Gott að vera heima

dásamlegt og dásamlegt Joyful

dagurinn í gær hófst snemma hjá bónda,vinnann kallaði að vakna hálf sex,húsfreyjan var reyndar búin að vera vakandi síðan rúmlega fjögur þá nótt,fór á fætur með bónda og lítill morgunverður tekin snemma,elsta dóttirin vaknaði um sjö og var ennþá dálítið lúin eftir helgina,púkarnir vöknuðu hálftíma seinna og vel hvíld eftir tæpa tólf tíma svefn,húsfreyjan skammtaði hafragraut á diska og lýsið ásamt mjólk gert klárt,litla daman mjög dugleg að taka sýklalyfið og ætlaði sér að láta sér batna svo að sundlaugin verði heimsótt sem fyrst,röltum á leikskólann um hálf níu og upp úr kl níu fór húsfreyjan til sjúkraþjálfarans,verkir sem höfðu haldið húsfreyju vakandi s,l. tvær nætur var aðalega vegna verkja í öxlum,liðurinn í ólagi og ekki ósvipað og með hriggjaliði og mjaðmir,leiser og kaldur baxtur ásamt kæliplásti í lokin,þarf að taka æfingar léttari en hefur gert en alls ekki hætta enda stóð það ekki til ásamt viðbótum teygjum.

heyrði líka í sála og það er afturhvörf varðandi andlega líðan,helgin setti þar eitthvað strik,en allt er þetta vinna og það þarf að vinna vinnuna á sinn hátt,púkarnir sóttir um kl hálf tvö og áttum við skemmtilegan dag heima,ætluðum reindar að heimsækja afa og ömmu í efri byggð en gleymdum okkur hér heima og fyrr en varði þá var komin kvöldmatur,fiskibollur að hætti húsfreyju sem hakkaðar og steiktar daginn áður úr stútfullri skál af þorski,uppáhalds matur ásamt karteflum og brúnni sósu Smile

dagurinn endaði snemma og þreyttir púkar sofnaðir eftir kvöldsöguna kl átta,elsta dóttirin fór ásamt vinkonu og vini á fyrsta skólaballið með elsta stiginu,ekki svo mikil stemming fyrir ballinu,en Ingó og veðurguðirnir skemmtu þeim,það var bara fínnt ball sagði hún eftir ball en faðir hennar rölti upp í skólann upp úr kl hálf ellefu og fylgdi henni heim,daman er frekar róleg og jú dansaði smá en fanns þungt loftið og mikill hávaði,fór oft að fá sér ferskt loft,og var fljót að sofna Sleeping

upp úr kl sex í morgun rumskaði húsfreyjan eftir betri svefn þessa nóttina,rölti framm og skellti haframjöl í pott,eldaði grautinn og skreið aftur í bólið,engin klukka hringdi svo að við fórum ekki framm fyrr en rúmlega sjö,elsta dóttirin þurfti ekki að mæta fyrr en hálf tíu,notalegt að fá dags birtuna inn með morgunverðinum,í rólegheitum nutum við morgunverðarinns.

púkarnir á leikskólann í fylgd pabba síns en húsfreyjan átti stund með elstu dótturinni fyrir skólatímann,skellti í bakstur og útbjó hafrastangir,,gerð ný tilraun,,og bara nokkuð gott ætla að taka smakk handa vinkonu en í kvöld ætlum við að skjótast á kynningu hjá Guðbjörgu systur í kvöld,

eftir frágang og kaffibolla þá var skellt sér í útifatnað og gönguferð tekin ekki langur en það munar um allt,og fínt að nota göngustafina,en öxlin kvartaði og kvein en gangan kláruð og hálftíma seinna komin heim og heima beið bóndinn,hann ætlaði að skjótast í bæjarferð og húsfreyjan boðin með,við skelltum fyrirfram hádegismat á borðið,,afgangur af fiskibollum,,og um leið og síðasti bitinn rann niður fékk bóndinn hringingu og vinna beið hans,og bæjarferðinn bíður betri tíma,

rest af deginum verður að venju skemmtilegur,ætlum að skella okkur í heimsókn eða gera tilraun með heimsókn til afa og ömmu,en eftir gistinguna s,l. helgi þá gleymdist litli bangsi stráksa og er hans sárt saknað Crying og þarf að leita vel og vel að sögn stráksa.

bóndinn á bænum skartar nú ört vaxandi yfirvara skeggi,,mottu eitthvað,,sem hefur vakið athygli púkanna hér þau sína það alveg hversu Undecided óákveðin,GetLost hneikslun,Wounderinghugsandi svip þeirra þegar faðir þeirra er hér heima,og sérstaklega litla daman ýmislegt er hægt að lesa úr hennar svip,stráksi horfir aðalega og segir ekkert,elsta daman hristir hausinn og húsfreyjan telur daganna fram að næstu mánaðarmótum,allt of langt þangað til en bóndinn styður góðan málstað,

já það er gott að vera heima,eiginlega of gott,fer samt stuttar gönguferðir,nennir eiginlega ekki að sitja í heimsóknar kaffidrykkju,,á reindar ekki gott með að sitja,,það er svo margt að gerast úti í náttúrunni,garðarnir eru að vakna til lífsins og vorilmur í lofti,frábært að njóta útiverunnar og hlakkar okkur mikið til þegar hlínar aðeins betur og sundlaugin heimsótt,sem betur fer er mjög stutt á leikskólann og púkarnir finnst óskaplega spennandi að fá að fara á undan eða alein eins og þau vilja meina,annaðhvort heim af leikskólanum eða á leikskólann,ekki er þörf á leiktækjum í garðinn og sparnaður þar Wink við kaup á tilgerðum leiktækjum,allt til alls bara hér rétt hjá,og ekki þörf á að fara yfir götu og er það stærsti kosturinn.

húsfreyjan ætlar að skella í hveitikökur með grjónagrautnum að þessu sinni í kvöldmat,púkarnir fá að hnoða og rúlla keflinu ekki leiðinlegt,fljótlegt og þægilegt,

húsfreyjan kveður þar til næst,skellið ykkur í göngu ferð um hverfið það er bara frábært Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband