norðann garri tók á móti okkur fyrsta dags sumars

sumarið heilsar og andar köldu úff en er það ekki bara svona til að minna okkur á hvar við búum á eyju sem er langt úti á ballarhafi ekki svo langt í ísinn sem er ennþá að minnsta kosti á norðurhveli jarðar og eitthvað á Grænlandi og jú þrátt fyrir eldgosin sem herja á okkar litlu jökkla þá og jökulvatnið rennur í stórflóðum undan jöklum,en jæja sumarið fraus jú saman við veturinn og það á víst að boða gott,við skulum bara njóta sumarsins sem er ekki langt og gera gott úr því sem við höfum,við ætlum eins og vanalega að njóta útivistar þó svo útilegur með vagn í eftir drægi verði ekki á boðstólum þá er hægt að fara dagsferðir og skoða náttúruna,sundferðir eru alltaf skemmtilegar,sumarið okkar fer líka í fótboltaferðir eldri dóttur okkar sem er frábært að fara í,og næsta stórmót er pæjumótið í Vestmannaeyjum strax eftir sjómannahelgina og í tilefni þeirrar ferðar þá ætla stelpurnar í 5 flokki að selja hamborgara og eru 10 saman í pakka á kr 1500,þetta eru borgarar frá kjötvinnslunni Esju sem er hágæða fyrirtæki og vill styðja stelpurnar,ef það eru einhverjir sem lesa þetta og hafa áhuga á að kaupa þá er bara að hafa samband við okkur foreldranna eða setja inn athugasemd við þessa færslu,hamborgarnir verða afhentir í vikunni,

síðasti séns er að láta okkur vita á mánudagskvöldið Wink

ætlunin var líka að selja kleinur en önnur fjáröflun hér í bæ er ný búið að selja kleinur svo að við stefnum líka á eurovision pakkann eins og á síðasta ári en þá var snakk í boði en nánar um það síðar í næsta mánuði,

húsfreyjan æfir sund af kappi og og gengur bæinn endanna á milli,lætur ekki hælsæri eða veður stoppa sig,þol og styrkur kemur smátt og smátt frábært að láta hugann reika í gönguferðum,

dagarnir líða fljótt og áður en við vitum af er komið kvöld og amstur dagsins öll skemmtileg heit og góðar stundir fæða hugann og geymdar minningar láta okkur líða vel,við vöknum snemma eins og venja er tökum til við góðann morgunmat ásamt lýsi,stóra daman í skólann og púkar í leikskóla,bóndinn er sem betur fer ennþá með vinnu og mismikið að gera,húsfreyjan í sund eða gönguferðir kl átta,eftir sund er morgunverður númer tvö og tekið til við ýmis húsverk,þá er yfirleitt komið hádegi og bóndinn heim í mat,eigum góða stund saman,púkar sóttir á leikskólann oftast rétt rúmlega eitt þó svo þeirra tími sé til tvö en við erum búin að breyta tímanum þeirra og frá og með næstu mánaðarmótum þá verða þau til eitt,þetta átti bara að vera tímabundið að vera til tvö svona eitthvað eftir að húsfreyjan fór í aðgerðina,

við höfum alltaf eitthvað fyrir stafni þegar heim er komið af leikskólanum,gönguferðir eða kíkja á stóru stelpuna á fótboltaæfingum,stráksa finnst ómissandi að fara með pabba sínum í vinnuna og þá stund sem þeir eiga saman er greinilega mikið að gera fyrir þá feðga,eins eigum við mæðgurnar okkar stundir saman hvort sem það erum við þrjár eða tvær saman,

það gefur mikið og er mikilvægt að eiga góðann tíma saman Heart

sjónvarpsdagskráin breytist svona eins og árstíðir,allavega á ruv,erum ekki með aðrar stöðvar nema sport tvö og skjárinn,en á ruv er eurovision komið á fullt skrið með ALLA LEIÐ og við horfðum eins og límd við skjáinn í gærkveldi,alltaf gaman að sjá ólíkann smekk á lögum og við skemmtum okkur hið besta,en púkarnir voru sofnuð fyrir kl átta svo að ein af okkar stundum saman við skjáinn var þessi þáttur,svo sem ekki mikið gláp á sjónvarp hér á bæ en íþróttir sakamálaþættir eru okkar uppáhald og eurovision bætast alltaf við þegar sá tími rennur upp,eins er bókalestur í hávegðum höfð hér á bæ og allir sem ein lesa alltaf eitthvað á hverjum degi,gaman að hlusta á púkann lesa myndir í bókum og búa til sögu Smile

húsfreyjan lætur þetta gott heita í dag,heyrumst síðar,njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða,sumarið sem er glænýtt og helling eftir af því með hækkandi sól og hita,njótið samverunar við hvort annað,

kv húsfreyjan 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband