8.5.2010 | 11:31
að láta sér líða vel í eigin líkama
gamla góða rútínan alla morgna hvort sem það er virkur morgun eða helgarmorgun,það er gott að hafa fasta rútínu,vöknum milli sex og hálf sjö alla morgna og höfum til morgunmat,hafragraut,cheerios,ab mjólk og auðvitað ekta nýmjólk í bláufernunum,það vill enginn hér á bæ aðra mjólk,lýsið og vitamín,allt í rólegheitum og við tekur leikur hjá börnum og við foreldrarnir fáum okkur einn kaffi og tökum til við að undirbúa leikskóla og skóla,um helgar er leikurinn hjá börnunum í og með barnaefninu,í gær var stráksi eitthvað slappur og var svo komin með hita um miðjan dag og kúrði sig niður,eftir helgi eiga svo púkarnir að hitta háls nef og eyrnalæknirinn og fara í eftirlit eftir að rörin voru tekin,ekki hafa þau fengið í eyrun en hins vegar hefur kvef og hósti verið að aukast og eimsli í hálsi,læknirinn vill meina að þegar hiti bætist við þá þarf oftast að meðhöndla með lyfjum,svo að nú er bara að krossleggja fingur og vona að allt komi vel út á mánudaginn,
í gær eftir leikskóla bökuðum við tebollur og runnu þær ljúflega niður ásamt ískaldri mjólk,bóndinn kom snemma heim og húsfreyjan tók sér gönguferð,eldaði svo kjúklingalasagne,börnin þreytt og voru farin að sofa kl átta eftir góða sögu,bóndinn á æfingu og við dömurnar sem ennþá voru vakandi höfðum það notalegt,reyndar fór eldri dóttirin ásamt vinkonu hér út og drullumölluðu til kl hálf níu og það er víst ekki leiðinlegt,bólið heillaði okkur um kl ellefu,og svefninn tók völdin stuttu seinna,
s,l. fimmtudag fór húsfreyjan í bæjarferð með vinkonu sinni þvílíkt fjör og gaman að rápa búðir og skoða og skella sér á heilsustað og næra kroppinn fyrir heimleið,að venju tölum við mikið saman og þessi dagur var ekki undantekning en gaman að minnast á það að hann var megrunarlausi dagurinn ekki það að við erum eitthvað helteknar á megrun við temjum okkur heilbrigðan lífstíl en grein í fréttablaðinu með fyrirsögnina UPPHEFJUM FEGURÐ OG TÖKUM FRÍ FRÁ MEGRUN,ef einhver á ennþá það blað þá er ekki svo vittlaust að lesa greinina,það er ekkert að því að hugsa vel um sig og láta sér líða vel,en aftur á móti fylgja lífshættulegir sjúkdómar þessari óánægju kvenna um staðlaða ímynd að hamingjan felst í ofurmjóum kroppi,sem er langt frá því að vera satt en hins vegar er ekki heldur gott og er líka lífshættulegt að vera vel yfir kjörþyngd,nokkur kg til eða frá er í fínu,fallegar línur með rass og mjaðmir og brjóst,hugsið ykkur konurnar bæði frægar og ekki frægar hér í gamla daga glæsilegar og flott vaxnar,látum okkur líða vel og finnum út hvað fær okkur til að líða vel,fáum okkur að borða reglulega og þá næringaríkan mat ásamt vatni,ekkert að því að gera sér glaðan dag og njóta þá þess,
við ætlum að njóta helgarinnar saman og baka súkkulaði köku og njóta hennar með góðum ís,
húsfreyjan ætlar að enda þessa dagbókafærslu á því að óska ykkur góðrar helgar og
ÞÚ MUN UPPSKERA ÞVÍ SEM ÞÚ SÁIR
farið vel með ykkur
kv húsfreyjan sem ætlar að njóta þess að fá sér ís og köku með fjölskyldu
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.