loksins í Orkubúið

þá er að gera tilraun með smá færslu en nennirin er ansi oft til staðar á kvöldin en núna er einhver auka orka og er ennþá vel vakandi W00t en svona frá því síðast,þá erum við búin að fara á flakk og alla leið vestur á Rif á Snæfellsnesi en þar býr elsta barnið,,litla systir,,hún hringdi á laugardagsmorgun og saknaði okkar svo við ákvöðum í skyndi að bruna vestur henni til mikillar ánægju og okkar að sjálfsögðu Joyful lögðum af stað héðan í hádeginu og vorum þrjá tíma á leiðinni,þetta var okkar fyrsta heimsókn til hennar vestur,,þótt fyrr hefði verið,,við gistum nóttina í góðu yfirlæti þar mikið spjallað og hlegið langt fram eftir kvöldi en púkarnir voru sofnaðir um kl níu enda mjög lúin eftir ferð og útrás,heimferð kl tvö daginn eftir og það verður fljótlega farin ferð vestur.

grænt ljós komið á æfingar í Orkubúinu og fyrsta æfing í morgun,mál tekin af húsfreyju og það kom bara á óvart hvað líkamsástandið var gott miðað við kyrrsetu í þrjá mánuði,fyrstu æfingar í Rope Yoga og svo nokkrar lyftingar æfingar fyrir efri hluta líkamans,fórum yfir mataráætlun en svo sem ekki miklu að breyta en breytinga þörf Wink 

það var mjög góð tilfinning að komast á æfingu og er stefnan lítið á hverjum degi og auka smátt og smátt,gerðum 12 vikna plan og endurskoðun vikulega ásamt yfirlit með matardagbók,húsfreyjan kann þetta það er bara að byrja og halda áfram þótt á móti blási,enda ekki auðvelt að byggja upp líkama sem vegna bæklunar er upphaflega eru í fótum, og hafa herjað á meiri hluta ævinnar og þurfa svo að byrja upp á nýtt en bjartýsýni og með dyggri aðstoð þá er allt hægt,svona eins og sagt er að byrja upp á nýtt að ganga rétt,

en tíminn líður húsfreyjan þarf að gera fleira áður en kvöldmatur hefst,fjörugir púkar og svo bíður eitthvað af þvotti ásamt uppþvottavél,já svona venjuleg húsmóður og freyju,

kveð þar til næst 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband