15.3.2010 | 10:58
fórum í ferðalag
er ekki bara komin tími á færslu hjá húsfreyju
ekki er hægt að hrópa húrra yfir tölvunotkun hér á bæ,við höfum einfaldlega ekki nennir og svo hafa kvöldin farið í ýmsar pælingar og ráðagerðir,komum heim í gærkveldi frá höfuðborg norðursins,við hjónakornin skelltum okkur með frumburðinn á goðamótið í fótbolta áttum ekki von á neinni afslöppunarferð,púkarnir fóru sína fyrstu helgarpössun heima hjá afa og ömmu hér í efra hverfi,voru sótt á leikskólann um það leiti sem við rendum í borg norðursins,lögðum af stað rétt rúmlega átta s,l. föstudagsmorgun og fylgdu okkur tvær auka stelpur og þið getið rétt ímyndað ykkur já þrjár stelpur saman komnar í bíl rétt rúmlega fimm tíma ferðalag,
mikið gaman mikið fjör.
glerárskóli tók á móti ferðalöngum frá suðurnesjum kl þrjú,þá lauk skóla og inn streymdu aragrúi af stelpum ásamt fylgdarliði,skólastofur fylltar og drifið sig að koma sé fyrir,fyrstu leikir kl fjögur en okkar stelpur aðeins seinna, a,c og d lið skipuðu okkar stelpur,fyrir þá sem vilja skoða myndir þá má skoða það á htt://godamot.blog.is
eftir annasaman dag og stelpurnar komnar í sína stofu kl að verða tíu þá fórum við hjónin í þessa líka fínu litlu blokkaríbúð,,á efstu hæð,,sem frændi bóndans á en hann og fjölskylda fóru á Grenivík þessa helgi,örþreytt lögðumst við fyrir framan sjónvarpið og ætluðum aðeins að skapa notalega stund,,en nei húsfreyjan fór að hrjóta að sögn bóndans og henni skipað að koma sér bara í bólið og sofa þar og með duldum litlum krafti komst húsfreyjan í bólið og rotaðist þar til kl sjö morgunin eftir,bóndinn kom víst stuttu seinna eftir að húsfreyjan skreið í bólið.
vöknuðum hress morguninn eftir,úti var fínt veður snjókoma og logn,bóndinn bauð konu sinni á kaffi hús og valdi líka þennan fína morgunverð,,ásamt fullt af kaloríum en það er hugurinn sem skiftir öllu,,
drifum okkur í skólann en daman hringdi í okkur og bað okkur að koma og horfa með þeim á leik hjá hinum grv stelpunum,áttum við vakt kl eitt en við fórum og lögðum okkur eftir áhorf á fínum leik,
mættum á tilsettum tíma og stelpurnat okkar misþreyttar en gerðu sitt besta,ísferð og hin frægi Brynju ís smakkaður það voru önnur hjón sem tóku það að sér að taka rútuna með stelpunum,hinsvegar fengum við okkur kaffi
hressar stelpur eftir ísferð biðu eftir næsta leik en ávaxtastund fyrst ekki dugir bara ísinn þegar orkuna vantar ekki fúlsuðu þær við niðurskorna ávexti og hvöttu stelpur ekki bara okkar heldur nýjar vinkonur sem þær eignuðust í rútunni,sem urðu svo mótherjar seinna en gaman að fylgjast með og næstum allar unnu glaðar við sitt,
vakt okkar lauk kl fjögur en við kláruðum leik og yfirgáfum skólann rúmlega fimm,ekki átti að taka fram potta eða pönnu þessa helgi nei takk sagði bóndinn heldur dreifa hann sig með konu sinni á matstað og tókum við pöntun heim ásamt viðkomu í nammibarnum,og ein hvítvinsflaska plús tveir bjórar voru kvöldnesti okkar,fór það vel niður og nutum við dekrið
heitt og notalegt bað ásamt hvítvíni er það ekki bara fínt,litum aðeins á sjónvarpið og vorum nokkuð lúin og svefninn tók völdinn fyrir kl ellefu,það er nú meiri orkan sem þetta hjónasett hefur og vakna snemma morguninn eftir og vorum komin upp í skóla kl hálf níu,,hvað er að kunna að sofa út
stelpurnar að tía sér á fætur og við fórum með þær í morgunmat,fyrsti umspilsleikur rúmlega hálf ellefu,hörkuleikir hjá okkar tveimur a og c fengum að nota velli hlið við hlið enda bara einn þjálfari en bóndinn var settur á milli vallanna með þjálfaranum og gerðist aðstoðarþjálfari og gekk bara nokkuð vel og stelpurnar sýndu hörkuleik.
mótslit voru kl tvö en þá var nánast allt komið út úr stofunni,rest af samlokum grillað ofan í stelpur og foreldra meðan gengið var frá,við hjónin skiluðum lyklunum af kósííbúðinni og kvöddum á planinu,
drifum okkur í höllina,og hlutu stelpurnat bestu verðlaunin en það er háttsettisbikarinn fyrir kurteysi og framkomu ekki leiðinlegt það á sínu fyrsta goðamóti,grillaðar pilsur og við lögðumaf stað suður kl hálf þrjú,aðens einn stoppustaður og staðarskáli var fyrir valinu,við vorum búin að lofa stelpunum smá nammi dag á heimleið sem þær tóku vel,,skrítið og auðvitað mikið fjör og gaman á heimleið.
komum heim hálf átta og voru afi og amma búin að koma með púkanna heim og setja í náttföt,gleði og smá tár eftir aðskilnaðin en gaman hjá öllum þessa helgi.
annars svo sem ekkert að frétta,púkarnir heimsóttu háls,nef og eyrnalæknir s,l. miðvikudag bara þetta venjulega eftirlit og litla daman fékk sterkt pensilin vegna langra kvef,hor og hósta og er hún þá með stíflað ennis og kinnholur,en stráksi bara fínn en nú í enda mánaðarins á að fjarlæja rörin þau eru búin að gera sitt gagn,nú þann sama dag ákvað húsfreyjan að baka pönnsur og kaupa ís,var það að sjálfsögðu borðað með beztu list ásamt söngur sem börnin buðu mömmu sinni upp á í tilefni dagsins,það á að fagna hverju afmælisári því það er ekki öllum sjálfgefið að ná líka þessum fína aldri og með bros á vör hlakkar húsfreyjan að bæta við fleirum afmælisdögum í sitt líf.
nú tekur við ný vika og tökum við því fagnandi,ásamt hækkandi sól og hitatölur aðeins hækkandi með sólinni,það var líka yndislegt að eiga góðan tíma með ,,litlu systur,, þegar hún kom í eina viku nú í byrjun marz,við getum mikið skemmt okkur hér heima við og notið stundarinnar,söknuður þegar hún fer en hittumst þegar hægt er en spjöllum líka mikið í síma.
húsfreyjan ætlar að kveðja og vonandi líður nú ekki alv eg svona langt á milli þar til næst
en hafið það sem allra best
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.