19.1.2010 | 16:52
hugurinn er hjá systur
s,l. sunnudag átti að koma þessi fína færsla en kvöldið fór í bið eftir fréttum en litla systir,,fósturdóttirin,,lenti í bílveltu með frænku rétt fyrir utan Grundafjörð seinnipartin á sunnudag,þær höfðu verið hér um helgina og fóru af stað rúmlega hádegi en oft hefur systir farið þessa leið og þekkir leiðina vel,en þetta leit ekki vel út og kom þyrlan á móts við sjúkrabílinn,frænka slapp ótrúlega vel er lemstruð og tognuð á hendi en systir misti meðvitund en bílinn fór einhverjar veltur en endaði á hjólunum í fjöruborðinu,frænka reyndi að stoppa umferð en ekki gekk það en hringdi í neiðalínuna,systir komst til meðvitundar og í miklu sjokki,hún man lítið en hringdi í kærastann sem kom rétt á eftir sjúkrabílnum,á spítalanum gekk nokkuð vel,engin aðgerð var en sauma þurfti 40 spor í höfuðið, höfuðið mikið bólgið og andlitið,vinstri hendi í spelku en vegna bólgu var ekki hægt að sjá brot í myndatöku,vísifingur sömu handar saumaður að innan og utan,hriggjaliður brákaður eða brotinn,lungun ekki eins og þau eiga að vera en hún liggur á hjarta og lungnadeild,við heimsóttum hana í gær en börnin voru heima,það var mjög erfitt að sjá systur enda er hún svona eins og börnin okkar,hún var samt nokkuð hress en átti erfitt með að halda mat niðri,hún hringdi áðan en gat talað stutt,hún átti að fara í augnskoðun en fresta þurfti vegna örar hjartsláttar,hún ætlar að hafa samband þegar hægist um en hún var að fá heimsókn,fjölskyldan og Jói er mikið hjá henni,það er samt erfitt að heyra sögur í bænum um hennar ástand,og þegar logið er til um líðan og segja frá svo langt frá sannleikanum,já sumt er betra að spyrja um en ekki segja bara eitthvað,en við vitum að sá aðili hefur heyrt rétt en sagði ekki rétt frá,ljótt að heyra.
við förum bæjarferð á morgun en húsfreyjan fer að hitta bæklunarlæknirinn og ætlum að hitta systur þá,en jæja ætli það sé ekki best að snúa sér að öðru,nokkur heimilisverk bíða eins með kvöldmatinn hann er í ofninum og kvöldið verður í rólegheitum hugsanlega verður snemma farið í bólið en húsfreyjan sofnaði hálf níu í gærkveldi eftir erfiðan sólahring en nóttina á undan var svefninn ca þrir tímar en það var gott að sofa til sjö í morgun,en hafið það sem allra best,
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.