frábært sumar

á meðan baðstofan safnar ryki,,okkar kæra íbúð,, þá njótum við útiverunar og allt annað má bíða betri tíma meira að segja litla fartölva húsfreyjunar sem hefur heldur betur rykfallið ásamt hljóðdiskum í hillu,vantaði nýtt straumbretti og svo sem ekkert lá á að fá nýtt en nú er búið að tengja tölvuna og þá er bara að rifja upp þessa litlu tölvukunnáttu hehe,

en já sumarið og fríin hjá börnunum hefur kallað á útiveru frá snemma morgnanna og fram að kvöldmat,vöknum á okkar venjulegum tíma og róleg heit ásamt morgunmat og litið svo aðeins á dót eða stutta mynd,nágranna stelpan sem býr hér við hliðina,,Þrúðvangi,ásamt barnabarni hjónanna í nær endanum á Þrúðvangi, strákur árinu yngri eins og stelpan,þessi börn og okkar börn hafa verið miklir leikfélagar og þrammað á milli garða og leikskólans,eftir góðan hádegismat sem oftast er skyrbúst með frosna og ferska ávexti og gott brauð þá er smá hvíld og svo skellt sér í sund í ca tvo til þrjá tíma og ekkert leiðinlegt það W00t

erum svo komin heim upp úr kl fimm,og enn og aftur borðað eins og soltnir úlfar,það er líka gott að taka með sér smá nesti í sund og vinsælt að setjast á bekk og narta í ávexti og grænmeti,og hafa vatnsbrúsa við höndina,

börnin eru orðin lúin þegar heim er komið og róleg stund fram að kvöldmat um hálf sjö,háttað og lesin saga,börnin sofnuð upp úr átta,jamm svona eru flestir dagar og erum við bara sátt með það,

elsta dóttirin hefur stundað fótboltaskólann eldsnemma á morgnanna og ætlar að taka annað námskeið strax í næsta mánuði,

ekki mikið farið fyrir ferðalögum þetta sumarið,enda engin ferðavagn og einhver eftirspurn með vinnu hjá bóndanum sem er bara fínt,við dreymum um að geta farið langa helgi í stóra bústaðinn í Grímsnesinu svona þegar hann losnar,þar er yndislegt að dvelja og njóta kyrðarinnar og útiverunar og ekki verra að þar sé gufa og inni og útipottur Joyful

nú sumarið hefur líka snúist um HM í fótbolta þvílík skemmtun frá byrjun að enda,húsfreyjan er með fótboltafíkn á háu stigi og allan tímann hélt hún með Spáni sem lið númer eitt og viti menn Holland var svona vara lið ef eitthvað kæmi nú upp á með Spán svo enduðu þessi lið í úrslit já þvílík drama,teindapabbi glotti út í annað þegar kom að úrslitum hehe

húsfreyjan saknar HM en er farin að hlakka til þegar næstu stórmót verða og vonandi komast okkar stelpur áfram á stórmót,

hvað fleira síðan síðast jú læknisheimsóknir og rannsóknir hjá húsfreyju,og er beðið niðurstöður þeirra heimsóknar innan tíðar,

ísferðir á sunnudögum og hinar ýmsu ísbúðir kannaðar á sunnudagsrúntinum ummmm Joyful og er ein ísbúð með hæðstu einkunn en hún er í Hafnarfirði,en Kjörísinn þar er hvílik góður og höfum við smakkað á nokkrum stöðum en misgóður eftir stöðum, Emmess ísinn á eftir að fá ítarlegri smökkun,

en jæja ætli þetta sé ekki bara orðið gott af bloggi í dag,stefni á að gera færslu áður en langt er liðið,

njótum útiverunar og munum eftir að nota sólarvörnina,þó svo það sé ekki glampandi sól þá hefur hún áhrif bak við skýjarslæðuna,förum í lautarferðir með gott nesti,ekkert vit í sjoppuferðir bæði okurbúllur og aðalega lagt upp með það fljótlegast og næringasnautt fæði,það er frábært að útbúa saman nesti áður en lagt er af stað í ferð,

flýtum okkur hægt og njótum sumarsins Cool

kv húsfreyjan 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband