Færsluflokkur: Bloggar

Jólahugleiðing

senn líður að jólum og börnin og já foreldrarnir bíða komu jólanna með mismiklum spenningi,undirbúningurinn gengið að óskum og svo sem ekkert haft mikið fyrir hátíðarhöldunum sem bíða okkar rétt handan við hornið,eins og undanfarin ár og hefðir hafðar í fyrirrúmi og nýjar koma inn í sem við sköpum okkur sjálf,komum með hefðir úr okkar fjölskyldum og sameinuðum þeim með okkar,en það er líka gott að staldra aðeins við og hugleiða hvað í raun og veru við þurfum svo að okkar jól verði eins og við viljum hafa þau,það er örugglega hinar ótrúlegustu hugmyndir og skoðanir hversu við krefjumst en það er líka voða gott að slaka á og dreifa huganum það er líka voða gott að huga að þeim sem síst eiga það, það sem við teljum að gefi okkur lífsfyllingu,hvað er það sem er okkur kærast,

það er svo gott að njóta alls undirbúnings í rólegheitum,og taka á móti hátíðinni með bros á vör og þakklæti fyrir það sem við höfum,gott að finna fyrir þessari tilfinningu í hjartanu þegar klukkurnar hringja inn jólunum þessi tilfinning er eitthvað svo ólýsanleg,í morgun klökknaði hjarta þegar hugsunin til mömmu sem er ekki til staðar,jólin tengjast æsku svo sterkt og þegar hún yfirgaf okkur í jólamánuði fyrir sjö árum eftir erfiða veiki, þá einhvernvegin er alltaf erfitt að að einhverju leiti að hún sé ekki til staðar,

hugsum hvað við svo mörg höfum okkar fjölskyldu hjá okkur en oft koma upp aðstæður sem fjölskylda er ekki saman,ræktum það sem er okkur kærast,hugum vel að börnunum okkar, að okkur sjálfum og njótum þess sem okkur er ætlað að takast á við,birtan er til staðar þú þarft bara að finna hana og njóta hennar,

að lokum líttu í kringum þig athugaðu hvort þú sért sátt eða sáttur við það sem þú sérð,

njótið hátíðarhaldanna og gleðilega hátíð

með Heart kveðju


saga frá Ameríku og gott að koma aftur heim

ekki bara einhver bloggleti þennan mánuðinn en af nógu er að taka hjá önnum húsfreyju,utanlandsferðinni lokið og kenndi þar ýmisa grasa frá stórborginni Boston,að svissa yfir á lítð talandi tungumál,húsfreyjan er varla fær um að bjarga sér á því máli en gerði sitt besta Wink ekki amarlegt að láta þjónusta sér og meira að segja þá brá okkur í brún þegar fyrsta wc ferðin endaði á sjálfsturtun og svona að rétt svo að staðið var upp þá bara kom hvellur og soghljóð svo að hjartað tók kip ásamt einhver skref fram á við og ekki allt komið upp um mann hehe,eins með hand þvott og sápuskammta allt svona bara skynjarar,já margt sniðugt kom á óvart,en þegar á hótelið var komið þá var búið að tvíbóka herbergin okkar sem við fjórar deildum og fengum við svítu til afnotar eina nótt,risa rúm þá meinar húsfreyjan RISA rúm í herbergi en hitt herbergið fyrir framan var svefn rúm sem dregið var fram.en húsfreyjan treysti sér ekki það kvöld í prufuferð í búð svo hún lagðist þreytt í risa rúmið og rotaðist og var ekkert var við hinar búðarþyrstu konur sem deildu með henni herbergi,þetta var um tíu leitið að amerískum tíma að kvöldi en þá var há nótt hér heima enda munar fimm tímum á milli,

næsti morgun var tekin snemma og skundað í bílaleigubílnum eftir kraftmikin en rándýran morgunverð á hótelinu og íþróttaverslanir heimsóttar nokkuð langt frá hótelinu en það gekk vel að rata enda kom sér vel undirbúningur vinkonu fyrir þessa ferð Smile

og verslað og verslað og meira verslað þennan dag,þegar kom að hótelinu að kvöldi þá tóku herramennirinir á móti okkur með stóra grind sem allt gósið sem að rétt komst á var ferjað inn á herbergin okkar en þá var búið að redda okkur rétta herberginu,,en ekki var nú þörf á því að okkar mati  fín svítan,,þetta herbergi var nú samt stórt með því tilheirandi sem fólk þarf en biluð loftræsting svo að á nóttunni varð að hafa slökt á henni því hún andaði bara köldu,sem betur fer þá var boðið upp á sængur,við versluðum morgunmat í búð og fínasti ísskáurinn var risa glugginn með þykku tjöldunum fyrir þar geymdist allt vel kallt,

annar dagur innkaupaæðis rann upp og aftur skundað í nýjar verslanir en þá upgötvaði húsfreyjan að það hefði gleymst að taka þjófavörn af einni flíkinni frá daginn áður og engin aðvörunarhljóð kom frá dyrum verslana en frænka reddaði þessu hún spjallaði við strák sem vann í einni búðinni og greindi frá vanda okkar og hann barasta reddaði því eins og ekkert væri og fannst stórmerkilegt að konur frá okkar landi væru þar á ferð,auðvitað var þetta hin fínasta búð og einhverjar krónur rötuðu þar í kassa,

og aftur á hótelið og brosandi strákarnir sem stóðu ú kuldanum tóku á móti okkur með sínar stóru grindur og ennþá meira Happy bros og fannst við versla heil ósköp en komu þessu á herbergin okkar og fengu að sjálfsögðu þóknun fyrir 

það kvöld ætluðum við á Hard Rock en húsfreyjan gat ekki stigið í fætur og skellti sér í ból eftir bað og verkjalyf,svefninn tók loks völdinn.

sami verslunarkjarninn heimsóttur þriðja verslunardaginn enda mikið að skoða þar,enduðum svo á frægum stað þar sem Hamborgarafrabikan á sér fyrir mynd flottur og frábær staður,komum óvenjulega snemma á hótelið það kvöldið með að sjálfsögðu fullt af pokum,

svo loks rann upp heimferðardagurinn,,þriðjudagurinn,, en mæting á flugvöllinn var upp úr kl fimm á amerískum tíma að degi til,nokkrar fóru í búðir en húsfreyjan var komin með allt sem hún ætlaði að fá og var eftir ásamt annari systur og tveimur konum,við höfðum það notalegt og skoðuðum nágrennið og tókum fullt af myndum,heimsóttum kaffi hús sem er frægt fyrir kaffið sitt sem er mjög gott,þar var mikið fjör hjá okkur og var myndavelin óspart notuð,vorum rétt hjá lítilli höfn og stefnan tekin þangað,margar flottar byggingar og ýmis farartæki sem ekki sjást hér á landi,og um þessa ferð þá var það kurteisin sem heillaði okkur og sem fyrst meiga landar okkar taka það til fyrirmyndar,alstaðar sem við komum var kurteisin í hávegðum höfð,

eftir innritun á flugvellinum og maginn aftur komin í hnút fyrir flugferðina þá var gott að setjast niður og næra sig aðeins og bíða eftir síðasta kallinu,og heimferðin hófst ekkert sérlega vel í ca 45 mín þá var mikil ókyrð og þá var bara að gefa sér að nú væri bara verið að aka slæmann veg á landinu okkar góða og fara nokkra ferðir slíkar í huganum Woundering

við tók hverslagst líf en að snúa við svefni og þurfa aftur að sturta niður og skrúfa frá vatni og sápu notkun að stilla í hóf já og búa um rúmið sitt sjálf ekki láta opna aftur fyrir sig bílhurðina,bera innkaupa pokanna sína,já allt er gott sem endaði vel en það var samt leiðinlegt að síminn virkaði ekki hjá húsfreyju og gat þar af leiðandi ekki haft samband við fjölskylduna sína en tvö lítil símtöl hjá vinkonu þegar bóndinn hringdi gerði mikið,en tár og söknuður heim gerði aðeins vart við sig,

nú jólaundirbúningur gengur vel og búið er að baka fullt og nýtur fjölskyldan góðs af,síðustu helgi á laugardagsmorgun brunuðum veið vestur á Rif en skýra átti drenginn og ætluðum við að gista eina nótt en veikindi púkanna settu strik í þá ferð,þau voru búin að vera slöpp og ekkert ætlaði að breyta því endalaus hósti og mikið kvef í hálfan mánuð við tókum því þá ákvörðun að bruna til baka eftir stuta dvöl í veislu og komum í bæinn rúmlega sex og komum þá við á læknavaktinni í smáranum,sem betur fer þá var enginn bið og læknirinn þar ávisaði strax á sýklalyf og leist ekkert á ástandið,börnin mjög slöpp þrátt fyrir öll ráð sem við kunnum og notuðum þessa daganna á undan,þaug sváfu nánast alla leiðina heim frá Rifi og eftir að heim var komið þá voru þau sofnuð upp úr kl hálf níu,

en þau eru orðin miklu betri og hóstinn farinn,lítli stráksi hlaut nafnið Stefán Arnar og var sofandi og naut þess greinilega,svo á hann líka góða foreldra og er móðirinn afskaplega dugleg við að sinna honum og ennþá er hann nánast á brjósti þrátt fyrir aumt ferli þar en þrjóska og þolinmæði móður sem ætlar sér að nenna að hafa barnið á brjósti og ekkert annað kemur til greina meðan þar er framleiðsla,peli aðeins notaður í neið og á meðan stráksi fær nóg þá er þetta bara það besta,eins og móðirinn segir afhverju  að kasta frá því besta fyrir barnið þegar nóg er til og hann fær nóg þrátt fyrir mikla þörf fyrir að næra sig,já ákveðin móðir sem ætlar sér það sem hún ákveður,ýmsar sögur hefur farið á kreik um tíðina að hlakka til þegar börnin koma í heiminn svo fer allt öðruvísi oft þegar þau eru komin og við prufum ekki að vera foreldrar þetta er stór ákvörðun sem við tökum og við eigum að sinna þeim sem allra best og undirbúa þau fyrir komamdi líf,þetta höfum við bæði nýbakaða móðirinn og húsfreyjan oft rætt getum reyndar rætt endalaust um foreldrahlutverkið og hún leitar mikið að ráðum til okkar enda höfum við ágæta reynslu af ýmiskonar vandamálum sem upp geta komið þegar óværð kemur upp,

við eigum von á þeim suður fljótlega og ætla þau að dvelja hjá okkur meðan jólainnkaupinn verða kláruð,lítill strákur mun njóta dekurs hér Heart ásamt foreldrum

en ætli þetta sé ekki orðið gott þar til næst,en njótið alls jólaundirbúnings vel og njótið þess að vera saman 

kv húsfreyjan 


úrskurður eða niðurskurður

sitthvað búið að gera svo sem að klára baðherbergið í gær,en um morgunin var foreldrum boðið að hlusta á börnin í leikskólanum syngja lög og bara gaman og mikil gleði, og svo tók við að ganga frá lambakjöti sem saman stóð af tveimur skrokkum að vestan,afskurður hakkaður og hjálpaði elsta dóttirin við að hakka en húsfreyjan hreinsaði eitthvað af fitu frá og skar í hæfilega bita fyrir hakkarann,hlé í vinnu hjá bóndanum sem tók við hnífnum og húsfreyjan hakkaði,viktaði og pakkaði,allt tók þetta dágóðann tíma, er þá litla kistan orðin sneisafull af lambakjöti og eitthvað af fiski,sem betur fer þá var húsfreyjan búin að redda geymsluplássi í frystir hjá teindó Wink það er að segja fyrir jólakökurnar, það var lúin húsfreyja sem endaði hálf sofandi í stofusófanum yfir sjö fréttunum ásamt bónda sínum,börnin pöntuðu nýja kjötið í kvöldmatinn ásamt spagetti og rann sá réttur ljúflega niður,ekki orka í að gera kvöldmat sem hefði þurft eitthvað aðeins meiri fyrir höfn FootinMouth

en að loknum fréttum upp úr kl hálf átta og börnin að koma sér í náttföt sagan lesin og þau steinsofnuð hálftíma seinna,rólegheit og afslöppun með góða bók og farið yfir jólauppskriftir,húsfreyjan tók aðeins of vel til þegar farið var yfir himin hátt fjall af alskonar matreiðslubókum og blöðum,allt sorterað og fjárfest í Ikea kössum sem hafa það hlutverk að geyma allt vel flokkað og merkt en sumt var hent og meðal annars alveg óvart lítil gömul og snjáð stílabók með jólauppskriftum frá því fyrir löngu ,löngu en sú bók fór greynilega í búnkann sem átti að henda og nú er að grafa upp og skoða og skrá aftur í nýja stílabók,þetta var eitt af haustverkunum sem húsfreyjan gerði hehe en tók greinilega vel til hendinni Blush

dagurinn í dag byrjaði eins og vanalega,eftir að allir nema húsfreyjan höfðu yfirgefið heimilið þá heillaði rúmið afskaplega mikið og húsfreyjan lét undan freystingunni og kúrði og kúrði og kúrði bara til kl að verða tíu ohh þvílíkur lúxus,kíkti svo aðeins út en undirbjó svo hádegissnarl fyrir okkur mæðgur,búst og ristað brauð.daman aftur í skólann en bóndinn ennþá í borginni að vinna,nýbakaða móðirin á Rifi hringdi og spjölluðum við lengi saman allt gengur eins og í sögu og er stráksi búin að ná rúmlega aftur fæðingaþyngdinni á rétt rúmri viku,dugleur er hann að drekka og dafnar vel,við stefnum á að komast til þeirra á föstudaginn og njóta helgarinnar með þeim Heart

kvölmaturinn mallar í potti og elduðum við ofurholla grænmetissúpu sem við látum malla í ca fjóra tíma gott að fá í kroppinn fullt af góðri súpu,við eldum oft alskonar súpur sem hafa uppistæðu grænmeti og oft kjúkkling og nú er gott að vera búin að koma sér upp lambakjöti og fiski sem er tilvalið í súpur reyndar á húsfreyjan eftir að gera einhverjar tilraunir með fiskisúpur og væri vel þegið ef einhver á góða uppskrift sem væri til í að deila henni Wink 

kvöldið er smá skipulagt en bóndinn og elsta dóttirin ætla á box æfingu en húsfreyjan ætlar að horfa á þætti sem eru nú á mánudagskvöldum á ruv og hefur að geyma skemmtilega upprifjun frá sögu sjónvarpsins og þá er gott að hafa vod á fjarstýringunni því oft á kvöldin þá er ekki nennir eða tími í sjónvarpsgláp,er reyndar í saumó á mánudagskvöldum og hin kvöldin í eitthvað sísl.

svo nú er víst komin tími á að enda færslu í dag,rökkrið að færast yfir og stutt í myrkur og jólaljósin að koma upp hér og þar hér í bæ alveg hreint dásamlega falleg birta sem umlykur okkur,njótum og njótum í botn

Kissing og knús

 


gaman að hafa nóg fyrir stafni

húsfreyjan hefur haft nóg fyrir stafni síðustu daga,sem betur fer annað væri heldur dapurlegt að gera ekkert,þrif á gluggum afstaðið,þrif á gardínum afstaðið,saumaðar nýjar gardínur upp úr gömlum tókst vel,jólaséríur uppsettar í gluggum,og bakstur hafinn Smile allt þetta gert í rólegheitum og gefin sér tími fyrir smá útsaum,nært sig, tími fyrir börnin og eldaður matur,fótboltaæfingar hjá púkunum á laugardögum og í gær var annarsamur dagur en stelpurnar sem æfa í 5 flokk fótboltans voru að taka æfingaleiki og voru þær skiftar í lið,frábært hvað þær hafa tekið framförum og gaman að vera áhorfandi,eftir skemmtilegar fótboltaleiki og kl að verða eitt þá var smá gleði hjá stelpunum í gula húsinu pizzur og gos og skoðaðar videomyndir frá stelpunum sem hafði að geyma gamlar myndir og nýjar,það var víst mikið fjör LoL

á meðan daman skemmti sér þá tókum við til nesti og allur pakkinn sem fylgir motorcross og stefndum við í átt að Hafnarfirði en tókum svo afleggjarann í átt að Djúpavatni en þar við þau gatnamót er búið að vera akstur með svona hjól,kallt var og þá skiftir miklu að vera rétt klædd fyrir svona útiveru,húsfreyjan og púkarnir höfðu það gott í bílnum en svo þegar um það bil klukkutími var liðinn þó klæddum við okkur vel og börnin fóru rúnt á hjóli með pabba sínum og það leyndi sér ekki gleðin þegar hjálmurinn var komin á kollanna og brunað af stað W00t

afmæli kl fjögur var svo næst á dagskrá en fjölskyldan sem býr í Grafavoginum,húsbóndinn þar er bróðir bónda hér á bæ,en börnin hans áttu afmælisveislu en þau eiga afmæli með ekki löngu millibili og það er fínt að slá saman veislu,alltaf voða gott að koma þangað og veislur þar eru svo góðar,gott lambalæri með tilheyrandi meðlæti og í eftirrétt afmæliskaka,södd og ánægð lögðum við af stað heim rúmlega sex,lítið mál að koma hjólagræjunum á sinn stað og heim í hlýjuna en auðvitað vildu börnin aftur borða og þá var bara gripið í rúgbrauð með osti og mjólkurglas,lesin saga og börnin komin í bólið upp úr kl átta,

húsfreyjan hlakka til að mæta með börnin í fyrramálið í leikskólann en dagur íslenskrar tungu er þá og eru börnin búin að æfa söng að því tilefni og bjóða foreldrum að koma og eiga með sér stund með söng og smá meðlæti,það er líka alveg magnað hvað þau eru fljót að ná textum og lögum en fyrir stutt þá var þýskur dagur í leikskólanum og að því tilefni var gamla góða laginu með meistari Jakob snúið yfir á þýsku og hér hefur það lag hljómað á báðum tungumálum sem sagt á íslensku og þýsku Joyful 

lítill prins dafnar vel á Rifi og er orðin vikugamall,við stefnum á að fara þar í heimsókn næstu helgi og eiga þar góða helgi,það er mikið um að vera þessa daganna hér hjá okkur ekki ein helgi án atburða sem er bara gaman að taka smá törn en svo er bara alveg að koma Boston ferðin og er húsfreyjan minnt á það mjög reglulega hér heima og óskalistinn er orðin nokkuð langur og kennir þar ýmisa óska sem mun verða gerð skil á þegar í útlandið er komið,

en jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í dag,nennirinn hjá húsfreyju með tölvuna er ekki mikið lengur en hafið það sem best og njótið þess að gera það sem ykkur langar til 

kv húsfreyjan

 


húsfreyjan er byrjuð á smá hreingerningum fyrir jólaskreytingarnar

það er sem tíminn fari ofurhratt allavega hér á bæ,dagurinn tekinn snemma að venju og eftir að litlir púkar farnir á leikskólann og bóndinn til vinnu þá vorum við mæðgur einar heima það er víst aftur komin starfsdagur í skólanum,bara mjög stutt síðan kennarar gáfu frí,en við kúrðum í rúma tvo tíma og tókum svo rúmlega hálftíma göngu í þessu líka fína haustverði,við tók svo bústgerð og símtal frá Rifi og svo hringdi Kristín Bessa en nýbökuðu foreldrarnir ásamt prinsi voru á heimleið og mikil gleði og tilhlökkun að komast heim,allt gott að frétta af þeim,en þau fengu þó heimsókn á spítalanum frá blaði sem heitir Skessuhorn sem er gefið út á þessum slóðum það þykir tíðindum sæta að prinsinn var barn nr 300 sem fæðist á árinu á Skaganum og hefur aldrei fæðst svona mörg börn þar.sem sagt viðtal og fjölskyldumynd príða næsta blað Smile

eftir að púkar höfðu verið sóttir tók við smá hvíld og smá útsaumskapur,þar á eftir tók húsfreyjan sig til við að taka niður gardínur úr hjónasvítunni og stofunni,sem betur fer þá eru það ekki stórir gluggar,rimlar í svítunni riksugaðir og þurkað af með blautri tusku,glugginn þrifinn og skáphurðar,rúmföt á útisnúruna í þessu fína veðri,það verður notalegt að leggjast upp í rúm með útivirðaðar sængur Joyful fataskáðurinn kláraður frá því fyrr í síðustu viku og hálfur ruslapoki að fatnaði,,er verið að ríma fyrir nýju fötunum,,sem rauðakross gámurinn fær góðs af,svo fór eitthvað sem á að geymast fyrir hin börnin og eitthvað sem litill prins fær þegar hann stækkar,ætlum lika að gleðja litla dömu hér í bæ með fötum af okkar litlu dömu sem ekki passa lengur,já föt hér og þar sem dreifist vonandi vel,

því næst var þvottur tekin af snúru og hengdar upp gardínur sem var verið að þvo,skór sem eru ekki lengur í notkun teknir og í rauðakross ruslapokann,,og þá var hann orðin fullur,,gólf sópað og þvottahúsið barasta nokkuð fínt,

þá var þetta orðið gott í dag enda þreyta og verkir farnir að segja til sín og rólega tekið á því,kvöldmaturinn samanstóð af grjónagraut og hveitikökum heimabakað,húsfreyjan var svo alveg að sofna yfir kvöldfréttunum milli sjö og hálf átta en bóndinn dreif sig í sundlaugina og í gufu,börnin tóku leik og voru svo komin í háttinn kl átta,nú ætlum við að eins að skoða síðu úr verslun í Boston sem húsfreyjan mun fara í og er það íþrótta outlet verslun,þar kennir víst ýmisa varninga,og eru húsbóndinn og dóttirin farin að kalla og vilja endilega sýna hvað er mjög áhugavert,en húsfreyjan kveður að sinni og hafið það nú sem best

kv húsfreyjan

 


útilegukakó

ó já nú er húsfreyjan sest undir teppi,,var undir teppi og kúrði í dag,,með einn STÓRANN kakóbolla plús stro Joyful það ætlar seint að fara déskotann kvefið,,afsakið orðbragðið,,en frá því í gær þá hefur heilsan dalað og eftir ekki erilsaman dag þá er bara komið að einum góðum sviss miss kakói,,er að hugsa til vinkonu í efra hverfi en við eigum eftir að taka haustgöngu eitthvert kvöldið með kakó í nesti,,

dagurinn byrjaði að venju snemma rétt rúmlega sex en þá skreið lítil dama upp í og kúrði þar til klukkan hringdi hjá elstu dótturinni húsfreyjan fann það þegar á lappir var komið að heilsan hefði hrakað í nótt og einhver hitavella og keimur af beinverkjum að gera sig klár til að ráðast á kroppinn,en upp skildi húsfreyjan fara og hafragrauturinn soðinn í snildarpottinum,get barasta ekki hætt að dásema þessa potta sem við fjárfestum fyrir rúmum tveimur árum,salladmaster veit ekki alveg hvernig það er skrifað hehe,en jæja lýsið og ekta mjólk úr ísskápnum á borðið fjölskyldan komin framúr rétt á eftir og við nutum morgunmatarsins,hafragrautur fín undirstaða fyrir komandi átök fyrir hádegi en líka nauðsinlegt að fá sér morgunmat nr tvö Wink aðeins seinna þegar líður á morguninn,ávöxt eða lítinn skyr jafnvel,

allir farnir út rétt rúmlega átta nema húsfreyjan sem dröslaðist í sturtu g kom sér svo í sjúkraþjálfunina kl níu,og þar var prófað nýtt á bak, háls og herðar rafmagnsblöðkur en samt ekki trimform en ekki svo ósvipað,húsfreyjan var spurð hvort hjartatruflanir eða ólétta væri til staðar en nei ekkert svoleiðs svo vitað sé,allavega eru barneignir afstaðnar enda bara gott að hafa komið í heiminn þrjú börn Smile ,en aftur á móti þá er vonandi að hjartað hagi sér vel.

eftir klukkutíma í rafstuði og nuddi þá var skipun að koma sér heim og gera ekki neitt en mátti þó fara til vinkonur sinnar sem hafði boðið húsfreyju í heimsókn og halda sér selskap og sitja sem fastast og njóta góðann tebolla,sú vinkona var á fullu í hreingerningum og húsfreyjunni var komið fyrir í góðum stól með gott yfirsýn á duglegu hreingerningavinkonuna sem óspart notaði tuskuna og að venju var nú alveg hægt að spjalla ,,svona inn á mill þar sem húsfreyjan var með gott yfirsýn á vegginn þá var það vel þegið að setja út á bletti sem hurfu ekki alveg strax eða gleymdust,, 

upp úr kl tólf kom húsfreyjan sér heim og lagaði búst fyrir bónda og dótturina sem kemur heim í hádeginu og svo auðvitað sjálfan sig,það er eigin lega fastur liður í hádeginu að fá sér skyr plús fullt af ávöxtum í hádeginu svo eiga sumir svo sem bóndinn erfitt með að sleppa konsum í bústinn Joyful,en húsfreyjan fær sér hrísmjólk og ávexti og stundum 70 prosent konsum í bústinn það er voða gott,svo er víst bara gott fyrir okkur að njóta þess að fá sér súkkulaði en samt ekki hvað sem er því meira prósent af kakói og minna unnið því hollara,skora á heilsufrík og aðra að prófa bústa og prófa sig áfram með skyr,hrísmjólk ab mjólk alskonar ávexti og jafnvel súkkulaði,hnetur, rúsínur og músli

en já eftir hádegismat og búið að sækja púkanna á leikskólann var húsfreyjan komin undir teppi og kúrði skjálfandi í um tvo tíma svo var klætt sig vel og komið elstu dótturinni í fimleika og systir heimsótt á meðan, komin svo heim um hálf sex og kvöldmatur eldaður sem samanstóð af góðum hamborgurum og fíniríi með hvað skildi það hafa verið Woundering umm grænmeti og karteflur skornar niður og steiktar í ofni,

börnin svo í leik og komin í bólið kl átta,og svona hefur þessi dagur farið fram,kvöldið í gær var frábært í góðum félagskap saumavinkvenna og góðri súpu,einn lítill beilis og afmælisbarnið glatt með smá gjöf,

en nú er bara komið að leiðarlokum í kvöld,húsfreyjan á von á að vera komin í bólið upp úr kl tíu og gera sér vonir að góða kakóið geri gott við herjandi pest,

njótið dagsins á morgun og aldrei að vita nema húsfreyjan skelli smá færslu á morgun,já það er bara ágætt að koma sér vel fyrir og opna aðein s tölvuna en líka voða notalegt að sauma út en nú er verið að sauma út jóla mynd sem bætist í jóla mynda safnið sem er að verða nokkuð myndalegt Smile

kv að sinni


lítill drengur dökkhærður fæddist í gær

undur og stórmerki,dagur tvö og búið að kveikja á tölvunni og dusta rikið þetta litla rik frá því síðast hehe,en í gærmorgun þá pípaði síminn hjá húsfreyju kl að verða hálf átta,eða á ekki bara að byrja aðeins fyrir þann tíma,

og hér kemur frásögninn,,

á laugardaginn eins og með flesta daga þá átti sér stað símtal frá Rifi og hingað í bæ,Kristín Bessa á rúntínum með vinkonum sínum og bíður eftir að eitthvað fari að gerast með bumbubúann,húsfreyjan segir að við skildum hugsa til þeirra á efri hæðinni og mömmu okkar og biðja um að kippa í spotta svo eitthvað fari nú að gerast,eftir spjallið og kvöldið gengur í garð,og eins og venja er þá slekkur húsfreyjan alltaf á gsm símanum fyrir svefn en eitthvað segir henni að hafa kveikt á honum og stinga honum undir kodda,sem hún svo gerir bóndinn þurfti að vakna mjög snemma á sunnudagsmorgun og kl sex og mæta í bæinn í löndunarvinnu með kranabílinn,allir sváfu fast en litla daman vaknaði um sjö og skreið í pabba síns holu,svo pípaði síminn og fyrsta sem húsfreyju dettur í hug að nú sé eitthvað að gerast með bunbubúann en datt ekki til hugar að bóndinn væri að senda sms sem gerist einstaka sinnum og þá myndir sem tengjast vinnunni en já skeitið var á leið að vatnið sé að renna smátt og smátt og hún sé á leið á Skagann,húsfreyjan spratt á fætur og hringdi í verðandi móður og gott og rólegt í henni hljóðið,bóndinn hennar með sem var í landi sökum brælu en hafði verið mikið á sjó dagana á undan,og Eygló var líka með í för,

við heyrðumst svo aftur um þremur tímum seinna, ferðin gekk vel fyrir utan að það sprakk á leiðinni tilviljun eða hvað Errm en Jói mjög fljótur að skifta um dekk og ferðinni haldið áfram,en hún búin að fara í mónator og allt í róleg heitum,húsfreyjan var búin að ákveða að baka tebollur og dreif það af,spennan magnaðist aðeins og bóndinn reiknaði með að vera komin heim upp úr kl tvö,við fengum pössun fyrir púkanna og sú heppna var Guðbjörg systir sem bauðst það hlutverk hún tók við þeim um kl þrjú og ætlaði stóra daman að vera heim með frænku sinni úr Breiðholtinu en hún gisti hjá okkur,púkarnir borðuðu kvöldmat og síðan var með ekið heim og komið í bólið með hjálp frænku og stóru systur,

en við við hjóna kornin og verðandi ,,afi og amma hehe,, komum rétt rúmlega fjögur en þá var verðandi móðir nýlögst í rúmið með mikla verki en 4 í útvíkkun,gasið besti vinurinn hennar og mikil vanlíðan hjá henni það leið ekki mínúta á milli verkja og það lá ljóst fyrir að hún mundi ekki hafa orku í fæðinguna,ljósmóðirinn og læknirinn ákvöðu að setja upp mænurótadeifingu klukkutíma seinna engin auka útvíkkun en þá var ansi mikið dregið ef henni, og viti menn innan hálftíma þá var allt önnur Kristín svona eins og við þekkjum hana komin á fætur og rölti aðeins um fékk sér að borða og svaraði símtölum,upp úr kl sex var ath með útvíkkun og þá komin í sex svo að hún fékk svo kallað dripp sem átti að auka smátt og smátt,fætur hennar nuddaðir og bak því aukaverkanir af mænudeifingunni var kláði og svo voru fætur kaldir og fékk húsfreyjan það hlutverk að nudda fætur en verðandi faðir nuddaði bak,

þá fóru hlutirnir að gerast,ljósmóðir spurði hverjir ættu að fara fram og við sem vorum eftir hjá verðandi móður,var verðandi faðir,Eygló og húsfreyjan, og upp úr kl rétt rúmlega níu var full útvíkkun komin og gekk allt mjög vel,ekkert gas og aðeins verkjalyf og deifisprey ásamt skærum,og þvílíkur kraftur í verðandi móður,klukkutíma seinna eða kl 22,09 fæddist strákur 53 cm og 16 merkur,mikið dökkt hár og sléttur og ómótstæðilega fallegur og loksins er hægt að tala um strákinn það er búið að vera stundum erfitt að blaðra ekki um kynið,því við vissum það ásamt foreldrum og öfum og ömmum,

myndir teknar fyrir og eftir fæðingu og verða þær svo settar á disk og einhverjar prentaðar út og rammaðar inn,það var svo notalegt að knúsa og halda á stráksa,hann vildi nú ekkert gráta en vellíðunarhljóð og soghljóð og handabakið á kaf í munni hans svo að hann fór fljótlega á brjóst og glaður varð hann og gekk vel,

sæluvíma á foreldrum og hinum sem komu á stofuna en á biðstofunni var slatti af fólki og gátu þau liðið inn þegar saumaskapur var lokið,fleiri myndir teknar og allir voru svo búnir að yfirgefa foreldra og barn upp úr kl hálf tólf,við komum svo heim rúmlega hálf eitt og dauðþreitt,enda búið að standa vaktina í sex tíma og lítið setið á meðan og bóndinn búin að vera vakandi frá því um sex að morgni,

og í morgun þegar við fórum á fætur upp úr kl sjö var húsfreyjan ansi lúin og ákvað að leggja sig aftur,,sem gerist örsjaldan,,eftir að við förum á fætur á morgnanna,og steinsofnaði til kl hálf ellefu og ljúfur svefn sem var vel þeginn,bóndinn ansi lúin líka en dreif sig í vinnu á réttum tíma.

en nú er dagur að kveldi komin og það er hittingur í saumó og óvenjulega snemma í kvöld því ein á afmæli og ætlar að bjóða okkur dömunum í mat kl sjö,og þá eru hinir í fjölskyldunni einmitt að borða núna og húsfreyjan í bloggstuði,

en þá er bara eftir að kveðja og heyrumst síðar

 


ganga,afmæli og hetjusögur

hvað er þetta með þig húsfreyja á ekki að blogga aðeins Errm ummm já húsfreyjan fékk hringingu frá útlöndum og kær vinkona var farin að langa í lestur,svo hér mín kæra vinkona þá er þetta allt í fæðingu,það er bara svo afskaplega lítill nennir að opna tölvuna,

talandi um fæðingu,við bíðum spennt hér á bæ eftir fjölgun frá Kristínu Bessu og Jóa en krílið er skráð í dag en það bólar ekkert á því,símtöl fara ört fjölgandi og bíðum við taks að bruna á Skagann og taka í fang okkar kríli Joyful svo er að setja sig í startholurnar fyrir ,,,afa og ömmu hlutverk,,, en eins og einhverjir vita þá eigum við mikið í verðandi móður og það er okkur mikil gleði að okkur var bent á ,,af verðandi móður,,að þetta hlutverk væri tilvalið fyrir okkur hehe,

frá því síðasta bloggfærsla var gerð þá var í væntum gangann og afmæli og tókst með ágætum að ganga Skófellstíginn og með í för var elsta dóttirin og teindamamma,frábært veður þennan fyrsta dag vetrar og það er á dagskránni að endurtaka þesa ferð,afmælið frábært það vantaði að vísu slatta af ættingjum en flestir létu vita sem ekki komumst,enda vetrafrí í skólum og fólk á ferðalagi,hér heima var nú glaumur og gleði kökur heitt súkkulaði og hlaðborð af ávöxtum glöddu vini og ættingja fram að sjö en þá voru afmælisbörnin nokkuð lúin og voru sofnuð um kl átta og tilbúin að mæta daginn eftir til hjúkrunarkonunar,

en ekki var veðrið til að hrópa húrra yfir,og ekki hægt að ganga úr neðra hverfi og langleiðina í efra hverfi,bóndinn þurfti að mæta snemma á Grundartanga á öryggisnámskeið vegna væntarlegra mikillar vinnu það sem eftir var þá viku,en með hjálp góðra þá var hægt að redda bílfari og komumst við klakklaus,

hjúkrunarkonan tók vel á móti okkur og byrjaði á að mæla hæð og þyngd og var hún afskaplega ánægð með útkomuna ,og hér koma svo tölur stráksi er orðin 115 cm á hæð og vegur 21,8 kg stelpa vegur 17,2 kg og er 105 cm á hæð ekki slæmt á 5 ára afmælisdeginum,svo var boðið upp á ,,vítamínsprautu,, og taldi hjúkrunarkonan upp hetjur og hetjustelpur,,ótrúlega margar hetjur til,, en úr varð að stelpan valdi Hello Kitty vitamín og stráksi Súpermann, stelpan ekki voða glöð eiginlega ekki sátt við sína hetju Angry hennar hetja er blíð og góð að hennar sögn ekki vond en var svo búin að taka gleði sína á ný þegar á leikskólann var komið,stráksi aftur á móti Smile með sína hetju

þegar á leikskólann var komið eftir þessa heimsókn þá var haldin þeim veisla með kórónu söng og ísveislu það er nú ekki leiðinlegt,

bóndinn vann þessa vikuna nánast allan sólahringinn og náði að blunda í vörubílnum í ca 3 til 4 tíma um há nóttina en þetta var mikil vinna í rúma þrjá daga og gott að enda mánuðinn á trukki,

dagarnir hafa liðið vel og hratt eiginlega aðeins of hratt en nú er bara tæplega þrjár vikur í Boston ferðina og húsfreyjan er komin með nettan hnút í magann,allt tilbúið og innkaupalistinn eitthvað að fæðast,annars er það nú bara rólegt tekið á óskalistanum,

eftir helgina er svo ætlunin að byrja á jólajöku bakstri og á þeim kökum sem þurfa að geymast eitthvað fyrir átu Wink þar næst einhver þrif og jólagardínur og jólaljós sett upp fyrir förina út,allt tekið rólega samt og ekkert ofaukið neitt hvorki í þrifum,skreitingum eða bakstri,barasta að hafa skemmtilegt og njóta alls sem góð jól og aðventa hafa upp á að bjóða,

sendi góðri vinkonu úr efra hverfi skilaboð í lok vikunar og var bara að hitta og spjalla enda aðeins of langt síðan síðast,við áttum góða stund með nýbakaðar kleinur og kalda mjólk ummm og kaffi Joyful kæra vinkona takk aftur fyrir innlitið og svo er bara að halda stefnuna áfram með bjartsýnina að leiðarljósi og horfa fram á veginn,koss og knús til þín.

sleðinn tekin fram um leið of snjó festi og hafa tveir síðustu dagar verið nýttir til hins ýtrasta og elsta dóttirin farið með systkin sín á sleða eftir æfingar og þvílík skemmtun að þeirra sögn bara allt W00t og meira til

með þessum orðum kveður húsfreyjan og bið ykkur að njóta vel þess sem lífið hefur upp á að bjóða

 

 


biðin á enda

loksins,loksins,loksins afmæli 5 ára púkana er á næsta leiti,og nú eru dagarnir taldir ekki mánuðir og vikur,undirbúningur hófst í gær með bakstri á tveimur stórum marensbotnum og tveimur stórum hvítum tertubotnum sem verða svo skreyttir næstkomandi sunnudagsmorgunu ásamt brauðtertu og súkkulaðistertu, en þann dag verður afmælisveislan W00t í kvöld var kleinugerð og verða þær líka á boðstólum ásamt kornflexkökum og heitu súkkulaði ummmm mikil tilhlökkun hér á bæ,ekki verra að byrja veturinn á góðri veislu,

en svo hefur annar undirbúningur verið á fullu,gangan sem húsfreyjan hefur verið með sem markmið í næstum ár að ganga Skófellstíginn frá Voga göngu brúnni og heim,ætlunin er að byrja gönguna kl tíu næsta laugardagsmorgun,en þá er ár frá erfiðri aðgerð og takmarkið er að klára gönguna og enda í sundlauginni í afslöppun Joyful nokkrar vasklegar konur ætla að ganga með og hafa gaman af,húsfreyjunni var bent á að þetta væri svo sem ekki merkilegur stígur og hvort svona ganga væri ekki bara bull,en fyrir húsfreyjuna þá er þetta ekki bull,að setja sér takmörk og þá raunhæf og svo að skella sér á stað með bros á vör Smile svo er veðurspáinn bara góð.

vetrafrí í skólanum var svo fram eftir s,l. viku og svo tók við þemadagar,foreldrum var boðið að koma og fylgjast með og húsfreyjan nýtti sér það þessa þrjá daga,og frábært starf sem þarna er unnið af nemendum og kennurum, svo margt sem kom húsfreyjunni á óvart,smá spjall við bæði nemendur og kennara svo og gangaverðina,það skal viðurkennast að blendnar tilfinningar í skólanum úr fortíðinni ýttu hressilega við húsfreyjunni,en þá var bara að gera sitt besta og vinna úr því,húsfreyjan tók fullt af myndum og ætlunin er að búa til bók fyrirdótturina og hún velur myndir og skrifar það sem hún vill,góð minningarbók,

flensan lét á sér kræla hressilega hér en við hjónin vorum skotin niður ef pestinni,við rifjuðum svo upp hvenar við höfðum orðið svona veik síðast og þá var elsta dóttirin á öðru ári og þurftum við pössun fyrir hana,púkarnir voru heima við í viku en ennþá er hósti og hor í alltof miklu mæli,við endurnýjuðum púst byrðir í gær og hefur aðeins slegið á hóstann,en það verður betur litið á þau næsta mánudag en byrja þau afmælisdaginn á að hitta hjúkrunarkonu og fá allar mælingar og sprautu,já það fylgir víst smá pína þegar fimm ára afmælinu er náð,en þau hlakkka voða mikið til að gera daginn skemmtilegan í leikskólanum eftir heimsókn til læknisins er lokið,

annars hefur nú lítið verið að gerast,við höfum skipulagt bústaðaferð á árinu og það er beðið með óþreigju eftir þeirri ferð,eins með Boston ferð húsfreyjunar því pöntunarlistar fjölskyldunar er í bígerð og svo ætlar húsfreyjan að vera búin að baka eitthvað jólagott og tendra jólaljós Joyful

það er líka búið að panta sal fyrir fermingu dótturinnar þó svo að það séu rúm tvö ár í þá athöfn en árgangurinn er stór og betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig en það er búið að panta þennan sal fram að okkar ári og erum við fyrst á blaði,jamm salurinn á blað og innistæðan á bókinni hækkar og hækkar bara fyrir þennan dag,svo er að halda áfram að safna því ekki veitir af að byrja svo strax þegar tvö börn koma svo,

 nokkuð rólegt að gera í vinnu hjá bóndanum hann er nú ekki að kafna úr vinnu,en þetta reddast ennþá en ekki má neitt útaf bera,síðustu þrjár helgarnar hefur hann verið að pússa húsveggin sem á eftir að klæða að vestanverðu,en það á svo að henda á hann svo kallað steni,svo er að undirbúa viðbót við anderið og koma sér upp efnivið þegar buddan leifir,

en annars þar til næst hafið það sem best

kv húsfreyjan

 

 

 


haustferð og haustverkin

haustið hefur heilsað okkur með regni,lækkandi hitatölum og fullt af roki,skólar,leikskólar ásamt foreldrafundum,,man ekki mikið eftir foreldrafundi á leikskólanum Blush og þjónustur komið á skrið eftir sumarfrí,þar sem er ekki búið að skera niður,haustverkin hér heima allavega þau sem eru úti eru búin,trampolín komið í geymslu,vetradekkinn komin undir gamla jálkinn,ferðaboxið komið af gamla,og vetrafötin komin úr geymslu og farið yfir hvort allt sé ekki í lagi,en hvað um það,við höfum farið okkar fyrstu haustferð þessi árlega ferð og svona til mynningar um mömmu þá fórum við ferð sem hún kom með haustið 2003 reyndar var það í fyrsta skiftið sem við hjónin fórum þessa leið saman um Emstrur,og að sjálfsögðu voru teknar myndir,en eitthvað þarf að búa til meira pláss svo hægt sé að koma inn myndum,bóndinn ætlar að koma þessu áleiðis og lagfæra plássið,með í þessa haustferð komu Danahjónin,,brottfluttir íslendingar og systir bóndans,,og hin systir bóndans kennd við Breiðholtið og hennar maður,,tvíburapúkarnir okkar voru með í för,elsta dóttirin var heima ásamt frænku sinni úr Breiðholtinu en þær höfðu ekki hist lengi,annars eru þær dömur vanar að koma með í ferðir,

það er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum beint hvernig fegurðin í landinu okkar er og á þessum árstíma eru litaflórur ólýsanlega fallegt og stefnan er að koma myndum inn í albúm Wink

fullt af fólki að ferðast og sjá jökulinn sem á að vera hvítur og er sem sagt grár eða svartur ásamt öskufallinu á jörðinni,og smá öskuför eða pínu öskuskaflar á vegtroðningnum,en berin sem við tíndum sumstaðar voru bara nokkuð góð,og alveg vel borðandi,að aka eftir gljúfrum með berg og grashlíðar alveg við bílinn í haustlitunum,skoða aftur gangnamanna hellirinn,,púkarnir vilja meina að Gríla okkar búi þarna ásamt fjölskyldu sinni,við komum alltaf við þarna og það er meira að segja hurð fyrir hellisopið,og við hliðina er hlaðinn veggur og fyrir innan voru kindur geymdar og finnst alveg þessi fíni sveitailmur þar,en inni í Grílu hellir er rúm og ýmislegt sem Grílufjölskyldan á,

litla daman okkar vill ekkert staldra of lengi við þar og vildi halda sér sem næst foreldrum sínum ef einhver skildi vera heima,annars er hún ansi frökk við að skoða það sem heillar hana nema þessi hellir,og hún man öll þau skifti sem við höfum komið þar við og talar aðeins um það á leiðinni og hún man alveg þegar við förum fysrt inn á slóðann og hann er drjúgur áður en við komum af hellinum,

það tekur nú ekki langan tíma að fara svona ferð en það er ekkert vit að fara nema að gefa sér tíma,alltaf eitthvað nýtt að sjá,við stoppuðum svo við skála sem heitir Hungurfit og grilluðum þar,

já svona var s,l. laugardagur fyrsta haustferðin og við hlökkum til vetraferðar og ætlum að taka bústað á leigu í vetur og stefna að hafa langa helgi og njóta vetrarins.

annars gengur lífið sinn vana gang,það er beðið spennt eftir að fótbolta æfingarnar byrji hjá börnunum að nýju en við erum nú búin að fylgast með bæði karla og kvenna liðum og bíðum spennt eftir morgundeginum þegar síðasta umferðin verður háð,bóndinn veit ekki með vinnu ennþá með daginn en húsfreyjan fylgist með skjánum,en enski boltinn Smile orð óþörf

heilsa fjölskyldunar er bara nokkuð góð,reyndar er púkarnir að krækja sér í kvef og einhvern hósta,bóndinn með besta móti í öxlinni og húsfreyjan búin vonandi í bili í læknisheimsóknum,er að bíða niðurstöður,svo er annað mál með hvað mætti ganga aðeins betur með andlegu málin,sáli hjálpar mikið til en ekki hjálpar til þegar erfitt er að taka ekki inn á sig og geta leitt hjá sér framkomu og sögð orð,

                                           alt sem þér því viljið,að aðrir menn gjöri yður,

                                           það skuluð þér og þeim gjöra.

það er vont að fá rítinginn í bakið og ekki endalaust sem bakið tekur við stungum svo það er vel við hæfi að hafa þessa gömlu setningu sem segir mikið,það þurfa ekki mörg orð um það.

njótum þess sem lífið hefur upp á að bjóða,hættum að öfundast og hættum að stínga rítingum í bakið á hvert öðru,skiftumst á skoðunum og virðum skoðanir annara,

það er ekki gott að stefna að fullkomnun en það er gott að hafa raunhæf markmið og láta þau markmið rætast, það er gott að huga að velferð og hamingju,og hverju við fórnum fyrir þau markmið,alls staðar bjóðast okkur tækifæri til að vera annaðhvort hamingjusöm eða óhamingjusöm,

hafið það sem allra best

kv húsfreyjan

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband