ég vil verða fimm ára núna,en verða að bíða í átta mánuði

en mamma það er svo erfitt að bíða segja yngstu börnin og setja upp GetLost svip,þá eru afstaðin tvö afmæli dótturinnar,fyrst vina afmælið á laugardaginn og svo fjölskyldan í gær,fámennt en góðmennt,mikið gaman og mikið fjör,13 krakkar í vina afmælinu hér heima og gjafir og peningar hrönnuðust hér upp eins og um fermingu væri að ræða,kræsingar gerðar góð skil og svignaði eldhús borðið undan brauðtertu,rjómatertu með perukremi,pönnukökur að hætti teindó,sjónvarpstertu að hætti Guðbjargar systur,,kom óvænt með köku í veisluna ekki leiðinlegt það Smile,, marensterta skreytta með súkkulaði rjóma kremi og ávöxtum,súkkulaði afmælisterta,ummm svaka gott og ekki mættu nema ca helmingur en þá fær frystirinn að geyma rest,,húsfreyjan bíður upp á afganga úr frystir  þegar hennar afmælisdagur rennur upp eftir nokkra daga Wink,,

síðustu gestir fóru rúmlega sex og þreyttir púkar í bað á meðan gengið var frá,gólf skúruð og ekki veitti af,,það á sko ekki að þrífa fyrir afmæli,,skyr í kvöldmatinn gerð góð skil og upp úr kl átta voru púkar sofnaðir eftir annasaman dag spennt fyrir fótboltaæfingunni og svo afmælið,

elsta dóttirin örþreytt og var sofnuð um kl níu og foreldrarnir komu sér vel fyrir með sitt hvora bókina og lásu aðeins fyrir svefn,

vöknuðum vel hvíld kl sjö í morgun,hafragrautur,lýsi,ab mjólk og cheerios á morgunverðaborðið,elsta dóttirin byrjaði daginn á íþróttum,púkarnir á leikskólann og bóndi til vinnu,húsfreyjan tók rúnt í rokinu og fann fréttablaðið kom við í íþróttahúsinu og daman fékk far niðrettir í skólann,stuttur skóladagur hjá henni í dag og líka hjá púkunum,það er bæjarferð upp úr kl hálf tólf en púkarnir eiga að mæta í sér skó mátun í orkuhúsinu kl hálf eitt,ætlum við bara öll að taka frí saman og bónusferð á heimleið,reyndar ætla púkarnir að gefa systur sinni afmælisgjöf og efst á óskalistanum eru fótbolta sokkar við íslenska fótbolta búninginn og fær verslunin jói útherji heimsókn frá okkur Smile

húsfreyjan er að taka ýmislegt úr skápum og gefa frá sér eða koma fyrir í geymslu á háaloftinu,allt sem tilheyrði púkunum fyri nokkru er komið í geymslu eins og rúmfötin fyrir barnasængurnar og lítil teppi merkt þeim, en nánast öll föt fara til tvíbura norður í landi það er að segja föt sem eru eins á bæði börnin en svo fá börn vinkvenna það sem sitt af hvoru,en fullt af fötum farin og það er einmitt svo gott að geta gefið og þegið föt,er búin að vera að leita af útigalla á stráksa og hafði orð af því við frænu sem á jafnaldra strák,hún kom sama dag heim og færði stráksa þennan líka fína útifatnað,,reyndar dálítið stórt en engu að síður frábært að fá og stráksi mjög glaður ekki eins og strengja brúða Pinch,,eins kom ein fóstran fa deildinni þeirra og fann hjá sér útigalla og ætla að ath hvort hann passi betur svona til að klára veturinn en fyrir næsta vetur er búið að redda Joyful

húsfreyjan nýtur frábærar tónlistar á meðan þessi skrif fara fram,Rúnar Júl í spilaranum og sólin vermir inn um stofu gluggann,fyrsti kaffibollinn rennur ljúflega niður,það er yndislegt hvað það birtir fljótt og ekki nótt eins og púkar segja þegar þau rölta þessa stuttu leið á leikskólann á morgnanna,en kaldur er norðan vindurinn og kröftugur þennan morgun en þá er bara að klæða sig vel og demba sig út.

en jæja það stittist í að púkarnir verða sóttir og ætlar húsfreyjan að gera nokkur húsverk áður,vonadi njótið þið dagsins 

kv húsfreyjan í neðri byggð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband