útivera og meiri útivera

það er margt að gerast þessa daganna,frá því síðast hefur húsfreyjan haft í mörgu að snúast,aukin útivera og gönguferðir alla daga sama hvernig viðrar,fyrst stuttar ferðir um nágrennið,,ekki svo að bærinn okkar sé mjög stór,,en tilfinningin sem umlyktur mann það er að segja vellíðunartilfinnngin þegar það sem maður hefur áorkað skilar árangri,ekki verra að hjálparáhöldin,,göngustafirnir,,gera mikið og auka kraftinn í göngunni,svo er húsfreyjan farin að stunda sundið aftur var boðið af,,Ásdísi í orkubúinu,,að mæta í vatnsleikfimi og það er mjög fínt og meira að segja ótrúlegt hvað hægt er að gera í vatni og liðleikin er miklu meiri ekki vera það hehe,klukkutími þrisvar í viku í skemmtilegum kvenna hópi enda svo í pottinum og jafnvel í gufu og tveir tímar af gaman Joyful

eki verra að taka auka tíma í hreifingu og gönguferð eða æfingar í orkubúinu í tímatöfluna sem komin er upp á fínum stað sem minnir húsfreyjuna á dagskipulagið samt ekki mikið skipulag en tíminn þegar börnin eru á leikskólanum og eldri daman í skólanum er gott að nýta fyrir sig,tómlistin er með í göngu og æfingum,,fyrir utan sundtímann,,mjög svo ólík þeirri tómlist sem húsfreyjan hefur deilt með ykkur þá er það þungarokkið sem á hug húsfreyjunnar og ipodin er hlaðin þeirri skemmtilegri tónlist sem húsbóndinn nýtur þess líka,

aukin hreifanleiki í hnjám auka líka góða líðan að láta sér líða vel og æfingar skila árangri,þegar aðgerðir eru gerðar þá vill oft verða líkur  á  því að örvefir myndast og í tilfelli húsfreyju myndist í hnénu þá vegna lítla hreifanlegagetu að það komi sú staða upp að þegar komið er upp í helmings hreifanlega getu þá staðnar liðurinn og ekkert gerist mismikill tími sem í það fer og í tilfelli húsfreyju þá var það á annan mánuð með þetta hnéð,allt gekk vel þar til ca 55 til 60 prósenta liðleiki var svo stopp og ekkert að gerast þrátt fyrir æfingar og sjúkraþjálfun en svo gerast kraftaverkin og einn daginn þá bara við minsta álag og vondur verkur verður og brak og brestir verða það er vont á meðan það gerist og í þessu tilfelli þá er bara að ganga áfram og etir stutta stund þá er líðan miklu betri svona eins og eftir að hafa lent hjá hnikkara,

vont en verur miklu betra Woundering

s,l. rúmlega viku þá er þetta einmitt að gerast og eftir síðústu heimsókn til sjúkraþjálfara þá var hreifigeta betri og beyjugetan orðin 75 prósent Smile og vantar bara 20 prósent upp á að geta hjólað og þá er stefnann sett á spinning en hjól er það besta við að ná lærvöðvum aftur í góða virkni en þeir vöðvar hafa ekki virkað rétt í almörg ár,hnéskeljar á hlið og allt sem tengisr því vinnur ekki rétt,sem leiðir eitt af öðru.

í gær þá fór húsbóndin á háaloftið með sleðann og skóflur eigum ekki von á að það verði notað meira þennan veturinn en aldrei að vita og þá er ekki langt að sækja,og í staðin þá voru gömlu hjólin litlu púkanna sótt og fórum við ferð í norðann kuldanum en velklædd í göngu það er að segja foreldrarnir en börnin á hjólunum og mikið gaman og fjör litla daman að detta en fannst gaman og þegar stóra langa brekkan upp að skipastígunum bar við þá áttum við foreldrarnir von á að þurfa að ýta við hjólum á upp leið en viti menn stráksi hjólaði alla leið upp en ekki á neinni svaka ferð en stoppaði einu sinni svona til að ath með litlu systur sem var nokkrum sinnum stopp á  leiðinni upp en sá að hjálpin var alveg við rassinn á henni og tók af stað í brekkunni og kláraði brekkuna og var nokkuð Cool á leiðarenda

og með vindinn á móti sér og norðan garrinn er oft hér í bæ harður, kaldur og sterkur.

þegar á skipastíginn var komið,,heim til teindó,,gott að setjast niður og fá heitt í kroppinn okkur var boðið í grill seinnipartinn,við röltuðum heim með vindinn í bakið og gekk sú ferð nokkuð fljótari heim en uppeftir,komum við á leikskólanum okkar og hjóluðu púkarnir meira og meira,húsfreyjan fór reyndar strax heim og tók þvott af útisnúrunni og heingdi aftur upp.gott að komast heim og notaleg heit biðu okkar,fórum í svaka gott grill og lambakjöt ásamt nautakjöti beið okkar Kissing

breiðholtsfjölskyldan kom en dóttir okkar sú eldri var hjá þeim eftir bæjarferðina okkar föstudaginn,en litlu púkarnir fóru til læknis og rörin tekin í stuttri svæfingu,,merklegt hvað tvíburar fá  athygli og sérstaklega nefnir fólk tvíbura af stiitthvoru kyni og þegar okkar púkar eiga í hlut en ólík eru þau en dýrka hvort annað,geta átt sitt hvor vinahóp og hafa alltaf átt sinn hvor hópinn á leikskólanum en ef eitthvað hendir annað hvort þeirra þá vilja þau hitta hvort annað áður en fóstra sinnir þeim svo má fóstran hlúa að,eins er það hér heima þau leika sér alltaf saman og nánast án árekstra að ráði, 

þeim er stíað í sundur eða þau fara án hvors annars eitthvað en ekki líður löng stund þar til þau spyrja um hvort annað og dramatíkin tekur völd Crying

en heimsóknarferðin hjá læknir gekk vel,en svo er eftirlit eftir sex vikur og fram af því meiga þau ekki dífa höfuð á kaf í vatn og sundferðir bannaðar þangað til,

elsta dóttirin komin í páskafrí bæði í skóli og fótbolti frí en hún saknar meira fótboltaæfingarnar en er dugleg að æfa með pabba sínum svo er stutt í fyrsta mót í röð Faxamótsins en fyrsti leikur fer fram hér í bæ 10 apríl en þá eru það A og B lið sem keppa en C lið seinna það fer svo eftir í hvaða liði daman lendir,já og bústaður hefur verið pantaður og lendirþað á þeirri helgi,hjónin hafa ekki gert upp við sig hvað á að gera,en foreldrafrí þá helgi eða fresta bústaða þar til daman keppir ekki og fara saman Errm  en ákvörðun hefur ekki verið tekin.

höfum gaman af lífinu,höfum gaman af og njótum þess að vera úti við og sjá náttúruna vakna,klæðum okkur vel og njótum útiverunar í norðan garranum,eldgos heilla og það er flott að sjá myndir í fjölmiðlum og gaman væri að sjá stórlegheitin fyrir augum sér en þá er bara að skella sér með smá undirbúningi um páskanna og njóta þess sem fyrir augu berast,náttúran er óútreiknanleg en við getum notið hennar með góðum undirbúningi,ekki hefur verið tekin ákvörun hvað við gerum en þessar slóðir eru okkur ekki alveg ókunn,ekki höfum við gengi fimmvöruhálsin en ætlunin var að fara þá leið á jónsmessunótt,en Þórsmörk,Básar og Emstrur eru okkur vel kunn ásamt Skógar.

með þessum orðum kveður húsfreyjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband