13.4.2010 | 17:05
gosferð og bústaðaferð
tölvuleti hjá húsfreyju,en það er nú samt búið að vera helling að gerast hjá okkur,til dæmis
páskar með öllu tilheyrandi nema páskamat en jú það var búið að versla fína steik og meðlæti,en húsfreyjan og bóndi hennar ásamt elstu dótturinni fórum ferð á gosstöðvar á páskadag og tilefnið var að brottfluttu íslendingarnir sem búa í Danmörk boðuðu komu sína á skýrdag og á fjöll skyldi halda og skoða gosið,tvíburapúkar fengi gistingu hjá afa og ömmu á Skipastígnum og kl hálf fjögur var haldið af stað,undirbúningur fyrir ferð sem samanstóð að yfirfara gamla skrjóð,versla gott nesti svo sem harfisk,flatbrauð,hangikjöt og ávexti svo eotthvað sé nefnt já og páskaegg sem japplað var á,kaffi og heitt kakó og auðvitað smá lögg af Stroh svo útilegustemming fyrir heimför en við konurnar tvær að tölu fengum okkur smá lögg eftir labb og útivist við gosstöðvar,við vorum komin upp að gosi um kvöldmatarleitið og glæsilegt um að litast,eitt besta veður síðan gos hófst og mikil umferð af alskonar farartækjum,við dvöldumst þarna til kl tíu um kvöld og þegar myrkrið var að skella á þá var þetta virkilega fallegt,fólk að grilla samlokur í glóandi hrauninu og myndarvélar með tilheyrandi blossum sáust vel í myrkrinu,flestir fóru þá á heimleið og mikil umferð en gekk ótrúlega vel umferðin,það er meira að segja komnar myndir af ferðinni hér til hliðar af ferðinni,frábær ferð sem lauk kl að ganga þrjú aðfara nótt annars dags páska
nú síðasta helgi þá dvöldum við í Húsafelli í bústað hjónin með púkanna,ekki gott veður en notalegt hjá okkur,potturinn aðeins notaður og það er fínt að hafa hátt lok yfir honum með gati til að smeygja sér inn og út úr honum,svo að rigningin og rokið buldu mikið á í kviðunum,fengum gesti til okkar á laugardagskvöldið en breiðholtsfjölskyldan heiðraði okkur með nærveru sinni,við elduðum páskasteikina og börnin höfðu á það orðið að það væri jóla,páska lykt í bústaðnum og afgangur af páskaeggjum það er að segja súkkulaðið en innihaldið þykir ekki vera neitt gott.
engar pásur á gönguferðum húsfreyju þrátt fyrir bústaðaferð,það varð bara að klæða sig vel og halda af stað,bóndinn sippaði sem mesta hann mátti á pallinum og hljóp eitthvað um svæðið,hann er að fara að keppa í íslandsmeistara keppninni í hnefaleikum 21 þessa mán en næsta helgi fer fram undanúrslit og æfir kappinn sem mest hann má,
húsfreyjan er komin á fullt í sundið og þrisvar í viku eru æfingar og leikfimi ásamt fullt af konum,það er bara gaman og hafði kennarinn orð á því að liðleikinn í hnjám húsfreyjunar hafi mikið farið fram ekki amalegt það
og gönguferðirnar á hverjum degi upp um víðann bæinn,vopnum stöfum og ipod spilaranum,það styttist í jónsmessu gönguna og ennþá er stefnan að ganga á litla fellið sem trónir ofan við bæinn.
svo er bara að halda áfram að byggja sig upp andlega og líkamlega þótt hægt gangi,og láta ekki einhverja eða hvern sem er hafa neikvæð áhrif á sig sem því miður vill of oft verða,en það er gott að eiga fáa og góða að,þegar vinkona kom loksins heim eftir rúmlega tveggja vikna dvöl í Bandaríkjunum nálægt Dysney,mikið búið að spjalla og hafa gaman af,hún færir alltaf börnunum föt og laumar svo amerísku nammi til hjónanna ummmm og ekki orð um það meir,,um nammið hehe,,
en ætli það sé ekki komin tími á nokkur húsverk fyrir kvöldmat,svo er um að gera að skoða myndirnar af gosinu og láta sig dreyma,það er aldrey að vita nema gosið komi með nýjan kraft,
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.