á það til að fá fortíðar þrá

tónlist,tónlist og meiri tónlist Joyful alskonar tónlist hljóma í eyrum húsfreyjunar þessa daganna jafnt við húsverkin eða gönguferðir,nenni ekki að hlusta á fréttir ,,fyrir löngu búin að taka þær út af dagskrá,,en veðurfréttir eru ennþá inni,,hlusta stundum á tónlistaþætti í útvarpinu á rás 1,já og stundum á rás 2,tónlistarásir í sjónvarpinu eru ekkert mikið heillandi nema þá þegar tímabilatónlist er á dagskrá,eins og núna þá er 80's á stöð sem heitir MAGIC gaman að rifja upp gamla takta,hlakka mikið til þegar vinkona úr efrahverfi jafnaldra að við höfum stefnt að því að taka helgi saman og prakkarast með gömlu tónlistina og fá sér jafnvel góðan drykk með,,og auðvitað allt saman í góðu hófi Wink

er það sparnaður eða ekki inn að sjónvarpsþulurnar hafa sagt sitt síðasta,það er bara notalegt að hafa glæðvært bros og boðið góðan dag eða góða nótt,en því miður þá er gömlum og góðum sið komið undir græna torfu,er nú ekki að lasta nýju röddinni sem mun kynna fyrir okkur dagskránna án andlits og bros,en það hlítur nú bara að venjast,í gærkveldi sátum við límd við skjáinn þegar skólahreystis keppninn var og þvílíkir krakkar,allt lagt í og þá uppsker maður árangur,vorum aðeins að flakka á milli ruv og sport vegna leik sem ekki endaði vel hjá okkar liði liverpol,en koma betri tímar,

ætlum á morgun ef veðurspáinn gengur eftir að fara með púkanna þar sem stór túnblettur er og leifa þeim að spreita sér á hjólunum án hjálparhjólanna,þau hafa mikið falast eftir því og nú er bara að demba sér í það,ætlum svo á sunnudaginn í bæjarferð,dóttirin spilar leik í kapplakrika leikjaröð Faxamótar,smá búðarráp og heimsókn til Breiðholtsfjölskyldunar,

fórum reyndar snögga bæjarferð í gær en tæðlega 3000 hamborgarar voru sóttir,skelltir í stórt skott á jeppa og var ennþá fullt af plássi þar Smile og stelpurnar í 5 flokki á fullt að selja,við seldum 12 pakka og eru frábæara þakkir fyrir stuðninginn,dóttirin bar borgaranna út til fólksins sem voru búin að panta og þakkaði fyrir,það minnsta sem ég get gert sagði hún,vikurnar taldar niður þar til pæjumótið verður 9 til 12 júni í eyjum,við erum búin að fá íbúð og ætlum að taka bílinn með,og allt kostar þetta pening og þessar fáu flöskur og dósir sem hafa safnast hér á ca tveimur árum ásamt óvæntum styrk koma sér vel Kissing 

enn er baðherbergið í smíðum lekinn farinn en það þarf að láta allt þorna vel,helginn fer í að koma öllu á sinn stað en gatið á ganginum niðri við stigann þarf lengur að loftræsa,sem betur fer eru ekki miklar skemdir,á þessum langa tíma sem þessi felu leki var þá dropaði lítið en það kom að því að skemdin kom á yfirborðið,

jæja læt þetta duga í dag,bóndinn minn að koma heim,púkarnir að leika og líður að einhverju skemmtilegu 

hafið það sem allra best

kv húsfreyjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

249 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband