Færsluflokkur: Bloggar
21.9.2009 | 10:19
veisluhöld með aðhaldi ,,, ekki alveg að ganga upp
heil og sæl
mikið var nú gott að veislu helginni er lokið,,,úff aðhald í gangi hjá húsfreyju ,,, en bara á laugardaginn þá fórum við í tvær veislur fyrst var skýrnaveisla hjá vinafólki okkar og að venju þá var fjölmennt og góðar veitingar þar í boði,litla daman þar á bæ svaf athöfnina af sér í fangi föðurs og hlaut hún nafnið Thelma Hrönn,lítil falleg dama með mikið dökkt hár og í óskaplega fallegum handgerðum skýrnarkjól frá ömmu sinni og hafði presturinn okkar orð á því hversu fallegur kjóllinn væri,nú eftir þá veislu var okkur boðið til teindaforeldra og þar var grillveisla,lambalæri ásamt tilheyrandi meðlæti sem engann sveik í þeirri veislu voru breiðholtsfjölskyldan og elsti bróðir bóndans ásamt syni og kærustu,við vorum þar í góðu yfirlæti til kl að verða níu en þá voru tvíburapúkar orðin mjög lúin enda mikið búið að gera þennan dag,sem byrjaði á að vakna snemma og hlakka mikið til að fara í réttirnar sem við gerðum og þar var margt um manninn og eiginlega miklu meira af fólki en fé,en gaman fyrir okkur,jamm og ekki lengi að festa svefn þegar heim var komið,
stuttu seinna komu breiðholtsfjölskyldan og gistu hjá okkur,en eftir urðu okkar stelpur sem gistu hjá afa og ömmu,en við ætluðum að gera tilraun með að vaka eitthvað og horfa á box keppni ,við konurnar vorum að sofna fyrir aðalbardagann og náðum ekki að horfa á en karlarnir náðu að vaka en ekki nema rétt svo en fínn bardagi að þeirra sögn,
ekki sofið lengi fram eftir en húsfreyjan var vakin upp úr kl sjö af glorhungruðum púkum sem voru ekki lengi að skópla í sig morgunverði ásamt lýsi og vitamini,barnaefni skoðað og leikið sér með,en frændi þeirra og jafnaldri kann að sofa,,,foreldranna til mikillar ánægju,,, og vaknaði hann nokkuð seinna en þau,glens og gaman
elsta dóttirin finnst að fótboltaæfingarnar taka of langt frí þetta haustið og vill ólm fara aftur á æfingar,og hlakkar mikið til þegar ný afingatafla verður birt hjá nýjum þjálfara,allt er enn í óvissu hvort gamli þjálfarinn hennar fái að halda áfram með æfingar fyrir yngstu börnin,hann vil endilega fá að halda áfram með þær æfingar og vonandi kemst það fljótlega til skila hvort af þeim æfingum verða en það var mikið af litlum börnum sem komu þar saman og léku sér í ýmsum leikjum og boltaþrautum,
en jæja ætli þetta verði ekki að duga í bili,húsfreyjan ætlar að taka smá lúr en s,l. nótt var ekki mikið sofið,húsfreyjan vaknaði kl fjögur með slatta af verkjum og ekki virkuðu þau ráð sem henni hafa verið gefin, ekki veitir af auka orku fyrir daginn,tók samt góðann gönutúr í gærkveldi
hafið það sem allra best og njótið þessara fallegu haustdaga og allra litanna í náttúrunni
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2009 | 21:52
klósett samræður
má bjóða þér að kúka í klóssetið mitt ? spyr strákapúki frænda sinn í gær þegar þeir voru hér og í góðum leik eftir leikskóla,en strákapúki varð mál og þurfti líka að pissa að hans sögn og frænda var boðið að pissa líka í klósettið,og húsfreyjan ætlaði alveg vitlaus að verða af og hlustaði með athyggli á strákanna,svo bættist stelpupúki við og saman fóru þau á klósettið og hjálpuðust að við þær athafnir sem gerðar eru í klósettið,svona andlegur stuðningur sko en findið allt saman,
við fengum heimsókn í gærkveldi en vinahjón okkar sem eignuðust sitt fyrsta barn s,l. mánuði komu með litlu dömuna sína,við áttum notalega kvöldstund og gæddum okkur á súkkulaði köku með rjóma og tebollur,og fengu þau með sér fullt af barnadóti frá okkar púkum sem mun nýtast litlu dömunni,og næsta laugardag þá verður daman skýrð og veisla haldin,svo að þá er bara að byggja upp og halda í veislu
nú s,l. mánudag þá fór húsfreyjan í heimsókn til pabba og frú en þar á bæ var fólk af norðan en Dóra systir og hennar fjölskylda voru þar í heimsókn og með þeim litla daman sem er ca fimm vikna og alltaf gaman að sjá litla einstaklinga bætast í fjölskylduna og daman sem var voða lítil þegar við sáum hana að ég held s,l. desember hefur heldur betur srækkað en nett er hún,fallegar litlar frænkur
en jæja það stittist í háttartím og húsfreyjan ætlar að gera tilraun til að sofa betur í nótt en er dauðþreytt eftir lítinn svefn og enga orku þessa daganna en hafið það sem allra best
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 11:30
súkkulaði er svo gott,í köku í kakói og í munninn
aðeins meira af svefni púkanna,í gærmorgun þá sváfu þau til kl að verða átta og í morgun þá skreið púkastrákur upp í rúm foreldra sinna kl að verða sjö og svaf til kl hálf níu og litla systir hans til kl átta, dásamlegt
en annars hefur það sem er af helginni verið gestkvæmt og í gær komu teindaforeldrar húsfreyju með Breiðholtssystkinin en þau voru hjá þeim í pössun á meðan foreldrar unnu,og að venju var líf og fjör,húsfreyjan skellti súkkulaði skúffuköku í ofninn og bjó til ekta smjörkrem og toppaði kökuna með kokosmjöli,ummm ný bökuð kaka með ískaldri mjólk það er algjört æði,
við ákvöðum að borða saman og þá tók við eldamenskan sem var tilraunamatseld,en daginn áður þá sá húsfreyjan kjúklingahakk á tilboði í búðinni og verslaði,svo var notuð kjötbolluuppskrift og búnar til litlar bollur og steikt á pönnu svo í ofninn á meðan meðlætið var útbúið en ferskt salat,karteflusalat,hrísgrjón og hvítlaukssósa ásamt ísköldu vatni,og allt rann þetta ljúflega í fólkið og eftirmaturinn var bláberjaostakaka
upp úr kl níu yfirgáfu gestir okkur,og hálftíma seinna voru púkarnir sofnaðir,bóndinn fór og aðstoðaði pabba sinn með húsbílinn og húsfreyjan tók til við að ganga frá,ætlaði svo að vaka eftir bónda og kíkja á mynd sem byrjaði á ruv upp úr kl hálf ellefu en svefninn tók völdinn og skreið í bólið og rotaðist til kl að verða sjö í morgun þegar púkastrákur skreið upp í,
en nóttin var samt öðruvísi en vanalega og það að sofa og sofa án þess að muna eftir að vakna eða rumska nokkrum sinnum,en það er kannskri skýringin á þessari nótt sem húsfreyjan ætlar að láta flakka með,,
fannst eins og einhver nálgaðist rúmið en sá ekki neitt strax
ekki fyrr en heit og mjúk hendi strauk kinnina,
sem svo tók í hönd mína og leiddi mig um ýmsa staði
sem eins og spann ævi mína,
frá barnæsku og fram að deginum í dag,
allt í einu var komin þoka og ennþá leiddi höndin mig,
svo fór að birta til og birtan varð skærari og fallegri,
ég leit upp,og þá var mér sagt að hér munu leiðir okkar skiljast
því ég ætti eftir að afreka meira þar til ég fengi að fara lengra,
seinna meir þegar mínu verkefni væri lokið þá fengi ég að koma alla leið,
þessi hendi sem leiddi mína hendi,og ávalt svo hlý og mjúk,
svo notalegt að finna,svo notalegt að faðma,
ég sakna þín mamma mín,
svo er nú það,en einstaka sinnum dreymir húsfreyju móður sína og áður hefur hún leitt hendi mína og farið víða um,
en eftir að hafa vaknað og komist með herkjum úr bólinu þá var bara drifið sig í föt og útiföt og tekið göngu með Lubba,ætlaði að gera tilraun með að ganga verstu verkina úr mér,fór sama hringinn eins og vanalega ekki of langur eða stuttur,upp á Ásabrautina og í Fornuvör og göngustíginn heim,en allt hefst að lokum þó svo rólega var gengið,en ekki skánuðu verkirinir og verkjalyfið sem á að gera eitthvað gagn gerði ekkert gagn,en er heim var komið þá voru svefnburkurnar vaknaðar,en elsta dóttirin gisti hjá vinkonu sinni ásamt sameiginlegri vinkonu en þar var náttfata afmælispartý
en á göngu sinni þá uppgötvaði húsfreyjan að í gær í öllum gestaganginum.gleymdist að kaupa afmælisgjöf fyrir vinkonu dótturinnar,jamm dóttirin fór í afmælispartýið án gjafarinnar það þarf að kippa þessu í lag sem allra fyrst,
en jæja í dag ætlum við að hafa það notalegt,eigum von á að kíkja til teindó eftir að hafa horft á formúlu,en þar til næst þá hafið það notalegt,og njótum lífsins,við vitum ekki hvenar við yfirgefum þetta líf og förum jafnvel eitthvert annað, hver veit
kveðja frá húsfreyju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 11:25
púkar sofa aðeins lengur á morgnanna
það er yndislegt að fá að sofa til kl sjö á morgnanna og púkarnir ennþá sofandi svona oftast en húsfreyjan vaknar og þarf að vekja elstu dótturina sem er ekki vandamál ennþá,hef heyrt að það fari að bresta á frá þeim sem eiga skólabörn á unglingastiginu eða þá á miðstiginu,en nú það líður ekki langur tími þar til púkar vakna og engin asi á þeim frekar en á hinum meðlimum fjölskyldunar,þau fara á leikskólann eftir átta þegar systir þeirra er farin í sinn skóla,og ekki leiðinlegt að koma þangað en fyrst fara þau á hina stóru deildina og heilsa upp á frændur sína sem þau eru mikið að leika við bæði í leikskólanum og svo eftir leikskóla,þá er farið annað hvort hingað eða á hina staðina en þessa viku hafa þau skifst á heimilum,
en í gærmorgun vaknaði stráksi með rauð,upphleift og heit útbrot í andlitinu,foreldrarnir fundu ekkert út hvaðan hann hefði getað fengið þetta og spurðust fyrir og meðal annars á heimili frænda þeirra sem þau höfðu heimsótt í fyrsta skiftið daginn áður en þar á bæ er ekkert sem hefði getað valdið útbrotunum,stráksi fann ekkert fyrir þessu,og fór á leikskólann og þar á bæ kannaðist engin við svona,svo að eftir leikskóla þá hafði þetta versnað og stráksi skoðaður hjá hjúkrunarfræðingi og hún hafði heldur ekki seð svona og bað okkur að fara með hann strax til Keflavíkur,bóndinn tóka það verkefni að sér ,, húsfreyjan var að baka tebollur ,, og hér heima biðu frændi og systir stráksa , og höfðu gaman af en öðru hverju spurt hvort Sölvi fari nú ekki að koma heim, og tíminn leið og húsfreyjan orðin aðeins áhyggjufull en bóndi lofaði að hringja á heimleið,nú frændi var sóttur og tók hann með sér nesti,,tebollur,, og stuttu seinna hringdi bóndi og tveir læknar töluðu eitthvað óskiljanlegt læknamál og bóndi eitthvað að reyna að skilja en allavega fengu þeir með sér sterkrem í dós sem átti að bera á hann og passa vel augun og ef ekkert hefði skánað nú í morgun þá átti að hafa samband en sem betur fer þá var allt að skána, og er stráksi bara hress,
húsfreyjan hefur verið að fara tvo tíma á viku hjá sjúkra þjálfaranum,en nú er gerð áhersla á bakið og mjaðmir en þar eru miklar bólgur og þarf að vinna á þeim fyrir aðgerð,svo er áframhaldandi sálfræðimeðferð og það er sitthvað sem hefur tekið sig upp sem er verið að vinna í,en ÞAÐ SKIFTIR MÁLI AÐ NÁ MARKMIÐUM SÍNUM EKKI ENDILEGA Í KAPPHLAUPI VIÐ TÍMANN
en kveðja þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 11:57
úff kallt varð það
ískaldar tásur vöktu húsfreyju rúmlega sex í morgun,hálfsofandi strákur skreið upp í ból foreldra sinna og vantaði að láta hlýja á sér tásur að hans sögn,stuttu seinna kom stóra systir hans en hún er búin að vera með slæma ristilverki síðan í gærkveldi,gat sofið í nótt en vaknaði svo mjög slæm,en síðustu dagar hefur hún verið að borða það sem er ekki að fara vel í hana,en hún veit það en varð að prófa segir hún,svo að það varð allt af steypu,en hún tekur lyf annan hvern morgun og tók í gærmorgun en það hreif ekki eins og vanalega,svo að í morgun þá var drifið sig í apotek og náð í fljótvirkara lyf og það hreif vel og er líðan hennar betri,og hún ætlar ekki að gera tilraun í bráð,
púkarnir bara nokkuð hressir eftir hlýju í foreldrabóli,og vaknaði yngsta daman um kl sjö og vildi láta taka horinn úr augum og nefi,það er bara að aukast kvefið en svo er gott að losa um eftir leikskóla og fara í heita baðsturtu,
í gær fórum við hjónin í bæjarferð og hittum við bæklunarskurðlæknirinn,hann skoðaði nýteknar myndir og leit vel út hnéð sem er búið að lappa upp á,en stefnan er sett á aðgerð á hægra hnéð í næsta mánuði sem sagt um næstu mánaðarmót þá á húsfreyjan að hringja og panta aðgerðadag,og að öllum líkindum og ef ekki verður niðurskurður að sögn læknisins þá er aðgerð eftir Dannmerkurferð hjá húsfreyju og bónda,já fínnt að drífa þetta bara af
ekki gott ástandið með kranavörubílinn hjá bónda en það kom í ljós eftir alla vinnuna um helgina að einn af tjökkunum er ónýtur og það þarf að panta nýjan sem er ekki ódýr,bara um það bil rúmlega milljón og vegna bankavesenið þá er ekki auðvelt að leggja inn og panta svo,nei aurinn verður að rata alla leið til pöntunarfyritækisins og þá er hægt að senda hlutinn,jamm svo sem ekkert skrítið við það að bankarnir hafa lítið sem ekkert viðskiftatraust,
húsfreyjan fór til tannlæknis í morgun,alla leið í Hafnarfjörðinn,og staðfesti tannsi að verkurinn sem er í kjálka og leiðir í eina tönn og upp í eyra sé að völdum slit gigtar og að öllum líkindum mun gigtin valda því að tönnin mun losna með og þá þarf að fjarlægja hana en meðan það er ekki alveg að drepa húsfreyjna þá ætlum við að bíða með það en laga þessar tvær litlu skemmdir sem eru komnar og skifta um fyllingar,svo er að byrja vægur verkur í hinum kjálka ekki alveg nógu gott
en ætli það sé ekki komin tími á að hafa til hádegisverð og skella sér svo í sólina,láta sér líða vel í dag og gera eitthvað semmtilegt með púkum ,svo er aldrei að vita nema að þau leiki sér með frænda og vini eftir leikskóla en við mömmurnar ræddum það aðeins í morgun
en hafið það sem allra best í dag
kv húsfreyjab
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 14:37
yndislegt að koma út snemma á morgnanna
frískandi en kallt að fara út á morgnanna,það eru veðurmerki um að það sé dálítið farið að kólna og í mogun fór húsfreyja út kl hálf sjö í morgun,þá var stefnan tekin á orkubúið og góð tuttu mín æfing á fjölþjálfann,ástæðan fyrir því að fara svona snemma er sú að í morgun var tími hjá sjúkraþjálfaranum kl níu og þá var bara aðeins hagræðing, en allir steinsváfu þegar húsfreyjan kom heim,og meira að segja púkarnir sem nánast alltaf eru vöknuð milli sex og hálf sjö,en í gærkveldi settum við hjónin upp kojur sem við fengum frá bróðir bóndans og sóttum við þær í bæinn daginn áður,þetta eru fínar kojur úr ikea og eru sterkar gerðar úr stálrörum og fínar spring dýnur með,og púkarnir alveg að ærast svo gaman var hjá þeim í gær eftir leikskólann,þá var búið að setja þær upp og skemmtilegur leikur búin til,og ekkert mál þegar átti að fara að sofa í gær,daman í efri og strákur i neðri,við vissum að ef það þarf að láta pissa og aðstoða á einhvern hátt yfir nótt þá væri daman auðveldari til dæmis að hjálpa henni niður,
svo er stefnan að kíkja í berjamó í vikunni og athuga hvort við finnum eitthvað,vinkona úr efri byggð stefndi á að koma með húsfreyju og vonandi getum við látið verða af því
það gengur bara nokkuð vel að prjóna háa ullarleista á eldri dömuna,húsfreyjan skrifar allt samviskusamlega niður uppskriftina sem kemur óðum úr kollinum,allar umferðir og hversu margar lykkjur eru á prjónum,það er betra þegar minnið er ekki betra en þetta og það á eftir að gera hinn helminginn
ætlar að nefna það við vinkonu úr efri byggð að við gætum stefnt á að hittast svona við og við og hafa með okkur prjóna eða útsaum,og spjalla yfir góðum kaffi eða kakó bolla ,man ekki alveg hvort þetta bar á góma þegar við ræddum saman síðast konur skorta yfirleitt ekki umræðuefni þegar þær talast við hehe
þá er húsfreyjan búin að rölta á leikskólann og ná í púkanna,hitti í leiðinni æskuvinkonuna og er hún og hennar maður búin að bjóða okkur í kvöld kaffi í kvöld,vonandi komumst við,það sem eftir er af deginum þá ætla húsfreyjan að hafa það náðugt,það eru bönn við húsverkum í dag segir sjúkraþjálfarinn,frekar slæmur skrokkurinn og svo var ekkert mikið verið að hlífa sér í síðustu tvo daga og í morgun þá setti hún sérstakan plástur yfir mjóbak og mjaðmir,og vera svo með hann í sólahring,
en hafið það sem allra best og njótið þessa fallegu haustdaga og alla litanna í náttúrunni
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009 | 22:15
gott laugardags kvöld
húsfreyjan er heldur betur búin að koma sér vel fyrir,eftir fínan kvöldmat og gönguferð með Lubba,svo sturtu þá er sófinn dvalarstaður ásamt góðu fótabaði og ískaldann bjór og þá er að koma frá sér fréttum af fjölskyldunni,
púkafréttir
eftir síðustu heimsókn frænda þeirra, Siggi þá var ákveðið að taka boxpúðann niður allavega í einhvern tíma en Siggi hafði verið að sveifla honum en ekki að boxa í hann eins og púkarnir voru að reyna að kenna honum en það endaði með því að Bríet fékk púðann í sig af hörku frá frænda,litla daman skall á gólfið og var alveg brjál,hún stóðu upp og með hendur á mjöðm skipaði hún þessum frænda sínum að koma sér heim,hann kynni ekki að boxa og það mætti als ekki sveifla púðanum,það segja pabbi og mamma,það var með alvöru röddu sem hún hvæssti á hann aumingja frændi hröklaðist frá og var mjög hissa og skiljanlega hræddur við þessa ógnvekjandi frænku sína,kom til stóru frænku og faldi sig á bakvið en hún hafði verið að fylgjast með og ákvað að vera ekki að skifta sér af svona til að byrja með,en allt reddaðist að lokum og sættir náðust,en frændi passaði sig á að vera ekkert að abbast upp á frænku sína
en frændi var hjá okkur í pössun þennan dag svo var Sölvi orðin frekar lúin og kom sér fyrir í stofusófanum með bangsa og snuddu svo sem ekkert skrítið eftir mikinn leik sem útheimti fullt af orku,hann ákvað að horfa á mynd og vildi fá frið en frændi vildi fá hann áfram í leik enda hafði hann ennþá orku en eftir nokkrar tilraunir og þolinmæði Sölva þá allt í einu eins og hendi væri veifað spratt hann upp og sagði,með reiðilegum tón,ég vil fá frið og aftur hröklaðist frændi bak við stóru frænku,og ekkert varð frekar úr fleiri tilraunum í bráð,
Bríet var búin að jafna sig og jú hún vildi leika en bara í smá stund en var að góðum tíma,jamm allt endaði þetta vel þennan dag,en Sölvi hélt áfram að kúra og hafði það notalegt,
fréttir af stóru dömunni
hún er mjög ánægð með skólann og er ennþá ekkert að finna að því hvað dagurinn hefur lengst en það kemur að því,svo að þegar skólatíma líkur þá kemur hún heim með tösku og er farin út aftur annað hvort á æfingu eða í leik með vinkonum,það á sko að nýta þann tíma þegar fyrsta vikan er án heimavinnu að hennar sögn,
fréttir af bónda
það er meira að gera í hans vinnu en kranabíllinn er þar að auki bilaður og hafa tveir síðustu dagar með deginum í dag farið í að gera við en gengur ekki neitt vel og er hann ennþá að vinna,svo sem gott fyrir launa umslagið,slappur er hann og byrjaði daginn á að fá sér verkjalyf sem sló á beinverki,svo var skellt í sig góðum skyrbúst drykk og að lokum kaffi,
fréttir af húsfreyju
líðan nokkuð góð,er að taka bólgueiðandi og stundum verkjalyf með,svo eru lyf sem er verið að hætta á svona smátt og smátt og er næsta vika eftir og þá er bara að halda í vonina að geta verið án þeirra lyfja allavega eitthvaðer líka að gera átak með auka hreifingu og ætla að koma sér í betra form og gengur bara vel,fór fer í Keflavík í gær morgun með Guðbjörgu systur,við fórum í Hagkaup og keiftum lopa en elsta dóttirin er búin að panta sokka sem ná upp yfir hnén og vildi svartann lit,nú svo í dag var tekið til við að brjóna en fyrst var slegið á þráðin til vinkonu í efri byggð en hún á eitthvað af prjónum og eftir langt og gott spjall þá skaust hún með prjóna til húsfreyju,sem tók við að prjóna,það gengur bara nokkuð vel en ekki margar umferðir í einu en það er allt í lagi,lestur góðra bóka er ekki leiðinlegt og það helsta eru barnabækur en inn á milli eru ævisögur,þjóðsögur og íslensk skáldvek á náttborðinu ásamt einni bók um eflingu sjálfstraust,
Lubba fréttir
gott að sofa og gaman að leika sér,gönguferðir tvisvar á dag,borðað þess á milli og heimsókn til mömmu og hina hundanna hjá pabba og Eygló,ljúfthunda líf
já þetta eru svona helstu fréttir af okkar bæ,
nú er húsfreyja búin að skrapa og pússa fætur,bera gott fótakrem og komin í sokka það er ljúft húsfreyju líf
sem kveður ykkur þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 11:58
mikið að gera
þessa daganna er alveg hellingur að gera svona aðeins meira en venjulega,en s,l. laugardag þá fórum við mjög snemma á fótboltamótið sem Afturelding hélt í Mosfelsbæ ekki langt frá nýjum hálfkláruðum byggingum sem virðast vera lítið um framkvæmdir þar,en jæja veðrið hljóðaði ekkert mjög spennandi en daman var aftur á móti mjög spennt við vorum mætt rúmlega níu og vorum með þeim fyrstu á staðin en það var fljótt að fyllast og svo var smalað stelpunum saman og fyrsti leikur hófst í bætum vindi og rigningu en stelpurnar unnu þann leik,en áframhaldið var ekki ýkja gott,mórallinn var eitthvað eins og hann á ekki að vera,stelpurnar voru aðeins 7,ekki hægt að skifta út,sjö stelpur sem er fullskipað lið,og rigningin og rokið jókst einmitt þegar þær áttu leik en þess á milli stitti upp en daman okkar var ávalt í úlpu pg með teppi á milli leikja svo að henni var ekki kallt,en sem betur fer þá voru sett upp tjöld sem hægt var að leita skjóls,
skipulag þessa móts var langt frá því að vera gott,of mikil seinkun á leikjum og svo létu einhverjir dómarar bíða eftir sér og stelpurnar tilbúnar á vellinum,búnar að hita upp og biðu spenntar,það heyrðust óánægju raddir meðal foreldra og barna,og þegar síðasti leikur hjá okkar stelpum átti að byrja þá biðu þær í klukkutíma ásamt foreldrum en að lokum komumst við að því ásamt þjálfaranum að mótherjar voru farnar í sund og engin látin vita
svo að okkar stelpur var dæmdur sigur og enduðu með tvö töp og tvo unna leiki,ásamt verðlaunapeningi,
við ákvöðum að enda daginn á að versla það sem vantaði í skólann,en ekki svo mikið sem betur fer,við fórum í klinkið og Griffil og að okkar mati þá sluppum við mjög vel,en hugsuðum svo að eftir tvö ár þá fara púkarnir í skóla og við ætlum svo að fara að sanka að okkur það sem er alltaf notað,eins og liti,pennaveski og skólatöskur,svo þegar það verða auglýstir afsláttadagar þá er planið að skoða verð og gæði,enda kostar sitt að koma barni í skóla hvað þá tveimur sem þurfa allt nýtt í byrjun,já þá er bara að vera nokkuð hagsýn og gera innkaup með góðum fyrirvara og lítið í einu
í gær rann loks upp skólasetning og við mæðgurnar mættum þar tímalega og komum okkur fyrir á fremsta bekk,húsfreyjan ætlaði að fá sæti svo það var fljótt að fyllast salurinn,við hittum kennarann sen mun verða með þau í vetur það er nýr kennari og leist dömunni vel á hann,og í morgun þá var byrjað á að fara í útiíþróttir og fór daman ásamt vinkonu sinni tuttugu mín fyrir átta á hlaupahjólum upp í íþróttahús en tvisvar í viku byrja þau á að fara í íþróttir,en annars lengist dagurinn mikið og eru þau tvo daga til 14,40 og þrjá daga til 13,50
og í gær þá tilkynnti daman að það mundi ekki fara eins mikill tími í að leika sér því að fótboltinn á eftir að koma inn í,en sem betur fer þá ætlar kennarinn að láta börnin gera sem mest af heimavinnunni í skólanum þegar afgangs tími er og leist foreldrum vel á þá hugmynd,
við foreldrarnir ákvöðum að daman yrði í skólamat þetta skólaárið en ávalt hefur húsfreyjan seð um að nesta barnið svo að nú er morgunmatur ásamt auka ávöxtum sett í töskuna,það getur verið gott að narta í ávexti sagði daman í gær en við ræddum mikið saman um verðandi skólaár og það votaði fyrir aðeins meiri alvöru en undanfarin ár þegar skólinn ber á góma,og þegar hún sagði að hún hlakkaði mikið til þagr skilduskólagangan væri búin og móðir hennar spurði nú afhverju ? þá sagði hún með hneikslunarsvip,mamma manstu við vorum búin að ræða það,ég ætla auðvitað í háskóla ég hef alltaf sagt það,já alveg rétt svaraði móðir hennar og rifjaði upp,en daman var fljót að bæta við,mamma minnið þitt er orðið rúmlega fjörtíu ára gamallt það er ekkert skrítið að þú þarf að rifja margt upp svo hún, og auðvitað móðir hennar líka,þetta voru hennar orð sem daman notaði um gamallt minni,en það er þó nokkuð síðan,það er gott að einhver hefur betra minni en húsfreyjan,
nú hýbílið okkar hefur fengið aðhlynningu eftir latt sumar,gólf í stofu,gangi,eldhúsi og baðherbergi hafa verið skúruð og skrúbbuð og bóni skellt á,aðeins ,LÖGLEG HAGRÆÐING,í stofunni og sófasettið fært til svo að hiti frá ofninum teppist ekki þar bak við þegar hita þarf upp þegar kólnar,gamli og brotni hægindastólinn endaði í gámnum og það bíður okkar annar betri eins stóll hjá teindó sem við meigum eiga, blóminn stóru og smáu fengu sturtu og snyrt og klippt,þurkað af hillum og eitthvað af fingraförum hvarf í tuskuna,
þetta var eiginlega aðeins of mikið á tveimur dögum,heimsókn til læknis og hann tók viðtal og skoðaði aumann skrokk,húsfreyju finnst að heimilisverkin meigi alveg einstöku sinnum vera sinnt en læknirinn skipaði rólegheit og sterk verkjalyf ávísuð,honum fannst að húsfreyjan hefði átt að vera búin að biðja um en ekki láta líða langt á milli,sem sagt skömmuð og munu að láta þig ganga stundum fyrir aðra,úff jamm þarf að gera eitthvað í þeim málum,
annars er ávalt fjör og oftast eru púkarnir góð saman,þau tala um sína vini á leikskólanum,þau leika sér saman ásamt vinum á deildinni en það er besti vinur og frændi Sölva á hinni stóru deildinni og eru fagnaðar fundir þegar þeir hittast og þeim þykir greinilega vænt hvor um annan,og höfum við verið að hugsa um að nú er komin tími á að þeir geti nú alveg hisst fyrir utan leikskólatíma og þá er bara að drífa það að efla samskiftin við foreldra frænda,það má nú ekki bitna á vinskap frændanna að húsfreyjan er ekki örugg í samskiftum og þá er bara að drífa sig og taka áskorun,svo má þess geta að við mömmurnar erum náskyldar,þekkjumst ekkert en feður okkar eru bræður,jamm en það er frábært ef að börnin okkar eru bestu vinir og að þeir geti kynnt okkur betur já börnin eru ótrúleg
en jæja það er víst komin tími á að gera eitthvað annað,það er ekki alveg í uppáhaldi húsfreyjunar að sitja á rassinum of lengi,fer reyndar ekki vel með skrokkinn,og vafra um í tölvunni
svo eigið góðan dag og njótið hans
kv húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 13:25
hagræðing í púkaherbergi,og leitað eftir vetrafötum,það er að kólna,
loksins,loksins segir húsfreyjan þegar símtal sem búið er að bíða eftir síðan í maí kom loksins í gær,en sjálfur bæklunarskurðlæknirinn hafði samband en það eru víst símadömurnar sem koma skilaboðum til hans og hann lætur þær svo fá tíma sem þær eiga að hringja út en það fór ekki á þann veg í vor,en 10 þ,m. þá gerði húsfreyja aftur tilraun með að fá tíma og ítrekkaði að það væri löngu komin tími á eftirlit,og aldrei fékk læknirinn skilaboðin,en hann boðaði húsfreyju til sín 2 september bæði í myndatöku á báðum hnjám og svo viðtal og skoðun,þá verður tekin ákvörðun hvenar aðgerðin á hinu hnénu verður gerð,
nú húsfreyjan tók sig til og fór yfir leikföng púkanna , þegar þau voru sofnuð , og sorteraði það sem fór í geymslu,en fyrr um daginn þá var gólfið sópað og þvegið,þurkað af og aðeins hagrætt húsgögnum þar,og koma bara ljómandi vel út jamm heill dagur í svona tiltekkt,og í gær var byrjað á herbergi hjónanna og skápar svona aðeins tekið þar til,á reyndar eftir að taka fleiri en byrjun er byrjun,fót í geymslu,föt í rauða krossinn og gefins föt á litla frænku,fór yfir vetraföt fyrir komandi hausti og þarf að redda litlu dömunni kuldagalla og elsdu dömunni kuldabuxur,en stráksi getur notað galla frá stóru systur,gera þarf við vettlinga og merka ásamt nýjum lambúsettum,kaupa þarf stígvel og kuldabomsur og smávegis af ritföngum fyrir skólann,en daman hefur getað nýtt margt alla sína skólagöngu hingað til og er hún alveg sátt við það
og litla frænka kom með heim úr leikskólanum í gær og það var voða gaman hér á bæ,litla frænka er dóttir æskuvinkonu og voru þær mæðgur hér í kvöldmat ásamt elstu dóttur vinkonu,
þegar púkar voru sofnaðir og ró komin á heimilið eftir tiltekt þá var komið sér vel fyrir og skjár einn var fyrir valinu þetta kvöldið,Carson er frábær með þáttinn lítur þú vel út nakinn og margt hægt að læra af þessum þáttum,við konurnar þurfum nefninlega ekki að taka okkur svo strangt að það verður kvöl og pína að lifa lífinu og finna takmörkin,jú það er nú reyndar ekki gott fyrir líkama og sál að vera langt undir eða yfir því sem er talið heilbrigður,svo þarf ekki að gera rosa breytingar svo okkur fari að líða betur,segir húsfreyjan sem ætlar sér að taka smá hugarfarsbreytingum sem snýst um að láta sál og líkama vera í góðu formi, en gengur hægt en er ekki sagt að góðir hlutir gerast hægt
nú passarnir komu með pósti í gær,áttum ekki von á þeim fyrr en eftir helgi,svo er að undirbúa í róleg heitum dannmerkurför,
erum búin að fá pössun fyrir púka á laugardaginn en þá förum við á afmælismót Aftureldingar í fótbolta,æskuvinkona ætlar að taka það hlutverk að sér,ekki fer allur dagurinn í fótbolta en þær byrja að spila upp úr kl tíu og verða eitthvað fram yfir hádegi,svo er innkaupaferð fyrir skólann,en kaupin á vetrafatnað þarf að bíða aðeins,
en það stittist í að púkar verði sóttir á leikskólann svo húsfreyja kveður
hafið það sem allra best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 21:45
alltaf gott veður,,bara misgott eða hvað ?
veðráttan segir að haustið sé á leiðinni,litir sumarsins eru að breytast í liti haustsins sem er fallegt
en sumt hefur ekki breyst og er ekki á næstunni og það eru einstaka sjónvarpsþættir sem við höfum verið að fylgjast með og þá aðalega á Discovery það er frábær og fræðandi stöð,púkafjör púkafjör og púkafjör fótbolti í sjónvarpi og fótbolti hjá hnátunni okkar ásamt mótum sem eru alsráðandi yfir sumarið og einstaka mót yfir vetra tímann og lifa lífinu með fjölskyldu og vinum,
en sumt breytist eins og kertaljósin í rökkrinu,vetrafötin tekin fram,gönguferðir á köldum vetrakvöldum og til að toppa þær þá eru norðurljósin ólýsanlega falleg,,,og gott að hafa heitt kakó meðferðis saumaklúbbar og hinir ýmsu klúbbar taka aftur til starfa,og skólar og námskeið,já margt tekur breytingum með haustinu,
já fótbolta keppni næstu helgi en það er afmælismót sem bæði 6 og 7 flokkur keppa og það kom bara svona svipur á hnátunni okkar þegar við spurðum svona í gríni hvort við ættum nokkuð að skrá hana,en hún er sem sagt komin á skrá,
þessi vika sem er rétt að byrja hefur að sjálfsögðu verið fjörug,vaknað mjög snemma og kaldar tásur púkanna vekja foreldranna af værum nætursvefni og morgunmatur sem allra fyrst,púkarnir eru fullir af orku eftir ca 10 til 11 tíma svefn,ekkert skrítið við það svo að foreldtar skulu bara koma sér á fætur enda engin friður til að kúra nema að morgunmat loknum,svo er gaman að hlaupa á leikskólann og koma inn á stofuna full af fjöri,
í morgun fórum við mæðgur,móðir og elsta dóttirin til Keflavíkur þar sem sýslumaðurinn er til húsa,en þar lögðum við inn umsókn fyrir passa eða vegabréfi svo að það sé ekki verið að því á síðustu stundu en það tekur ca fimm virka daga að útbúa og senda í pósti svo er þegar farið að byggja upp tilhlökkun enda höfum við ekki farið út fyrir landsteinanna saman okkar búskapa tíð,en bóndinn hefur farið á vegum björgunarsveitarinnar allavega tvisvar og svo eina keppnisferð,svo það er komin tími á að við prófum svona ferð saman,
og svona að lokum,við erum að leita af hirslu sem má vega gömul,undir sparistellið okkar og ýmislegt brothætt,ef einhver á hirslu sem þarf að losna við þá væri voða gott að vita af því já að nota tækifærið og auglýsa ef það vill svo til að það séu einhverjir að lesa dagbók húsfreyju og fjölskyldu,
svo er bara að kveðja og bjóða góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar