hvar er nú talvan ?

smá snurfuss s,l. viku og talvan fór ofan í kassa með svona ýmsum fræðiritum í tiltektinni,svo sem ekki mikill söknuður en sam tgott að hafa tölvuna annarsstaðar en ofan í kassa,það þurfti að borga göt í vegg og þá var tilvalið að endurskipuleggja pínu lítið í okkar ,,stóru stofu,,eða hagræða betur og skapa aðeins meira pláss,gamli lúni skápurinn var færður til svo hægt væri að bora gatið,það er nú meira hvað hægt er að koma miklu fyrir bak við lokaðar hurðir sem ekki sést í gegn um skápurinn sem sagt tæmdur og aragrúi af listaverkum barnanna sem áttu fyrir löngu að vera komin á auða vegginn í ganginum litu loksins dagsins ljós,fínu glösin ásamt styttum pússað og komið fyrir í hreinann skáp og á nýjum stað,

s,l. föstudagsmorguninn fengu listaverkin loksins að njóta sín og kemur bara já nokkuð fínt út,húsfreyjan þurfti að láta tímann líða þann morguninn en mátti ekkert borða frá því um kl sjö um morguninn en upp úr kl eitt var tannlæknirinn heimsóttur og svæfing vegna endajaxlatöku og gamall silfur tekið en engar venjulega deifingar virkuðu svo að nú var bara kella svæfð,svo sem ekkert slæmt að sofa þegar allar nema ein tönn í efri góm fá nýtt útlit,skemmdir byrjaðar undir fyllingum en sem betur fer enginn tannpína hefði ekki lagt í það Frown eftir ca þrjá tíma vaknaði kella og það var svona eins og að hafa fengið valtara yfir andlitið og efri hluta baksins,en allt gekk vel og svo vara bara slípað aðeins til daginn eftir já á laugardegi var önnur bæjarferð og tannsi klára það litla sem eftir var,en reindar þarf sérfræðingur að taka síðasta jaxlinn vegna tauga sem liggja eitthvað vitlaust,ekki gott að eiga það á hættu að lamast í andliti ef eitthvað fer úrskeiðis,

svo að fljótandi fæði var helgarmaturinn en allt er þetta að komast í venjulegar skorður,gott að komast í ræktina í morgun með nýja spilarann á fínu verði keifur í bæjarferðinni,allta annað að æfa með sína musik,nenni ekki að æfa með útvarpið á og kjaftagang,bara í mínum eigin heimi Joyful

hækkandi sól og daginn tekinn að lengjast og þá er fínt að taka til við ýmislegt svona til að lífga upp á tilveruna,fá sér ný blóm skifta út gardínum,,eða sauma nýjar úr gömlum,,fara yfir fataskápa en hér á bæ stækka börnin hratt eiginlega of hratt,,bóndinn fer reglulega á háa loftið og tekur niður fatakassa en litlu fötin fara til vinkvenna,svo að hægt og hægt minkar fatabyrgðirnar á loftinu en af nógu er að taka svona fyrir litlu dömuna en með stráksa þá er svona verið að snapa aðeins lánuð föt af frænda sem er hálfu árinu eldri en ef stráksi ætlar að halda þessum öra vexti áfram þá nær hann frænda sem er langur og grannur en stráksi jú orðin 108 cm á hæð og bara 20 kg nú fyrir mánuði á meðan jafnaldra systir er 99 cm og 3,2 kg léttari FootinMouth svo sem ekkert óeðlilegt við púka sem verða 5 ára næsta haust

ætla í bæjarferð með vinkonu í fyrramálið,og slæpast aðeins og skoða rest af útsölum,en fékk póst frá Adams verslunni að þar væri fínn afsláttur og kuldafötin með góðum afslætti,hægt að gera kaup á setti á innan við sexþús kall,það verur bara að skoðast og sérstalega vegna þess að kuldaföt púkanna eru að verða of lítil,

en jæja nú tekur við gönguferð á leikskólann og að taka á móti stóru stelpunni heim úr skólanum,og kvöldið bíður með saumó,hlakka W00t til

kv húsfreyjan

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

241 dagur til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband