að kyngja nálum,það kallar fram tár

góðan og blessaðan daginn,að venju var ræs kl sex í morgun en morgunmatur var geymdur í klukkutíma,púkarnir eru á pensilinikúr og þurfa að taka á fastandi maga,þau áttu tíma s,l. mánudag hjá háls nef og eyrnalæknir en hann tilkynnti sig veikann,það fannst púkunum merkilegt að læknirinn væri veikur en líðan þeirra bara versnaði og fundu þau til í hálsinum,ekki var hægt að fá tíma hér í bæ og nýji tíminn sem þeim var úthlutað er ekki fyrr en 26 maí,svo í gær fór húsfreyjan með litlu dömuna á vaktina í Keflavík,hringdi fyrst til að vera nú alveg viss með hvenar vaktinn byrjar,kl fjögur en mátti koma hálftíma fyrr og skrá sjúkling,á slaginu hálf fjögur komum við inn um dyrnar en komumst ekki lengra það var fullt út,það datt upp úr húsfreyju,það er einskott að það lægi enginn fyrir dauðanum þvílík biðröð,konurnar sem stóðu fyrir framan okkur lögðu orð í belg og spjallið snérist um það sem viðkemur læknaskorti og niðurskurð,litla daman var frekar slöpp og stóð ekki lengi í fæturnar svo að handleggur húsfreyjunar tók við,loksins kom röð að okkur og eitt sæti laust á biðstöðinni,þar kúrðum við okkur niður og biðum bara í klukkutíma,læknirinn sem tók á móti okkur skoðaði dömuna vel og sá að annað eyrað var fínt en ekki hitt samt ekki sýking en ennþá stórt gat eftir rörið,og reiknaði með að það yrði sett svokallað frímerki þagar þau heimsóttu næst rétta læknirinn og ekki mundi þurfa svæfingu ,hálsinn var ljótur og streftakokkar væri skýringinn fyrir aumum hálsi með nálum að kyngja,móðirinn tjáði að bróðir hennar hefði fengið hita síðustu helgi og væri eittvað aumur líka í hálsi,þá fær hann það sama og systir hans sagði læknir og vildi skaffa þeim lyf,eftir útreikninga á þyngd og pælingar þá spurði hann hvort þau gæti tekið töflur,ekkert mál sagði húsfreyjan,það er nú gott því þær væru miklu ódýrari en fljótandi lyf,spurði hvort þau væru á leikskóla og já þar væru börnin nokkra tíma á dag,læknirinn sagði að það væri að aukast streftakokkar hjá börnum og leikskólinn væri kjörin staður til dreifinga á þeim sýkli,við tjáum honum það að leikskólinn væri komin í frí fram yfir helgi og það væri bara fínt að slaka á og leifa lyfinu að ná niður næstu daga,svo kvaddi hann og við röltuðum gegnum yfirfulla biðstofu og út í bíl,

apotekið heimsótt og þar var líka hellings bið,tókum frænku með til baka,,systur dóttir húsfreyju,,eftir þriggja tíma ferð til læknisins var lokið og kl sex komin heim,komum við í búðinni og þar var líka brjál að gera,sem betur fer áttum við ríka þolinmæði við mæðgurnar í langri bið röð búðarinnar og bilaður afgreiðslukassi var ekki til að lifta brosi á fólki í biðröð,

náðum í elstu dömuna í Hópið eftir leik en þær stelpur voru að spila leik sem var búið að fresta í Faxamótaröðinni,sá leikur kom ekkert vel út að sögn dömunar,þjálfarinn gaf sig á tal við okkur og stelðurnar spiluð bara nokkuð vel en voru samt nokkuð frá því sem þær geta,en vonaði að þær verði betur búnar undir nsta leik sem er nú kl tíu á eftir,leitt að misa af leik í gær en hugsanlega kemst bóndinn allavega veit ekki með púkann hvort við förum þetta er bara klukkutími og ekkert mikið af fólki en svona pest sem púkarnir eru með er víst smitandi,

gott að komast heim eftir ferðina og kvöldmatur snarað á borð,púkarnir í bað og voru sofnuð fyrir kl átta,bóndinn á æfingu og elsta dóttirin að kíkja í námsbæur fyrir komandi próf eftir helgina,húsfreyjan frekar lúin og var sofnuð kl níu,

okkur er boðið í afmæli í Keflavík í dag,veit ekki hvort við förum en allavega verða rólegheit og eitthvað kúrt,en þangað til næst,hafið það notalegt og njótið lífsins

kv húsfreyjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband