Færsluflokkur: Bloggar

útivera og meiri útivera

það er margt að gerast þessa daganna,frá því síðast hefur húsfreyjan haft í mörgu að snúast,aukin útivera og gönguferðir alla daga sama hvernig viðrar,fyrst stuttar ferðir um nágrennið,,ekki svo að bærinn okkar sé mjög stór,,en tilfinningin sem umlyktur mann það er að segja vellíðunartilfinnngin þegar það sem maður hefur áorkað skilar árangri,ekki verra að hjálparáhöldin,,göngustafirnir,,gera mikið og auka kraftinn í göngunni,svo er húsfreyjan farin að stunda sundið aftur var boðið af,,Ásdísi í orkubúinu,,að mæta í vatnsleikfimi og það er mjög fínt og meira að segja ótrúlegt hvað hægt er að gera í vatni og liðleikin er miklu meiri ekki vera það hehe,klukkutími þrisvar í viku í skemmtilegum kvenna hópi enda svo í pottinum og jafnvel í gufu og tveir tímar af gaman Joyful

eki verra að taka auka tíma í hreifingu og gönguferð eða æfingar í orkubúinu í tímatöfluna sem komin er upp á fínum stað sem minnir húsfreyjuna á dagskipulagið samt ekki mikið skipulag en tíminn þegar börnin eru á leikskólanum og eldri daman í skólanum er gott að nýta fyrir sig,tómlistin er með í göngu og æfingum,,fyrir utan sundtímann,,mjög svo ólík þeirri tómlist sem húsfreyjan hefur deilt með ykkur þá er það þungarokkið sem á hug húsfreyjunnar og ipodin er hlaðin þeirri skemmtilegri tónlist sem húsbóndinn nýtur þess líka,

aukin hreifanleiki í hnjám auka líka góða líðan að láta sér líða vel og æfingar skila árangri,þegar aðgerðir eru gerðar þá vill oft verða líkur  á  því að örvefir myndast og í tilfelli húsfreyju myndist í hnénu þá vegna lítla hreifanlegagetu að það komi sú staða upp að þegar komið er upp í helmings hreifanlega getu þá staðnar liðurinn og ekkert gerist mismikill tími sem í það fer og í tilfelli húsfreyju þá var það á annan mánuð með þetta hnéð,allt gekk vel þar til ca 55 til 60 prósenta liðleiki var svo stopp og ekkert að gerast þrátt fyrir æfingar og sjúkraþjálfun en svo gerast kraftaverkin og einn daginn þá bara við minsta álag og vondur verkur verður og brak og brestir verða það er vont á meðan það gerist og í þessu tilfelli þá er bara að ganga áfram og etir stutta stund þá er líðan miklu betri svona eins og eftir að hafa lent hjá hnikkara,

vont en verur miklu betra Woundering

s,l. rúmlega viku þá er þetta einmitt að gerast og eftir síðústu heimsókn til sjúkraþjálfara þá var hreifigeta betri og beyjugetan orðin 75 prósent Smile og vantar bara 20 prósent upp á að geta hjólað og þá er stefnann sett á spinning en hjól er það besta við að ná lærvöðvum aftur í góða virkni en þeir vöðvar hafa ekki virkað rétt í almörg ár,hnéskeljar á hlið og allt sem tengisr því vinnur ekki rétt,sem leiðir eitt af öðru.

í gær þá fór húsbóndin á háaloftið með sleðann og skóflur eigum ekki von á að það verði notað meira þennan veturinn en aldrei að vita og þá er ekki langt að sækja,og í staðin þá voru gömlu hjólin litlu púkanna sótt og fórum við ferð í norðann kuldanum en velklædd í göngu það er að segja foreldrarnir en börnin á hjólunum og mikið gaman og fjör litla daman að detta en fannst gaman og þegar stóra langa brekkan upp að skipastígunum bar við þá áttum við foreldrarnir von á að þurfa að ýta við hjólum á upp leið en viti menn stráksi hjólaði alla leið upp en ekki á neinni svaka ferð en stoppaði einu sinni svona til að ath með litlu systur sem var nokkrum sinnum stopp á  leiðinni upp en sá að hjálpin var alveg við rassinn á henni og tók af stað í brekkunni og kláraði brekkuna og var nokkuð Cool á leiðarenda

og með vindinn á móti sér og norðan garrinn er oft hér í bæ harður, kaldur og sterkur.

þegar á skipastíginn var komið,,heim til teindó,,gott að setjast niður og fá heitt í kroppinn okkur var boðið í grill seinnipartinn,við röltuðum heim með vindinn í bakið og gekk sú ferð nokkuð fljótari heim en uppeftir,komum við á leikskólanum okkar og hjóluðu púkarnir meira og meira,húsfreyjan fór reyndar strax heim og tók þvott af útisnúrunni og heingdi aftur upp.gott að komast heim og notaleg heit biðu okkar,fórum í svaka gott grill og lambakjöt ásamt nautakjöti beið okkar Kissing

breiðholtsfjölskyldan kom en dóttir okkar sú eldri var hjá þeim eftir bæjarferðina okkar föstudaginn,en litlu púkarnir fóru til læknis og rörin tekin í stuttri svæfingu,,merklegt hvað tvíburar fá  athygli og sérstaklega nefnir fólk tvíbura af stiitthvoru kyni og þegar okkar púkar eiga í hlut en ólík eru þau en dýrka hvort annað,geta átt sitt hvor vinahóp og hafa alltaf átt sinn hvor hópinn á leikskólanum en ef eitthvað hendir annað hvort þeirra þá vilja þau hitta hvort annað áður en fóstra sinnir þeim svo má fóstran hlúa að,eins er það hér heima þau leika sér alltaf saman og nánast án árekstra að ráði, 

þeim er stíað í sundur eða þau fara án hvors annars eitthvað en ekki líður löng stund þar til þau spyrja um hvort annað og dramatíkin tekur völd Crying

en heimsóknarferðin hjá læknir gekk vel,en svo er eftirlit eftir sex vikur og fram af því meiga þau ekki dífa höfuð á kaf í vatn og sundferðir bannaðar þangað til,

elsta dóttirin komin í páskafrí bæði í skóli og fótbolti frí en hún saknar meira fótboltaæfingarnar en er dugleg að æfa með pabba sínum svo er stutt í fyrsta mót í röð Faxamótsins en fyrsti leikur fer fram hér í bæ 10 apríl en þá eru það A og B lið sem keppa en C lið seinna það fer svo eftir í hvaða liði daman lendir,já og bústaður hefur verið pantaður og lendirþað á þeirri helgi,hjónin hafa ekki gert upp við sig hvað á að gera,en foreldrafrí þá helgi eða fresta bústaða þar til daman keppir ekki og fara saman Errm  en ákvörðun hefur ekki verið tekin.

höfum gaman af lífinu,höfum gaman af og njótum þess að vera úti við og sjá náttúruna vakna,klæðum okkur vel og njótum útiverunar í norðan garranum,eldgos heilla og það er flott að sjá myndir í fjölmiðlum og gaman væri að sjá stórlegheitin fyrir augum sér en þá er bara að skella sér með smá undirbúningi um páskanna og njóta þess sem fyrir augu berast,náttúran er óútreiknanleg en við getum notið hennar með góðum undirbúningi,ekki hefur verið tekin ákvörun hvað við gerum en þessar slóðir eru okkur ekki alveg ókunn,ekki höfum við gengi fimmvöruhálsin en ætlunin var að fara þá leið á jónsmessunótt,en Þórsmörk,Básar og Emstrur eru okkur vel kunn ásamt Skógar.

með þessum orðum kveður húsfreyjan

 


Gott að vera heima

dásamlegt og dásamlegt Joyful

dagurinn í gær hófst snemma hjá bónda,vinnann kallaði að vakna hálf sex,húsfreyjan var reyndar búin að vera vakandi síðan rúmlega fjögur þá nótt,fór á fætur með bónda og lítill morgunverður tekin snemma,elsta dóttirin vaknaði um sjö og var ennþá dálítið lúin eftir helgina,púkarnir vöknuðu hálftíma seinna og vel hvíld eftir tæpa tólf tíma svefn,húsfreyjan skammtaði hafragraut á diska og lýsið ásamt mjólk gert klárt,litla daman mjög dugleg að taka sýklalyfið og ætlaði sér að láta sér batna svo að sundlaugin verði heimsótt sem fyrst,röltum á leikskólann um hálf níu og upp úr kl níu fór húsfreyjan til sjúkraþjálfarans,verkir sem höfðu haldið húsfreyju vakandi s,l. tvær nætur var aðalega vegna verkja í öxlum,liðurinn í ólagi og ekki ósvipað og með hriggjaliði og mjaðmir,leiser og kaldur baxtur ásamt kæliplásti í lokin,þarf að taka æfingar léttari en hefur gert en alls ekki hætta enda stóð það ekki til ásamt viðbótum teygjum.

heyrði líka í sála og það er afturhvörf varðandi andlega líðan,helgin setti þar eitthvað strik,en allt er þetta vinna og það þarf að vinna vinnuna á sinn hátt,púkarnir sóttir um kl hálf tvö og áttum við skemmtilegan dag heima,ætluðum reindar að heimsækja afa og ömmu í efri byggð en gleymdum okkur hér heima og fyrr en varði þá var komin kvöldmatur,fiskibollur að hætti húsfreyju sem hakkaðar og steiktar daginn áður úr stútfullri skál af þorski,uppáhalds matur ásamt karteflum og brúnni sósu Smile

dagurinn endaði snemma og þreyttir púkar sofnaðir eftir kvöldsöguna kl átta,elsta dóttirin fór ásamt vinkonu og vini á fyrsta skólaballið með elsta stiginu,ekki svo mikil stemming fyrir ballinu,en Ingó og veðurguðirnir skemmtu þeim,það var bara fínnt ball sagði hún eftir ball en faðir hennar rölti upp í skólann upp úr kl hálf ellefu og fylgdi henni heim,daman er frekar róleg og jú dansaði smá en fanns þungt loftið og mikill hávaði,fór oft að fá sér ferskt loft,og var fljót að sofna Sleeping

upp úr kl sex í morgun rumskaði húsfreyjan eftir betri svefn þessa nóttina,rölti framm og skellti haframjöl í pott,eldaði grautinn og skreið aftur í bólið,engin klukka hringdi svo að við fórum ekki framm fyrr en rúmlega sjö,elsta dóttirin þurfti ekki að mæta fyrr en hálf tíu,notalegt að fá dags birtuna inn með morgunverðinum,í rólegheitum nutum við morgunverðarinns.

púkarnir á leikskólann í fylgd pabba síns en húsfreyjan átti stund með elstu dótturinni fyrir skólatímann,skellti í bakstur og útbjó hafrastangir,,gerð ný tilraun,,og bara nokkuð gott ætla að taka smakk handa vinkonu en í kvöld ætlum við að skjótast á kynningu hjá Guðbjörgu systur í kvöld,

eftir frágang og kaffibolla þá var skellt sér í útifatnað og gönguferð tekin ekki langur en það munar um allt,og fínt að nota göngustafina,en öxlin kvartaði og kvein en gangan kláruð og hálftíma seinna komin heim og heima beið bóndinn,hann ætlaði að skjótast í bæjarferð og húsfreyjan boðin með,við skelltum fyrirfram hádegismat á borðið,,afgangur af fiskibollum,,og um leið og síðasti bitinn rann niður fékk bóndinn hringingu og vinna beið hans,og bæjarferðinn bíður betri tíma,

rest af deginum verður að venju skemmtilegur,ætlum að skella okkur í heimsókn eða gera tilraun með heimsókn til afa og ömmu,en eftir gistinguna s,l. helgi þá gleymdist litli bangsi stráksa og er hans sárt saknað Crying og þarf að leita vel og vel að sögn stráksa.

bóndinn á bænum skartar nú ört vaxandi yfirvara skeggi,,mottu eitthvað,,sem hefur vakið athygli púkanna hér þau sína það alveg hversu Undecided óákveðin,GetLost hneikslun,Wounderinghugsandi svip þeirra þegar faðir þeirra er hér heima,og sérstaklega litla daman ýmislegt er hægt að lesa úr hennar svip,stráksi horfir aðalega og segir ekkert,elsta daman hristir hausinn og húsfreyjan telur daganna fram að næstu mánaðarmótum,allt of langt þangað til en bóndinn styður góðan málstað,

já það er gott að vera heima,eiginlega of gott,fer samt stuttar gönguferðir,nennir eiginlega ekki að sitja í heimsóknar kaffidrykkju,,á reindar ekki gott með að sitja,,það er svo margt að gerast úti í náttúrunni,garðarnir eru að vakna til lífsins og vorilmur í lofti,frábært að njóta útiverunnar og hlakkar okkur mikið til þegar hlínar aðeins betur og sundlaugin heimsótt,sem betur fer er mjög stutt á leikskólann og púkarnir finnst óskaplega spennandi að fá að fara á undan eða alein eins og þau vilja meina,annaðhvort heim af leikskólanum eða á leikskólann,ekki er þörf á leiktækjum í garðinn og sparnaður þar Wink við kaup á tilgerðum leiktækjum,allt til alls bara hér rétt hjá,og ekki þörf á að fara yfir götu og er það stærsti kosturinn.

húsfreyjan ætlar að skella í hveitikökur með grjónagrautnum að þessu sinni í kvöldmat,púkarnir fá að hnoða og rúlla keflinu ekki leiðinlegt,fljótlegt og þægilegt,

húsfreyjan kveður þar til næst,skellið ykkur í göngu ferð um hverfið það er bara frábært Joyful

 


fórum í ferðalag

er ekki bara komin tími á færslu hjá húsfreyju Wink

ekki er hægt að hrópa húrra yfir tölvunotkun hér á bæ,við höfum einfaldlega ekki nennir og svo hafa kvöldin farið í ýmsar pælingar og ráðagerðir,komum heim í gærkveldi frá höfuðborg norðursins,við hjónakornin skelltum okkur með frumburðinn á goðamótið í fótbolta áttum ekki von á neinni afslöppunarferð,púkarnir fóru sína fyrstu helgarpössun heima hjá afa og ömmu hér í efra hverfi,voru sótt á leikskólann um það leiti sem við rendum í borg norðursins,lögðum af stað rétt rúmlega átta s,l. föstudagsmorgun og fylgdu okkur tvær auka stelpur og þið getið rétt ímyndað ykkur LoLToungeW00t já þrjár stelpur saman komnar í bíl rétt rúmlega fimm tíma ferðalag,

mikið gaman mikið fjör.

glerárskóli tók á móti ferðalöngum frá suðurnesjum kl þrjú,þá lauk skóla og inn streymdu aragrúi af stelpum ásamt fylgdarliði,skólastofur fylltar og drifið sig að koma sé fyrir,fyrstu leikir kl fjögur en okkar stelpur aðeins seinna, a,c og d lið skipuðu okkar stelpur,fyrir þá sem vilja skoða myndir þá má skoða það á  htt://godamot.blog.is

eftir annasaman dag og stelpurnar komnar í sína stofu kl að verða tíu þá fórum við hjónin í þessa líka fínu litlu blokkaríbúð,,á efstu hæð,,sem frændi bóndans á en hann og fjölskylda fóru á Grenivík þessa helgi,örþreytt lögðumst við fyrir framan sjónvarpið og ætluðum aðeins að skapa notalega stund,,en nei húsfreyjan fór að hrjóta að sögn bóndans og henni skipað að koma sér bara í bólið og sofa þar og með duldum litlum krafti komst húsfreyjan í bólið og rotaðist þar til kl sjö morgunin eftir,bóndinn kom víst stuttu seinna eftir að húsfreyjan skreið í bólið.

vöknuðum hress morguninn eftir,úti var fínt veður snjókoma og logn,bóndinn bauð konu sinni á kaffi hús og valdi líka þennan fína morgunverð,,ásamt fullt af kaloríum en það er hugurinn sem skiftir öllu,,

drifum okkur í skólann en daman hringdi í okkur og bað okkur að koma og horfa með þeim á leik hjá hinum grv stelpunum,áttum við vakt kl eitt en við fórum og lögðum okkur eftir áhorf á fínum leik,

mættum á tilsettum tíma og stelpurnat okkar misþreyttar en gerðu sitt besta,ísferð og hin frægi Brynju ís smakkaður það voru önnur hjón sem tóku það að sér að taka rútuna með stelpunum,hinsvegar fengum við okkur kaffi Joyful

hressar stelpur eftir ísferð biðu eftir næsta leik en ávaxtastund fyrst ekki dugir bara ísinn þegar orkuna vantar ekki fúlsuðu þær við niðurskorna ávexti og hvöttu stelpur ekki bara okkar heldur nýjar vinkonur sem þær eignuðust í rútunni,sem urðu svo mótherjar seinna en gaman að fylgjast með og næstum allar unnu glaðar við sitt,

vakt okkar lauk kl fjögur en við kláruðum leik og yfirgáfum skólann rúmlega fimm,ekki átti að taka fram potta eða pönnu þessa helgi nei takk sagði bóndinn heldur dreifa hann sig með konu sinni á matstað og tókum við pöntun heim ásamt viðkomu í nammibarnum,og ein hvítvinsflaska plús tveir bjórar voru kvöldnesti okkar,fór það vel niður og nutum við dekrið Kissing

heitt og notalegt bað ásamt hvítvíni er það ekki bara fínt,litum aðeins á sjónvarpið og vorum nokkuð lúin og svefninn tók völdinn fyrir kl ellefu,það er nú meiri orkan sem þetta hjónasett hefur og vakna snemma morguninn eftir og vorum komin upp í skóla kl hálf níu,,hvað er að kunna að sofa út  Woundering

stelpurnar að tía sér á fætur og við fórum með þær í morgunmat,fyrsti umspilsleikur rúmlega hálf ellefu,hörkuleikir hjá okkar tveimur a og c fengum að nota velli hlið við hlið enda bara einn þjálfari en bóndinn var settur á milli vallanna með þjálfaranum og gerðist aðstoðarþjálfari og gekk bara nokkuð vel og stelpurnar sýndu hörkuleik.

mótslit voru kl tvö en þá var nánast allt komið út úr stofunni,rest af samlokum grillað ofan í stelpur og foreldra meðan gengið var frá,við hjónin skiluðum lyklunum af kósííbúðinni og kvöddum á planinu,

drifum okkur í höllina,og hlutu stelpurnat bestu verðlaunin en það er háttsettisbikarinn  fyrir kurteysi og framkomu ekki leiðinlegt það á sínu fyrsta goðamóti,grillaðar pilsur og við lögðumaf stað suður kl hálf þrjú,aðens einn stoppustaður og staðarskáli var fyrir valinu,við vorum búin að lofa stelpunum smá nammi dag á heimleið sem þær tóku vel,,skrítið Woundering og auðvitað mikið fjör og gaman á heimleið.

 komum heim hálf átta og voru afi og amma búin að koma með púkanna heim og setja í náttföt,gleði og smá tár eftir aðskilnaðin en gaman hjá öllum þessa helgi.

 

annars svo sem ekkert að frétta,púkarnir heimsóttu háls,nef og eyrnalæknir s,l. miðvikudag bara þetta venjulega eftirlit og litla daman fékk sterkt pensilin vegna langra kvef,hor og hósta og er hún þá með stíflað ennis og kinnholur,en stráksi bara fínn en nú í enda mánaðarins á að fjarlæja rörin þau eru búin að gera sitt gagn,nú þann sama dag ákvað húsfreyjan að baka pönnsur og kaupa ís,var það að sjálfsögðu borðað með beztu list ásamt söngur sem börnin buðu mömmu sinni upp á í tilefni dagsins,það á að fagna hverju afmælisári því það er ekki öllum sjálfgefið að ná líka þessum fína aldri Smile og með bros á vör hlakkar húsfreyjan að bæta við fleirum afmælisdögum í sitt líf.

nú tekur við ný vika og tökum við því fagnandi,ásamt hækkandi sól og hitatölur aðeins hækkandi með sólinni,það var líka yndislegt að eiga góðan tíma með ,,litlu systur,, þegar hún kom í eina viku nú í byrjun marz,við getum mikið skemmt okkur hér heima við og notið stundarinnar,söknuður þegar hún fer en hittumst þegar hægt er en spjöllum líka mikið í síma.

húsfreyjan ætlar að kveðja og vonandi líður nú ekki alv eg svona langt á milli þar til næst

en hafið það sem allra best

 

 

 


ég vil verða fimm ára núna,en verða að bíða í átta mánuði

en mamma það er svo erfitt að bíða segja yngstu börnin og setja upp GetLost svip,þá eru afstaðin tvö afmæli dótturinnar,fyrst vina afmælið á laugardaginn og svo fjölskyldan í gær,fámennt en góðmennt,mikið gaman og mikið fjör,13 krakkar í vina afmælinu hér heima og gjafir og peningar hrönnuðust hér upp eins og um fermingu væri að ræða,kræsingar gerðar góð skil og svignaði eldhús borðið undan brauðtertu,rjómatertu með perukremi,pönnukökur að hætti teindó,sjónvarpstertu að hætti Guðbjargar systur,,kom óvænt með köku í veisluna ekki leiðinlegt það Smile,, marensterta skreytta með súkkulaði rjóma kremi og ávöxtum,súkkulaði afmælisterta,ummm svaka gott og ekki mættu nema ca helmingur en þá fær frystirinn að geyma rest,,húsfreyjan bíður upp á afganga úr frystir  þegar hennar afmælisdagur rennur upp eftir nokkra daga Wink,,

síðustu gestir fóru rúmlega sex og þreyttir púkar í bað á meðan gengið var frá,gólf skúruð og ekki veitti af,,það á sko ekki að þrífa fyrir afmæli,,skyr í kvöldmatinn gerð góð skil og upp úr kl átta voru púkar sofnaðir eftir annasaman dag spennt fyrir fótboltaæfingunni og svo afmælið,

elsta dóttirin örþreytt og var sofnuð um kl níu og foreldrarnir komu sér vel fyrir með sitt hvora bókina og lásu aðeins fyrir svefn,

vöknuðum vel hvíld kl sjö í morgun,hafragrautur,lýsi,ab mjólk og cheerios á morgunverðaborðið,elsta dóttirin byrjaði daginn á íþróttum,púkarnir á leikskólann og bóndi til vinnu,húsfreyjan tók rúnt í rokinu og fann fréttablaðið kom við í íþróttahúsinu og daman fékk far niðrettir í skólann,stuttur skóladagur hjá henni í dag og líka hjá púkunum,það er bæjarferð upp úr kl hálf tólf en púkarnir eiga að mæta í sér skó mátun í orkuhúsinu kl hálf eitt,ætlum við bara öll að taka frí saman og bónusferð á heimleið,reyndar ætla púkarnir að gefa systur sinni afmælisgjöf og efst á óskalistanum eru fótbolta sokkar við íslenska fótbolta búninginn og fær verslunin jói útherji heimsókn frá okkur Smile

húsfreyjan er að taka ýmislegt úr skápum og gefa frá sér eða koma fyrir í geymslu á háaloftinu,allt sem tilheyrði púkunum fyri nokkru er komið í geymslu eins og rúmfötin fyrir barnasængurnar og lítil teppi merkt þeim, en nánast öll föt fara til tvíbura norður í landi það er að segja föt sem eru eins á bæði börnin en svo fá börn vinkvenna það sem sitt af hvoru,en fullt af fötum farin og það er einmitt svo gott að geta gefið og þegið föt,er búin að vera að leita af útigalla á stráksa og hafði orð af því við frænu sem á jafnaldra strák,hún kom sama dag heim og færði stráksa þennan líka fína útifatnað,,reyndar dálítið stórt en engu að síður frábært að fá og stráksi mjög glaður ekki eins og strengja brúða Pinch,,eins kom ein fóstran fa deildinni þeirra og fann hjá sér útigalla og ætla að ath hvort hann passi betur svona til að klára veturinn en fyrir næsta vetur er búið að redda Joyful

húsfreyjan nýtur frábærar tónlistar á meðan þessi skrif fara fram,Rúnar Júl í spilaranum og sólin vermir inn um stofu gluggann,fyrsti kaffibollinn rennur ljúflega niður,það er yndislegt hvað það birtir fljótt og ekki nótt eins og púkar segja þegar þau rölta þessa stuttu leið á leikskólann á morgnanna,en kaldur er norðan vindurinn og kröftugur þennan morgun en þá er bara að klæða sig vel og demba sig út.

en jæja það stittist í að púkarnir verða sóttir og ætlar húsfreyjan að gera nokkur húsverk áður,vonadi njótið þið dagsins 

kv húsfreyjan í neðri byggð


hvað er að gerast ?

hvernig hafa síðustu dagar þessarar fjölskyldu verið ?

vakna snemma,

koma börnum í skóla og leikskóla

bóndinn snapar sér vinnu ,,gengur mis vel,,

húsfreyjan í orkubúið ,,einu sinni í viku til sjúkraþjálfarans,,

koma heim og gera húsverk,,þvottur og leirtau þrif hér og þar gera við föt og merkja ásamt matarinnkaup og elda mat og auðvitað bakað svona við og við,,

ná í börn úr leikskólanum

hjálpa eldri dótturinni að læra

kvöldmatur matreiddur

koma börnum í rúmið

kvöldin notaleg ekki mikð glápt á sjónvarpið,frekar að koma sér vel fyrir og lesa bók,

s,l. helgi var fótboltahelgi laugardagurinn frá hádegi voru æfingaleikir hjá 5 flokk og sunnudagurinn kvennamótið og fullt af stelpum að keppa,a,b og c flokkar hjá 5 flokk mikið fjör og gaman allt gekk vel með skipulagið og gekk hratt fyrir sér,

svo líður tíminn fljótt og nú er bara vika þar til frumburðurinn verður 11 ára,já daman okkar ætlar að halda vina afmælið hér heima á laugardeginum en þá koma 9 vinir og verða hér í tvo tíma,við ætlum að baka pizzur og hafa snakk,en sunnudagurinn þá kemur fjölskyldan saman og mun gúffa í sig girnilegum tertum og heitt súkkulaði drukkið með,jamm sem sagt undirbúningurinn hefst á morgun en þá verða bakaðar tertur,ummm mikil tilhlökkun á þessu heimili,

það styttist í fyrsta keppnisferðalagið hjá 5 flokk norður á Akureyri,foreldraráð koma saman í dag,,húsfreyjan er í því,,það er komið að fjármagna ferðir og ýmislegt verður að gerast á næstunni,ætlum eftir helgi að selja snakk og fær hver stelpa prosent af því sem hún selur,svo á að selja kleinur í byrjun apríl og aftur snakk fyrir eurovision helgina,,endilega að styrkja stelpurnar okkar,

vinir og vandamenn meiga að sjálfsögðu hafa samband og festa kaup á góðgæti frá stelpunum Wink

en jæja þetta verður að duga í bili,það er verið að taka aðeins til í efri skápum og skella í geymslu,vorverkin hafin þrátt fyrir kuldatíð 

en hafið það sem allra best og njótið þess að kúra í hlýjunni í notalegheitum

kv húsfreyjan í neðri byggð


hvar er nú talvan ?

smá snurfuss s,l. viku og talvan fór ofan í kassa með svona ýmsum fræðiritum í tiltektinni,svo sem ekki mikill söknuður en sam tgott að hafa tölvuna annarsstaðar en ofan í kassa,það þurfti að borga göt í vegg og þá var tilvalið að endurskipuleggja pínu lítið í okkar ,,stóru stofu,,eða hagræða betur og skapa aðeins meira pláss,gamli lúni skápurinn var færður til svo hægt væri að bora gatið,það er nú meira hvað hægt er að koma miklu fyrir bak við lokaðar hurðir sem ekki sést í gegn um skápurinn sem sagt tæmdur og aragrúi af listaverkum barnanna sem áttu fyrir löngu að vera komin á auða vegginn í ganginum litu loksins dagsins ljós,fínu glösin ásamt styttum pússað og komið fyrir í hreinann skáp og á nýjum stað,

s,l. föstudagsmorguninn fengu listaverkin loksins að njóta sín og kemur bara já nokkuð fínt út,húsfreyjan þurfti að láta tímann líða þann morguninn en mátti ekkert borða frá því um kl sjö um morguninn en upp úr kl eitt var tannlæknirinn heimsóttur og svæfing vegna endajaxlatöku og gamall silfur tekið en engar venjulega deifingar virkuðu svo að nú var bara kella svæfð,svo sem ekkert slæmt að sofa þegar allar nema ein tönn í efri góm fá nýtt útlit,skemmdir byrjaðar undir fyllingum en sem betur fer enginn tannpína hefði ekki lagt í það Frown eftir ca þrjá tíma vaknaði kella og það var svona eins og að hafa fengið valtara yfir andlitið og efri hluta baksins,en allt gekk vel og svo vara bara slípað aðeins til daginn eftir já á laugardegi var önnur bæjarferð og tannsi klára það litla sem eftir var,en reindar þarf sérfræðingur að taka síðasta jaxlinn vegna tauga sem liggja eitthvað vitlaust,ekki gott að eiga það á hættu að lamast í andliti ef eitthvað fer úrskeiðis,

svo að fljótandi fæði var helgarmaturinn en allt er þetta að komast í venjulegar skorður,gott að komast í ræktina í morgun með nýja spilarann á fínu verði keifur í bæjarferðinni,allta annað að æfa með sína musik,nenni ekki að æfa með útvarpið á og kjaftagang,bara í mínum eigin heimi Joyful

hækkandi sól og daginn tekinn að lengjast og þá er fínt að taka til við ýmislegt svona til að lífga upp á tilveruna,fá sér ný blóm skifta út gardínum,,eða sauma nýjar úr gömlum,,fara yfir fataskápa en hér á bæ stækka börnin hratt eiginlega of hratt,,bóndinn fer reglulega á háa loftið og tekur niður fatakassa en litlu fötin fara til vinkvenna,svo að hægt og hægt minkar fatabyrgðirnar á loftinu en af nógu er að taka svona fyrir litlu dömuna en með stráksa þá er svona verið að snapa aðeins lánuð föt af frænda sem er hálfu árinu eldri en ef stráksi ætlar að halda þessum öra vexti áfram þá nær hann frænda sem er langur og grannur en stráksi jú orðin 108 cm á hæð og bara 20 kg nú fyrir mánuði á meðan jafnaldra systir er 99 cm og 3,2 kg léttari FootinMouth svo sem ekkert óeðlilegt við púka sem verða 5 ára næsta haust

ætla í bæjarferð með vinkonu í fyrramálið,og slæpast aðeins og skoða rest af útsölum,en fékk póst frá Adams verslunni að þar væri fínn afsláttur og kuldafötin með góðum afslætti,hægt að gera kaup á setti á innan við sexþús kall,það verur bara að skoðast og sérstalega vegna þess að kuldaföt púkanna eru að verða of lítil,

en jæja nú tekur við gönguferð á leikskólann og að taka á móti stóru stelpunni heim úr skólanum,og kvöldið bíður með saumó,hlakka W00t til

kv húsfreyjan

 

 


úff hvað tíminn líður ansi hratt

helgin afstaðin og ný vika framundan,ótrúlegt hvað frídagar eru fljótir að líða en við höfðum það náðugt þessa daga,vakna snemma borða morgunmat,,meira að segja er hafragrauturinn eldaður um helgar Wink hef fengið frábærar hugmyndir frá bloggvini ellahelga.blog.is húsfreyjan hvetur ykkur til að skoða það sem hún snildar fram hafragrauta og ýmsa rétti bæði hollt og gott,, bóndinn var reyndar í vinnu á laugardaginn en gaf sér tíma til að líta á handboltaleikinn,eldri dóttirin fór á hlaupaæfingu hjá fótboltanum og púkarnir púkuðust hehe.teindó kíkti við og horfðu á leikinn með okkur,kvöldið rólegt og svefninn náði tökum fyrir miðnæti,

að venju ræs snemma á sunnudagsmorgunn kl að verða sjö og ekkert annað í stöðinni en að drattast á fætur enda hefði rúmlega eitthvað lengur verið bara vont fyrir aumann skrokk,eftir fínann morgunmat og gott kaffi tók við nokkur húsverk enginn asi þar,bóndinn í smá vinnu og spennann magnaðist þegar hádegið tók völdinn,jamm úrslitaleikurinn hafinn og þá var að skifta hlutverki með púkanna en þau áttu æfingu hjá yngsta flokk í fótboltanum frá frá kl hálf þrjú til hálf fjögur og ákvað húsfreyjan að fara með þau í höllina,en vegna veikinda hjá þeim hafa þau ekki komist mikið,þetta eru tíu skifta námskeið sem er fullt af leikjum og léttum æfingum einn dag í viku,og er nokkuð fjölsótt af leikskólabörnum,þetta var mikil skemmtun og kom elsta dóttirinn með og hafði gaman af fíflaháttum fyrrum þjálfara sínum,

reglulega sendi bóndinn sms boð um gang leiksins sem endaði vel W00t frábært hvað þessi litla þjóð sem hefur ekki úr stórum hópi að velja en getur ótrúlega náð þvílíkum árangri á móti margmilljónum manna þjóða í handbolta,erum þegar farin að hlakka til heimsmeistaramótsins á næsta ári.

rest af sunnudegi leið hratt og áður en við vissum af var komið kvöld,eftir að púkar voru sofnaðir og eldri dóttirin lagðist á koddann upp úr kl tíu,þá kom upp mikil sifja hjá húsfreyju en langaði samt ekki að fara alveg strax að sofa,þá var stefnann tekin á bókaskápinn og bók sem bóndinn fékk í jólagjöf útkall við látrabjörg tekinn út og með húsfreyju í bólið og lesturinn hafinn og mögnuð bók svo spennandi að lestri lauk þremur tímum seinna og bókin lesin upp til agna,hvet ykkur eindregið til að lesa þá bók,langar að segja meira um bókina en NEI en hún er sko þess virði að vera lesin,

bóndinn kláraði að horfa á mynd og hafði orð á að það væri komin tími á að lesa bókina þegar upp í rúm var komið,en slappur er bóndinn með einhverja pest í hálsinum og með þessa fínu viskírödd LoL já ok það er nú ekki fyndið að fólk sé lasið en röddin er bara fyndin,en fljótt sofnaði bóndinn,og bókin bíður betri tíma en ekki svo lengi að bóndans sögn,

sem sagt seint fór húsfreyjan að sofa og svaf svo sem ekkert vel,var rétt ný sofnuð,,eða svo fannst húsfreyjunni,,þegar klukkan rak upp gól rétt fyrir kl sjö jamm á fætur og kveikt undir potti og annar morgunmatur tekin til,rúsínur,kanill og epli í grautinn og borðaður af bestu list Joyful en morgunmaturinn borðar húsfreyjan með lappir upp á stól og þráðbeint bak svona til að verkjastilla sig og sit svona í um hálftíma,annars er bara ekki hægt að ganga,hef reynt margt en fann þetta upp í haust.nú stóra daman dreif sig í göngu úr neðra hverfi og í íþróttahúsið sem er eða var efst í bænum fyrir ekki svo löngu síðan en bygðin hefur heldur betur stækkað,fyrsti tíminn var íþróttir,bóndinn fór með púkanna þessa stuttu gönguferð á leikskólann og svo í vinnu,húsfreyjan í íþróttagallann og í orkubúið í tæpann klukkutíma

gott að komast heim og fá sér aðeins að borða en ristað brauð með eplum og banana var í boði,

ætla svo að dunda við sitt lítið af hverju með húsverkin í dag,næ í púkanna kl tvö og hjálpa til við heimalærdóm,með þessum orðum kveð húsfreyjan,hafið það sem allra best


bæjarferð,handboltafjör já gaman gaman

bæjarferðin tekin snemma í gærmorgun,kl átta lagt af stað úr hlaði og borgin tók á móti okkur með slatta af umferð en komum á tilsettum tíma í Glæsibæ,en arg og garg Angry ekki fundust börnin í tölvunni hjá mótökudömunni,sem var mjög leið yfir þessu og ætlaði að komast að hvað fór úrskeiðis og spjalla við nýráðna dömu sem byrjaði einmitt þann dag sem þessi tími var bókaður,börnunum var úhlutaður nýr tími í næsta mánuði,en jæja við tókum á rás til baka og komum við hjá tannsa og þar skellti húsfreyjan sér í tannmyndatöku vegna aðgerða næstkomandi föstudag,og áfram brunuðu við suður með sjó,og stefnan tekin í Njarðvík til Sollu systur en þar ætluðum við að dveljast á meðan bóndinn heimsótti heilsugæslustöðina og í röngten mynd af hendinni,og endaði í bankanum,

það var allt fínt að frétta af systur,og áttum við góða stund saman Joyful

komum heim í hádeginu og bóndinn rauk í smá vinnu og stráksi fór með og það er víst ekkert leiðinlegt að sytja í stórum vörubíl,litla lasna daman var heima með mömmu sinni og hafði það notalegt en er öll að hressast og enginn hiti frá því kvöldið áður,elsta dóttirin kom heim rúmlega tvö og mikil tilhlökkun að fara til Helenu ásamt stelpunum og horfa á leikinn,já leikurinn úff þvílík spenna og bóndinn rétt komst heim fyrir leik og var að springa af spenningi,púkarnir okkar svona ráfandi um og virtust dálítið hissa á foreldrum sínum,í hálfleik voru endurnýjaðar snakk byrðir á borðinu slatti af niðurskornum ávöxtum og grænmeti ásamt hollari útgáfu af ídífu,beið í ísskáppnum .áfram héldu foreldrarnir að W00t og spennufall eftir leik,þá var gott að koma sér í gufu og ljós og undirbúa kvöldmatinn,

púkarnir sofnaðir upp úr kl átta og þá tók við annað áhorf á leik samt ekki nærri eins spennandi en gaman,gott að komast í bólið kl ellefu og steinsofna,

en ræs ræs korter í sjö í morgun,húsfreyjunni ásamt öðrum heimilisfólki fannst eins og við höfðum rétt dottað en svo var ekki,morgunmatur ásamt lýsi og börn í skóla og leikskóla,já litla daman fór með bróður sínum í dag og fannst það frábært Smile en fékk að vera inni þegar útiveran var,

húsfreyjan gerði sínar æfingar hér heimavið í morgun,skrokkurinn var einfaldlega ekki tilbúin að gera æfingar strax og oft er í orkubúinu en gott að hafa lóð og teygju ásamt dýnu hér heima við,það reddar miklu,

bóndinn kom heim í hálftíma í hádeginu,jamm það var vinna hjá honum og það lifnaði heldur betur yfir bónda,húsfreyjan skellti sér í búðina og verslaði það sem vantaði í kvöldmatinn en búið var að panta heimagerða pizzu ummm það er voða gott,já og tilboð á melónum freistaði húsfreyju og skar bara eina stóra áður en börnin komu heim og gladdi það bæði stóra og smáa,en fræin voru sett í mixarann ásamt frosnum ávöxtum og hreinu skyri,það vel mixað og skellt svo í glös og drukkið með bros á vör Joyful 

húsfreyjan er búin að búa til deigið og hafa kjúkkling, grænmetið og ostinn tilbúið en upp úr kl sex verður þessu yndislega hráefni skellt á plötu,,með hjálp púkanna,, borðum kl hálf sjö og svo tekur við róleg stund fyrir svefn,lestur ásamt fullt af knúsum og kossum,börnin sofnuð upp úr kl átta og bóndinn á æfingu,veit samt ekki hvort stóra daman fer með honum í kvöld,en á morgun byrja hjá henni úti æfingar létt hlaup og svoleiðis,bóndinn verður eitthvað að vinna en húsfreyjan og púkarnir ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og svo tekur við handbolta W00t fjör.

en þangað til næst,hafið það sem allra best,njótið helgarinnar og farið hægt um gleðinar dyr.

 


hvað er að snúsa ? við komumst ekki upp með það

vekjaraklukkan ræsir fjölskylduna 6,45 ekkert múður og ekkert snús.kveikt undir potti með hafragrauti ,,allt klappað og klárt kvöldið áður haframjöl og vatn í pott,,lýsi vitamín og mjólk ásamt kornflexi þennan morgun um að gera að hafa fjölbreytni,stundum ristað brauð nú eða skyr og rjómi,,samt ekki fyrir húsfreyjuna,,nesti skutlað í tösku eldri dömunar sem útbúið var kvöldið áður og hún kemur sér svo í skóla en lítil dama er heima áfram en stráksi fer í leikskólann,eftir rölt þangað fer húsfreyjan í orkubúið en bóndinn er heima hjá dömunni litlu,ekki var búið að kalla hann í vinnu fyrr en um níu.

ennþá hiti og hósti hrjáir dömuna en stráksi er allur að hressast,við fórum í dag á vaktina og læknir skoðaði og hlustaði og í framhaldi af því vildi hann setja dömuna á pensilin kúr en háls bólginn og rauður en sá enga ástæðu til að taka strok úr hálsi eftir að honum var tjáð að bróðir hennar hefði verið greindur með streftakokka,sem betur fer þá var ekkert komið ofan í lungu og eyru eru fín,

á meðan við fórum í næsta bæ þá var eldri dóttirin á fótboltaæfingu og komaharla ánægð heim, Helena þjálfari bauð stelpunum heim til sín á morgun og horfa saman á handboltaleikinn Smile

ætlum við að fylgjast spennt með leiknum hér heima við hjónin en við byrjum á ferð í borgina í fyrramálið,við eigum að vera mætt kl níu með yngstu börnin til bæklunarsérfræðing,því næst verður brunað í bæjarfélag næst okkar bæ og bankinn heimsóttur Wink því næst þarf bóndinn að fara í myndatöku á hendi en fyrir rúmri viku þá meiddist hann á æfingu og er ekkert að skána og eftir að læknir leit á hendina í dag þá var þetta niðurstaðan,það á að ath hvort það sér brot,brák eða tognunn, 

heimferð áætluð um kl tólf,þá væri nú gott að komast á æfingu í orkubúinu og skella sér svo í heitann pott,gufu og jafnvel í ljós svona ef bóndinn verður ekki kallaður í vinnu,,það er frekar rólegt hjá honum með vinnu því miður en sem betur fer þá eru greidd laun og hefur bóndinn alltaf fasta tíma.

en jæja húsfreyjan ætlar að eiga stund með eldri dótturinni en yngstu börnin sofnuðu kl átta,við ætlum að lesa og ráða þrautir,

kv húsfreyjan 


hvað er að gerast hehe

lasin dama og lítil í sér skreið upp í pabba holu kl að verða sex í morgun,bóndinn fór til vinnu,stuttu seinna kom bróðir hennar miklu sprækari en s,l. sunnudag fór bóndinn með hann á læknavaktina vegna stöðugann hósta en sem betur fer enginn hiti og kom þá í ljós streftakokkar og beint á pensilin,og í morgunn fór hann á leikskólann frá því fyrir helgi enda komin full virkni og engin smithætta,og stráksi var bara hress með það en lítil systir hans með hitavellu og mjög slöpp Cryinghóstar helling en samt ekki eins og bróðir hennar,hún hresstist við að fá stíl og lék sér með stóru systur þegar hún kom heim úr skólanum snemma en það var próf í morgun og í gær og þá stuttir skóladagar Happy ekki leiðinlegt ,ekki komst húsfreyjan til sjúkraþjálfarans en stóra stelpan leit eftir litlu systur frá kl ellefu til tólf en þá var tími í orkubúinu með hópnum sem kemur saman tvisvar í viku,en við erum allar duglegar og komum flesta morgna og gerum æfingar,

svo er góður bati að nást með hið innra hjá húsfreyju eins og kom fram í síðustu hugleiðingu,já sumt kemur bara allt í einu og það er góð tilfinning og gott að eiga góða að sem hvetja mann óspart áfram,nú litla systir er farin heim til sín vestur og fór í morgun,hún er að hressast smátt og smátt,en á langt er í land með bata,við stefnum á að heimsækja hana og Jóa sem fyrst,

í dag hringdi bæklunarlæknirinn minn hann hafði ekki góða sögu að segja eftir myndatökuna sem gerð var s,l. miðvikudag af bakinu ,,mjóbak og mjaðmir,,veit ekki alveg hvað það heitir en lýsinginn benti til þess að það þarf að spengja bakið ef það versnar meira,mikil aukning á slit og eiðing gerir verkina svona slæma og sjúkraþjálfun á full með þetta en búið er að senda öll gögn hingað og þá er bara að fá afrit og láta sjúkraþjálfara fá,að svona ung kona með þessi einkenni er sjalfgætt að mati læknisins,en það er hægt að vinna æfingar varlega í kringum meiðslin og það er ætlun húsfreyjunar að gera það.

bóndinn og elsta dóttirin eru á æfingu í sundmiðstöðinni og húsfreyjan í afslöppun eftir góða heimsókn í ljós og gufu,gott að fá hita í kroppinn Joyful

ætlunin er að fara ferð með litlu dömuna á læknavaktina fyrir hádegi á morgun en að fá tíma hér er lámark viku bið,eins ætlar bóndinn að fara líka,en í fyrramálið þá er bara æfing í orkubúinu og púla létt,,væri alveg til í að gefa í en má það ekki,,gerði tilraun með að setjast á lágt hjól með svona baksæti í morgun í ræktinni en það vantar aðeins upp á að hnéð geti beigt betur og bjartsýnn þjálfari segir að það sé mestalagi hálfur mánuður í fyrsta hjólasprettinn,,vonandi rætist það,,langar virkilega til að spretta úr spori og taka góðar brenslur,en svo er bara að skella sér í sund já hvernig væri það eftir æfingar einhver skifti í viku Woundering 

taugarnar strektar W00t rúmlega þegar horft er á handboltaleikina s,l. daga úff gólfið stappað og gripið í hár en leikurinn í dag var sem betur fer afslappaður,bara gaman

lönguninn í bústaðaferð og að komast burt yfir heila helgi verður vonandi sem allra fyrst,bóndinn er að hugsa um að sækja um á allra næstu dögum,afslöppun í sveitinni er næst á dagskrá með börnunum,

NOR og DAN leikurinn í sjónvarpinu og enginn tími til að bulla blogg,húsfreyjan lætur þetta duga þar til næst,

njótið lífsins Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband