10.6.2010 | 19:25
úr ýmsum átum
lífið heldur áfram sem betur fer,alltaf eitthvað um að vera og sumarið blæomstrar og sól plús hækkandi hiti leika um okkur,við höfum haft það mjög náðugt,elsta dóttirin er reyndar á pæjumótinu í eyjum,ætluðum við foreldrarnir að fara með ásamt systkynum dömunar,en fyrir s,l. helgi þá var flítt vinnu sem átti að vara næstkomandi sunnudag og við urðum að aflýsa ferðinni,daman fót með fullt af trausti og tilhlökkun,kemur heim á laugardagskvöldið,við höfum verið aðeins í símasambandi við hana og greitt úr hinum ýmsu vandamálum eða allavega gert tilraunir með það,sumt verður að bíða þar til heim er komið,
s,l. helgi það er að segja sjómannahelgin sem er afstaðin,þá vorum við nú ekki mikið á bryggjuplaninu,svona ca einn og hálfann klukkutíma á sunnudaginn,hávaði og hiti og börnin vildu vera heima,við fjárfestum í litlu trampolini fyrir börnin og er það mikið notað,reyndar fór elsta dóttitin með pabba sínum á bryggjuballið og að sögn bóndans og dótturinnar þá var ekki fallegt að sjá mikið drukkið fólk með börn,en auðvitað er líka fólk sem heldur að sér og sýnir sóma sinn með að áfengi og börn fara ekki saman,vinkona okkar fór með stelpuna sína í gönguna og svo heim með barnapíu,og aftur út og áhyggjulaus að skemmta sér vel og geta svo verið saman daginn eftir,
sunnudagskvöld var okkur boðið á sjómannastofuna í mat og skemmtiatriði,skjálfti í hæusfreyjunni fyrir kvöldið en dreif sig bara,frábær matur og skemmtiatriði,gott að koma heim og suttu seinna tók svefninn völdin enda helgin orkufrek,gestagangur og ekki verra að hlaða sig upp fyrir næsta dag,og hvað er betra en góður svefn,
húsfreyjan er á öðru sundnámskeiðinu og ekki veitir af að halda vel áfram,syndir reyndar fimm daga vikunar,og fer stundum tvisvar á dag og þá með börnin í seinna skiftið ekki mikið synt þá enda er gaman að skella sæér með börnin og dvelja í sbeppnum,börnin er óðum að hressast en nota tappa í eyrun,ætlum að nota góðu daganna það er að segja þegar ekki er mikill vindur og rigning og sækja sundið,
nú skella á sumarfríin hjá hinum ýmsu sem þjónusta okkur,leikskæólinn fer 5 júlí í fimm vikur,sjúkraþjálfarinn fer eftir næstu viku og verður þar til í ágúst,það gengur hægt með fætur en gengur samt,sömu sögu er ekki að segja um aðra líkamshluta,f+ór á tilrauna lyf vegna gigtar og útlægðar taugaverkja en aukaverkanir settu strik í reikninginn og nú er bara verið að bíða eftir að læknirinn komi úr sumarfríi og gigtin endurmetin,eins á að að skoða nýrað ,það er annað sem starfar og ath verkjun lyfja á það,
svo er bara að halda áfram að hafa gott út úr því sem maður hefur,láta sig hlakka smátt og smátt til stóru ferðarinnar í enda nóv,en þá er ætlunin að fara til Boston frá 26 nóv og koma heim 1 des,bóndinn gaf frúnni ferð og vinkonur úr saumó koma með,ferðin pöntuð strax eða um miðjan apríl og sleppum við vel með verð,allt klappað og klárt og nú er bara að koma sér í betra form og æfa rúllustigaferðir hehe eða það segir vinkonan,sem er alvön verslunarferðum,
en jæja læt þetta duga í kvöld,það styttist í kvöldsöguna hjá púkunum og svefninn hjá þeim,bóndinn er í brjál vinnu,
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.