úff hvað tíminn líður ansi hratt

helgin afstaðin og ný vika framundan,ótrúlegt hvað frídagar eru fljótir að líða en við höfðum það náðugt þessa daga,vakna snemma borða morgunmat,,meira að segja er hafragrauturinn eldaður um helgar Wink hef fengið frábærar hugmyndir frá bloggvini ellahelga.blog.is húsfreyjan hvetur ykkur til að skoða það sem hún snildar fram hafragrauta og ýmsa rétti bæði hollt og gott,, bóndinn var reyndar í vinnu á laugardaginn en gaf sér tíma til að líta á handboltaleikinn,eldri dóttirin fór á hlaupaæfingu hjá fótboltanum og púkarnir púkuðust hehe.teindó kíkti við og horfðu á leikinn með okkur,kvöldið rólegt og svefninn náði tökum fyrir miðnæti,

að venju ræs snemma á sunnudagsmorgunn kl að verða sjö og ekkert annað í stöðinni en að drattast á fætur enda hefði rúmlega eitthvað lengur verið bara vont fyrir aumann skrokk,eftir fínann morgunmat og gott kaffi tók við nokkur húsverk enginn asi þar,bóndinn í smá vinnu og spennann magnaðist þegar hádegið tók völdinn,jamm úrslitaleikurinn hafinn og þá var að skifta hlutverki með púkanna en þau áttu æfingu hjá yngsta flokk í fótboltanum frá frá kl hálf þrjú til hálf fjögur og ákvað húsfreyjan að fara með þau í höllina,en vegna veikinda hjá þeim hafa þau ekki komist mikið,þetta eru tíu skifta námskeið sem er fullt af leikjum og léttum æfingum einn dag í viku,og er nokkuð fjölsótt af leikskólabörnum,þetta var mikil skemmtun og kom elsta dóttirinn með og hafði gaman af fíflaháttum fyrrum þjálfara sínum,

reglulega sendi bóndinn sms boð um gang leiksins sem endaði vel W00t frábært hvað þessi litla þjóð sem hefur ekki úr stórum hópi að velja en getur ótrúlega náð þvílíkum árangri á móti margmilljónum manna þjóða í handbolta,erum þegar farin að hlakka til heimsmeistaramótsins á næsta ári.

rest af sunnudegi leið hratt og áður en við vissum af var komið kvöld,eftir að púkar voru sofnaðir og eldri dóttirin lagðist á koddann upp úr kl tíu,þá kom upp mikil sifja hjá húsfreyju en langaði samt ekki að fara alveg strax að sofa,þá var stefnann tekin á bókaskápinn og bók sem bóndinn fékk í jólagjöf útkall við látrabjörg tekinn út og með húsfreyju í bólið og lesturinn hafinn og mögnuð bók svo spennandi að lestri lauk þremur tímum seinna og bókin lesin upp til agna,hvet ykkur eindregið til að lesa þá bók,langar að segja meira um bókina en NEI en hún er sko þess virði að vera lesin,

bóndinn kláraði að horfa á mynd og hafði orð á að það væri komin tími á að lesa bókina þegar upp í rúm var komið,en slappur er bóndinn með einhverja pest í hálsinum og með þessa fínu viskírödd LoL já ok það er nú ekki fyndið að fólk sé lasið en röddin er bara fyndin,en fljótt sofnaði bóndinn,og bókin bíður betri tíma en ekki svo lengi að bóndans sögn,

sem sagt seint fór húsfreyjan að sofa og svaf svo sem ekkert vel,var rétt ný sofnuð,,eða svo fannst húsfreyjunni,,þegar klukkan rak upp gól rétt fyrir kl sjö jamm á fætur og kveikt undir potti og annar morgunmatur tekin til,rúsínur,kanill og epli í grautinn og borðaður af bestu list Joyful en morgunmaturinn borðar húsfreyjan með lappir upp á stól og þráðbeint bak svona til að verkjastilla sig og sit svona í um hálftíma,annars er bara ekki hægt að ganga,hef reynt margt en fann þetta upp í haust.nú stóra daman dreif sig í göngu úr neðra hverfi og í íþróttahúsið sem er eða var efst í bænum fyrir ekki svo löngu síðan en bygðin hefur heldur betur stækkað,fyrsti tíminn var íþróttir,bóndinn fór með púkanna þessa stuttu gönguferð á leikskólann og svo í vinnu,húsfreyjan í íþróttagallann og í orkubúið í tæpann klukkutíma

gott að komast heim og fá sér aðeins að borða en ristað brauð með eplum og banana var í boði,

ætla svo að dunda við sitt lítið af hverju með húsverkin í dag,næ í púkanna kl tvö og hjálpa til við heimalærdóm,með þessum orðum kveð húsfreyjan,hafið það sem allra best


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband