna,keft í kappróðri öklabrotinn,hann reyndar vissi ekki að hann væri brotin fyrr en hálfum mán seinna er hann fór í myndatöku,skrítin feðgin Undecided eða hvað

en daman á fullu og svo er skólinn alveg að byrja,púkarnir í leikskóla eftir fimm vikna sumarfrí og alltaf gaman þar,

húsfreyjan komin með grænt ljós hjá sjúkraþjálfaranum og undir hans stjórn og æfingar í orkubúinu þá er og að koma sé í betra form,hnén eru bara nokkuð góð,en ekki sama saga með bakið,hryggjaliðir mjög stirðir enda vantar á nokkrum stöðum svokallaða liðpoka,eitthvað eru bæklunarlæknirinn og sjúkraþjálfarinn að finna út beinþynningu í hryggjaliðum,en við vinnum með þetta og öll hreyfing hvort sem hún er lítil eða mikil gerir gagn og ekki verra að hafa hollt og gott mataræði með,þá gengur upp það sem maður leggur up með Wink sem sagt vika tvö er hálfnuð og eru fimm daga vikunar æfðir,svo er mæling tvö næsta föstudag,hún verður örugglega betri en fyrir hálfum mánuði Smile 

en ætli þetta sé ekki bara gott í bili ætla að gera kvöldmat,svo er litla daman komin með gubbupest,bóndinn er að redda henni,

hafið það sem allra best 

kv húsfreyjan

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband