ferð á jökul

nýja árið byrjaði með nýársferð s,l. laugardag en þá var ferðinni heitið á Langjökul snemma þann morgun kl átta lögðum við af stað héðan og ætlunin var að fara frá Breiðholtinu kl níu,með í för var Breiðholtsfjölskyldan ásamt tveimur öðrum jeppum,eitthvað töfðust þessir sem bættust í hópinn og við ókum af stað frá Höfða hálf ellefu enda tekur sinn tíma að aka leiðina ef hægt yrði ekið,fyrst ókum við að Þingvöllum og rétt náðum að sjá sólina koma upp og heiðskýr himinn,þaðan lá leið inn í Kaldadal og svokallaður línuvegur ekinn að jöklinum og þvílíkt útsýni og fegurð,auðvitað var mikið af myndum tekið og ætlar bóndinn að skella þeim inn á bloggið hið fyrsta,

það var mikið af fólki á alskonar farartækjum svo sem jeppum,sleðum og einhverjir voru á skíðum og stigasleðum það var besta færið á jöklinum harðfeni og glampandi sól en svo fór aðeins að vinda og þá varð mjög kallt,en börnin voru búin aðleika og við ákvöðum að halda yfir jökulinn og á milli Klakka og Geitlandsjökul fram hjá skálanum Slunkaríki og áfram niður með Skjaldbreið,á þessari leið var lítill snjór og því misgrýtt en á góðum jeppa og hægt farið yfir þá er leiðin bara skemmtileg og útsýnið á svona degi er ólýsanlega fallegt,

við héldum svo aftur upp á línuveginn sömu leið og við komum alla leið í bæinn,við vorum heima kl sjö um kvöldið og ellefu tíma ferð og var skemmtileg fyrir okkur öll,börnin hafa sem betur fer gaman af ferðum,,þurfum reyndar að gera ráðstafanir með ferðaveiki,,en það gengur bara vel.

sunnudagurinn í rólegheitum,það var komið að húsfreyjunni að halda systra jóla boðið en þá komum við hver með eitthvað á borðið og höfum góða stund,í ár var fremur fámennt en góðmennt,pönnukökur með bláberjasultu og rjóma sem Guðbjörg systir kom með og bakaði húsfreyjan gómsæta súkkulaði köku ásamt þeyttum rjóma og auðvitað var búið til ekta súkkulaði,veisluhöldum lauk kl sex og börnin báðu um kvöldmat ,jamm skyr skildi það vera og ekkert múður enda oft sem það endar sem kvöldmatur þegar tíminn hefur hlaupið með okkur,

snemma á mánudagsmorgun fórum við bæjarferð en ekkert af börnunum fór í skóla,þau áttu tíma hjá stoðtækjasérfræðingi,og á móti okkur tók ávænt frænka sem er hjá Stoð,það var gaman að hitta hana og börnin voða stillt og verðlaun í boði,elsta dóttirin þarf aftur að fá innlegg en púkarnir þurfa að fara til sérfræðing með barnafætur en ef hann vill ekkert frekar gera en að skella innleggjum þá ætlar frænka að taka með heim ,,en hún býr hér í bæ,,þau á áhöld sem þarf til að taka mót af fótunum,svona til að spara okkur ferð í bæinn,en það eru líkur á að púkarnir þurfi sérskó og þá er betra að hafa allt á hreinu með það.

en í morgun fóru nú allir að heiman,börn í skóla og leikskóla,bóndi til vinnu og húsfreyjan í bíltúr svona aðeins til að æfa sig áður en heimsókn til sjúkraþjálfarans,það gengur bara allt vel þar,beyju geta hnésins er orðin ca 50 prósent,og var byrjað að gera ástandsmælingu fyrir æfingaprógramið í Orkubúinu,hinsvegar eru miklar bólgur djúpt í baki og mjöðmum og tilmæli að fara til læknis í fyrramálið og ath með bólgu eiðandi lyfjakúr í hálfann mánuð,reiknaði með frekar sterkum lyfjum og fara extra vel með sig á meðan og byrja rólega á æfingum en það sem hefur skift miklu eru teyjur og aftur teyjur á líkamanum,

dagurinn í dag fallegur og bjartur og fer ögn hlýnandi en frábært að komast í smá göngu ekki langt en í leikskólann og ná í púkanna,og í fyrramálið fer húsfreyjan aðra göngu á leikskólann,bóndinn fer snemma til vinnu,en jæja læt þetta duga í bili,kvöldmatur kallar á húsfreyju,

hafið það sem allra best,njótið þess að skella ykkur út í göngu rétt klædd,það gefur helling fyrir okkur útiveran,

kv frá húsfreyju sem tekur lífinu með stakri ró


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband