Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2009 | 11:53
sofum fram eftir á morgnanna
svefninn farin að lengjast á morgnanna hjá púkum heimilisins,alla vega þessa vikunna vonandi verður þar engin breyting þar á en húsfreyjan og hennar bóndi eru samt en ástæðan er hugsandi sú að á leikskólanum er svo mikið að gera hjá þeim að þau gefa sér ekki tíma fyrir blund eftir hádegismat,en sá blundur stóð nú ekki lengi yfir ca hálftíma eða rétt svo,en þau sofna á sama tíma á kvöldin upp úr kl átta og sofa næstum í tólf tíma og það er sko ekki slæmt, og það er alveg að koma sumarfrí á leikskólanum og er dagurin í dag og á morgun og sumarfríið verður í fimm vikur.
eldri dóttirin stundar sínar fótboltaæfingar og sundið og er að heiman nánast allan daginn,hún tekur með sér nesti og auka skó,kemur heim oftast í hádegismat og kvöldmat,annars eru hún og vinkonur hennar duglegar að skiftast á að borða á heimilum hjá hver annari,
undirbúningur fyrir stóra ferðalagið er byrjað,tossalistinn tekin fram ásamt yfirstrikunarpenna,fórum í heimsókn til æskuvinkonunar í gærkveldi og er hún og maðurinn hennar að legja út fellihýsið sitt og vilja lána okkur það og er þá skiftivinna í staðin fyrir leigu,og ætlar bóndinn að vinna fyrir þau í staðin sem sagt fimm daga ferðin langt á veg komin með að skipuleggja,eins er litla systir heit fyrir því að koma suður og dvelja í íbúðinni okkar á meðan,en hún verður komin í sumarfrí,já blóm og fiskar fá áfram sína þjónustu í fríinu.
húsfreyjan er að prjóna legghlífar í afmælisgjöf fyrir breiðholtsfrænku en hún verður tíu ára i ferðalaginu,eins verður bóndi húsfreyjunar einu árinu eldri daginn fyrir frænku afmæli,já tvö afmæli og auðvitað verður gert eitthvað skemmtilegt í tilefni þess,
það verða nokkrar fjölskyldur sem leggja upp í ferðalag en ekki alveg komið á hreint hversu margar verða en dágóður hópur verður í ferð,
en jæja ætli það sé ekki best að koma sér í verk og klára prjónaskapinn, það er ein búin á ca þremur dögum ekki mikið prjónað í einu en allt kemur þetta að lokum,er að hugsa um að prjóna svo eitthvað fyrir bóndann en hann bað móður sína að prjóna fyrir sig vesti og þá er nú kanski ekki svo slæmt að prjóna háa ullarsokka á bónda he he prjónavesti og háa ullasoka eða já hvernig væri að prjóna legghlífar , ok húsfreyjan er púki í sér,
en kveð ykkur í bili,hafið það sem allra best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 12:15
lítill lykill verður ekki með í för í ferðalögum,,,,,,,,,hvers vegna ?
þá er fyrstu útilegu lokið og heppnaðist bara nokkuð vel,við fórum að Hellishólum í Fljótshlíð rétt fyrir utan Hvollsvöll,þar er öll aðstaða til fyrirmyndar,og vel við haldið,við mælum eindregið með þessum stað og líka mátulega langt að heimann en á svæðinu var mikill fjöldi fólks en veður spáin spáði líka fínu veðri,húsfreyjan fékk góðann hnút í magann þegar fjöldin blasti við en herti sig upp og tók þessari áskorun eins vel og hún gat,
en teindaforeldrar húsfreyjunar voru þarna ásamt Stefaníu systir bóndans og hennar maður og yngsta dóttirin en Gyða Dögg er árinu yngri en hún,já og bróðir bóndans þar skammt frá ásamt sinni fjölskyldu,nú gömul æskuvinkona og brottflutt en er ný flutt aftur hér í bæ var þarna ásamt manni og dætrum en hennar maður er frændi húsfreyjunar og höfum við ekki sést síðan ca árið 1981 og var gaman að hittast en sá frændi fluttist norður,við ætlum að fara að hittast aftur og hafa gaman af en þau búa í nágrenni við okkur bóndinn vaknaði slappur á laugardagsmorgun og komin með beinverk,hita og hálsbólgu,þá var bara fengið sér verkjalyf og vonað það besta,það dró úr en tekið bara aftur inn og notið þess í afslöppun svona stundum en sonurinn okkar er ótrúlega lúnkinn að komast inn í bíla og vopnaður litlum lykli sem hann hefur lengi átt,en sem betur fer þá byrjaði hann á okkar bíl og við urðum ekket smá hissa þegar hann var bara komin í bílinn,og aftur komst hann inn í hann þó svo að bóndinn hafði læst öllum hurðum og yfirfarið læsingar og prófað þennan lykil þá gat hann ekki opnað með honum en stráksi gat það,en við fengum að geyma þennan forláta lykil á góðum stað það sem eftir var ferðarinnar,þetta vakti að sjálfsögðu kátínu viðstaddra fjölskyldu og ættmenna þetta uppátæki stráksa og sáu foreldrar bóndans höfðu mikið gaman af,svo margt líkt með þeim á þessum aldri,og þá er komin tími á að bóndinn fái að upplifa hvað það er að hafa ávalt vökul augu og eyru hrekkjalómanns
en litla systir hans er líka uppátækjasöm og fengu þau nýtt nafn,tvíburapúðarnir í staðin fyrir sykurpúðarnir en orkan sem sykurpúðar geta gefið frá sér við það eitt að verða borðaðir eru eins og orkan í okkar púkum en ekki stendur til boða að gefa þeim sykurpúða,það var alveg nóg að fylgjast með og passa upp á prakkarastrikin,taka upp tjaldhæla,skrúfa frá eða fyrir gaskúta,grillin heilluðu,og vatnsslöngur fyrir utan þjónustu húsið þar sem wc,sturtur og heitir pottar eru,taka pílur af dekkjum,já svo mætti telja áfram,en gaman af blessuðu börnunum,
veðrið var nokkuð gott en ekki eins sólríkt og spáð var en hún lét aðeins sjá sig,en lítill vindur og þurt,við fundum að tjaldvagninn er ekki eins pláss stór og í fyrrasumar og var mjög þröngt um okkur fyrstu nóttina en sem betur fer þá fékk elsta dóttirin að gista í fellihýsi hjá frænku sinni,en þá var rúmgott hjá okkur,en það er nú ekki gott að þurfa að finna annað pláss fyrir einn úr fjölskyldunni,svo við prófuðum að setja inn auglýsingu og ætlum að ath skifti á vagninum og fellihýsi fyrir sambærilegt verð,en ef það gengur ekki upp þá kaupum við okkur góða dýnu og setjum á gólfið fyrir neðan svefnplássið og þar er hægt að sofa,
við versluðum okkur svefnpoka og höfum í vagnin um,þetta eru pokar sem þola allt að tuttugu stiga frost hjá okkur hjónunum en við gerðum ráð fyrir að geta farið vetrarferðir,og fengu börnin líka góða poka sem þola allt að tíu stiga frost,þessa poka fengum við í rúmfatalagernum á fínu verði,svo vel um okkur fór og ekki var kallt,en við erum líka með rafmagnsblásara í svefnrýminu,
golfvöllurinn var mátaður og var það víst skemmtilegt fyrir bæði börn og fulorna,en húsfreyjan var með yngstu púkanna í vagninum og þar í kring og treysti sér ekki í tveggja tíma spil,en hafði það gott með börnum og hvutta,
það var ekkert mál að hafa hvutta með en hann vakti athygli og það er greinilegt að fólk hefur nú ekki mikið seð þessa tegund en var mjög hrifið,
en alltaf gott að koma heim,við drifum okkur að pakka saman um kl tíu í gærmorgun en útlitið á himninum var að dökkna og það passaði þegar vagninn var hengdur aftann í bílinn að þá kom demba,og ekki var umferðin farin að aukast og við komum heim á undan mikilli umferð en í blaðinu í morgun var einmitt sagt frá stöðugri umferð nánast frá Sellfossi og í borgina,sem betur fer þá sluppum við en bóndinn hafði ákveðið að ef umferðin væri farin að aukast þegar Hveragerði var komið þá ætlaði hann krísuvíkur leið og koma upp á þjóðveginn hjá Hafnarfirði
það höfum við gerð oft áður og miklu þægilegra og laus við umferðarþungann
það styttist svo í næstu ferð og rétt rúmlega vika í fimm daga ferðalag,svo að næstu dagar fara í skipulag og undirbúning
síðasta vika hjá púkunum í leikskólanum en hann er að fara í fimm vikna sumarfrí eftir næstu helgi,það er tillhlökkun en það er nú oft farið og leikið sér þar eftir lokunn,
en það koma myndir fljótlega af ferðalaginu og hvutta í albúmið en þar er af nógu að taka,
en komin tími að lokum í dag,við heyrumst síðar en hafið það sem allra best og njótið lífsins
húsfreyjan sendir ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 12:54
langar á formúlu keppni
það hefði nú ekki verið leiðinlegt að vera á formúlu keppni í dag og á þessum stað en buddan leifir það ekki,en fengum tilboð frá flugfélagi sem bauð upp á ferð sem kostar AÐEINS á annað hundrað þú fyrir einn þessa helgi ekki ódýrt að okkar mati, svo þá er bara næst besta sætið sem er heima í stofu í boði með kaffibolla í hönd og nokkra súkkulaðibita,og njóta þess,
eftir formúlu þá verður bakaðar vöfflur með kaffinu ummm og að sjálfsögðu boðið upp á sultu og rjóma með,
s,l. föstudag þá kom breiðholtsfjölskyldan í kvöldmat og húsfreyjan bauð upp á gamaldags steiktann fisk með raspi,lauk, karteflum og fersku grænmeti og allt rann ljúflega í fólkið,stóru stelpurnar fóru með í borgina og í gær fór gumpafjölskyldan í breiðholtið og þar var kvöldmatur í boði,heimabakaðar pizzur og þær eru ávalt góðar,við komum seint heim og ekki voru augun lengi að lokast þegar lagst var á kodann,
ætlum að hafa það rólegt í dag,hjólatúr og gönguferð ásamt Lubba sem er voða glaður og gengur vel með hann,gleður okkur og mikill leikur í honum,
húsfreyjan fór í kvennahlaupið ásamt Guðbjörgu systur en við vorum ekkert að spretta úr spori heldur röltum bara í rólegheitum,og stittum okkur leið vegna meiðsla húsfreyjunar en við skiluðum okkur á endastöð og fengum pening um hálsin,súpu og brauð og að lokum skelltum við okkur í heita pottinn mjög notalegt,ekki svo margar konur sem tóku þátt,það hafa verið fleiri,
húsfreyjan fór til læknis s,l. föstudag og var rætt fram og til baka ýmislegt og niðurstaðan var sú að ekki að hætta á lyfjunum og gera eina tilraun með að auka aðeins við broslyfjunum ásamt að fá migrinislyf en sá höfuðverkur hefur aftur tekið sig upp en hefur legið í dvala síðan síðasta meðganga var,og gerð tilraun með lyf sem eiga að draga úr spennu og verkjum í fótum,baki og mjöðmum,og auðvitað er haldið áfram að gera góðar æfingar alla daga því án æfingana þá stirnar líkaminn,þó svo húsfreyjan sé ekki mikil kyrrsetukona þá hjálpar allt til,margt smátt gerir sitt
ætla að biðja bóndann fljótlega að setja inn nýjar myndir af ýmsum atburðum síðustu vikur,húsfreyjan er ekki alveg viss hvernig það er gert
en kveð ykkur þartil næst,hafið það sem allra best og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða
knús og koss frá húsfreyju gumpinum
p,s
fáum okkur ís í dag það gleður og klikkar ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 21:41
notið þess að hafa róleg heit heima
kvöldin hjá húsfreyjunni hafa verið í rólegheitum og snemma farið í bólið og ekki mikill nennir í skriftir en það er nú ávalt líf og fjör hjá púkunum og þau orðin góð af veikindum en það voru víst nökkur börn og fullornir sem lögðust í flensu,nú frá því síðast þá hefur bæst við litill ferfætlingur á heimilið og þvílík undur að mati púkanna,en fyrir viku síðan þá kom pabbi,Eygló og Siggi í heimsókn með Lubba litla en það er nafnið á tæplega fjögra mánaða kínverskum loðnum faxhvolpi,en daginn áður kiktum við hjónin og völdum einn af þremur sem eru eftir,og daginn eftir var hann komin á heimilið öllum til mikillar gleði,elsta dóttirin hefur þráð lengi hvolp og erum við reyndar öll mjög hrifin af hvutta litla,og er daglega farið í smá gönguferðir og haft gaman af.
í gær á þjóðhátíðardaginn þá fengum við breiðholtsfjölskylduna í heimsókn,húsfreyjan skellti súkkulaðiköku í ofninn og bjó til ekta smjökrem og með hjálp púkanna þá fór slatti á kökuna og slatti á og í púkanna við kíktum upp í skóla áður en við brögðuðum á kökunni og fylgdumst með söngvakeppni barnanna og þar sungu þrjár stelpur saman þær Gyða Dögg,Karlotta og Stefannie ásamt fullt af öðrum börnum,og viti menn stelpurnar þrjár unnu fyrstu verðlaun,þær sungu lífið er yndislegt og gerðu það með glans,og ekki verra að hafa Jónsa á sviðinu með þeim og myndir teknar af þeim með honum,
í verðlaun fengu þær frítt að borða á veitingastaðnum mamma mía og nú í dag fóru þær ásamt breiðholtsfrænku sem gisti og einni stelpu til viðbótar og tóku út vinninginn og borðuðu á staðnum,það er ekki leiðinlegt að fara út að borða að þeirra sögn svo fóru þær á nýja tjaldstæðið en þar er víst forvitnilegt að skoða leiktæki þar,
húsfreyjan fór í síðasta nuddtíman hjá sjúkraþjálfaranum í dag en hún er að fara í frí þar til um miðjan júlí,þessir tímar hjá henni hafa gert mikið þó svo áhrifin vara ekki lengi í hvert sinn,við ræddum um batarhorfur en þær eru ekki miklar,n hægt er að lina verki og auka vellíðan með verkjameðferðum eins og nuddi,sundi eða vatnsleikfimi, æfingar og ef til vil verkjalyf.
upphaf veikindanna spanna langt aftur í tímann en þegar hnén fóru að gefa sig vegna þess að hnéskeljar fóru úr lið en tæp þrjátíu ár hafa undið upp á sig og í dag er staðan því miður ekki góð,en langtíma plan til að bæta líðan ásamt að hafa góðan stuðning frá læknum,sálfræðingi,fjölskyldu og vinkonum sem hafa gefið mikið fyrir húsfreyjuna,margt smátt gerir stórt,og í fyrramálið er ætlunin af fara til læknis og meta lyfjagjafir hvort þær gera meira ógagn eða gagn,en andlega líðan er of mikil sveiflukend og valda því að það innra í líkamanum er í sárum,og valda einnig mikilli aukaþyngd en eftir að lyfjaskamturinn var aukin í byrjun árs þá hefur líkamslíðan legið niður á við en andlega hliðin upp á við þar til fyrir ca tveimur mánuðum,en vonandi kemur eitthvað gott úr læknisheimsókn á morgun,
okkur er farið að hlakka mikið til að komast í útilegu en ætlunin er að fara ásamt fjölskyldu og íslendingunum sem búa í Danmerkur í fimm daga ferð í júlí mánuð og er bóndinn að skipuleggja ferðina og gengur það vel,og kemur í ljós fljótlega hvert ferðinni er heitið
en það er víst komin tími á að loka dagbók dagsins,hafið það sem allra best og njótið vonandi lífsins
kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 20:59
lasnir púkar og eru ekkert að skána
þá er þriðji innidagur púkanna vegna veikinda og mikið óskaplega langar þeim að fara út að leika og fara á leikskólann,en það verður að bíða og einhvernveginn fellur sá grunur að þessi vika fari í að þau verði heima,og veðrið er yndislegt og ekki mikið hægt að njóta þess,en sumarið er vonandi rétt að byrja og við horfum bjartsýn á næstu vikur,
á morgnanna fara púkarnir í gufubað til að losa um allt sem er grjóthart,fast og grænt á nefinu og út á kinnar,og það líkar þeim vel,svo er matarlistin bara nokkuð góð ennþá,elsta dóttirin er nokkuð hress en á í vanda með vaxtaverki og mikið er að togna úr henni ásamt öðrum líkamsbreytingum og er hún eitthvað að hugsa um þetta allt saman og veit að það má alveg spjalla um það sem henni langar að vita,
við hjónin spjöllum um allt milli himins og jarðar og fyrir stuttu erum við að spjalla um breytta lífshætti frá því er við vorum börn,ekki svo ýkja langt síðan eða hvað en hvað gerir það að verkum að börn í dag og margt fullorðið fólk er í svona mikilli yfirvigt ? er það kannski svo mikill hraði á öllu ásamt breyttum lífsgæðum og áheyrslum að heimilið fer oft forgörðum ásamt fjölskyldunni ? fólk svo yfirkeyrt að það grípur það þægilegasta og fljótlegasta ? börn með lykla um hálsin og verða að bjarga sér sjálf mest allan daginn þegar engin skóli er ? ekki það að þau hafi gott af því að getað bjargað sér en spuriningin er sú,hvað er til handa því þegar heim er komið eða taka með sér ? það er ekki mikið mál að útbúa holt og fljótlegt til að taka með sér og hafa heima, hverju nennum við eða gefum okkur tíma ? en ekkert að því að stundum er breytt út af vananum,það er mjög gaman að gera saman mat og baka
þegar við vorum að alast upp þá var ávalt heimatilbúin matur á kvöldin og oftast í hádegi og meira að segja stundum grautar eða súpur í eftir rétt,svo var mikið bakað,notast við það sem náttúran gefur eins og berin,fjallagrös,og matjurtargarður í garðinum,farið að veiða í vötnum og svo framvegis.
áhyggjulaus voru börnin úti að leika sér,komu inn þegar þau voru svöng,og ýmislegt brallað og skoðað,sem í dag væri bara nánast lífshættulegt að kanna ,já börnin á hreifingu og borðuðu venjulegan heimilismat,en gaman að fá ýmsar nýjungar í mat,ávöxtum og grænmeti en sumt eða margt er löngu komið út í öfgar,litlu krílin sem byrja að borða að þá er pakka og krukkumatur og ekki gefa t,d. fisk og skyr og ýmislegt annað en það hefur nú ekki skaðað húsfreyjuna og hennar systur og fullt af öðru fólki,börnin okkar hafa fengið að smakka venjulegan heimilismat en bara lítið í einu,og ekki hafa þau hlotið skaða af og oft var talað um að það mætti ekki þegar farið var með þau í reglubundnar skoðanir,en margt fólk gerir það sem það getur og margt fólk hefur ekki mikið um að velja,
og þegar ferðalögin eru farin þá var bara haft bretti og hníf og skorið niður í bílnum ýmislegt grænmeti,ávexti og gefið skyr ásamt smurðu brauði með ýmsu áleggi,það er ekkert mikið mál ef nennirinn er fyrir hendi að útbúa gott nesti.
það er líka gott að hafa í litlum boxum eða poku,blandað saman rúsinum og cheeriosi og í öðru boxi ber og epli
jamm ýmislegt rætt um og pælt fram og til baka hér á bæ
en að öðru leiti hefur dagurinn í dag bara gengið sinn vanagang,snýtt og huggað, bakað bananabrauð,tebollur og skúffukaka,sett í þvottavél og hengt út,farið í boltaleiki hér á ,stóra ganginum, lesin saga,litað og teiknað,setið saman við eldhúsborðið og smakkað á nýbökuðu bakkelsi og haft gaman af ,
svo er eldaður kvöldmatur og í boði var steiktur fiskur ásamt karteflum og fersku grænmeti og tómatsós,börnin lúin upp úr kl sjö og þá háttað og hiti mældur,stílar gefnir og hóstasaft,lesin kvöldsagan og í bólið rétt rúmlega hálf átta, bóndinn á áframhaldandi námskeið á vegum björgunarsveitarinnar,elsta dóttirin er úti að leika og er boðin gisting hjá vinkonu,og í dag þegar fótboltaæfingin var þá kom í heimsókn landsliðs þjálfari stelpnanna ásamt tveimur stelpum úr landsliðinu og það var víst mjög gaman .
en nú er komið að leiðarlokum í kvöld, njótið kvöldsins og vel í nótt
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2009 | 21:57
að fanga hugann
ætli það sé ekki komin tími á að húsfreyjan láti heyra frá sér og fjölskyldu , hvílík helgi sem er afstaðin já mikið um að vera hér í bænum ásamt allskonar skreytingum sem fólk setti upp á met tíma,já íslendingurinn er þekktur fyrir margt bærinn okkar tók miklum breytingum s,l. viku og ennþá eru leifar af hinum ýmsu skreytingum hér og þar, og ekki spillti veðrið það var mjög gott og margbreytileg dagskrá ásamt fjölda aðkomu fólks og ekki tók nýja tjaldstæðið bæjarins við nema hluta aðkomu fólksins en þá var nú bara tjaldað á næsta túni,
ekki komst húsfreyjan út nema að litlum hluta þessarar helgar,fékk slæmt höfuðverkjakast frá fimmtudagskvöldi og er ennþá með vott að höfuðverk,og á föstudagskvöldið þá sofnaði frúin með púkunum fyrir kl átta að kvöldi en var búin að fá verkjalyf frá systur í Njarðvík sem sló á svo að svefninn var nokkuð góður þar til um kl sjö á laugardagsmorgunn,og vaknaði nokkuð hress með börnum og bónda,eldri dóttirin fór með pabba sínum á björgunarbátinn þegar skemmtisiglingin var og þvílíkt fjör að hennar mati ásamt að komast mjög nálægt þyrlunni ekki leiðinlegt
en upp úr hádegi fór höfuðverkurinn að koma aftur ásamt öðrum verkjum en húsfreyjan ákvað að harka af sér og fór með púkanna í göngu en svona til vonar og vara þá var kerran tekin með, púkunumfinnst gott að hvíla sig aðeins þegar gönguferðir eru,bóndinn hitti okkur á bryggjunni ásamt breiðholtsfjölskyldunni og teindaforeldrar bættust í hópinn,við röltuðum hér og þar og börnin höfðu mikið gaman af og að fá að klifra í rauðu bílann , slökkviliðsbílanna, var aldeilis gaman og margar ferðir farnar já það virtist vera endalaus orka vera í púkunum
upp úr kl fimm komum við heim enda húsfreyjan orðin nokkuð lúin,tók inn verkjalyf frá systur en ennþá orka í púkunum,teindamamma og breiðholtsfrúin komu með,bóndinn var að vinna með björgunarsveitinni,við bjuggum til gómsæta kjúklingasúpu ásamt fullt af grænmeti,og vorum við öll saman í mat,
púkarnir sofnuðu rúmlega níu og orðin þá mjög þreytt,við spjölluðum í dágóða stund og upp úr miðnæti fór bóndinn ásamt breiðholtshjónunum að kíkja á næturlífið en húsfreyjan gekk frá ýmsum húsverkum fyrir svefn, mikið fjör í bænum og hér í nágrenninu að sögn þeirra sem könnuðu næturlífið,
sjómannadagskaffi hjá Guðbjörgu systur var voða gott eftir smá göngu um bryggjuna í svona klukkutíma,og púkarnir vildu bara sitja í kerrunni með teppi og hafa það notalegt,húsfreyjan útbjó fína brauðtertu og kom með í kaffiboðið,og áttum við þessa fínu stund,en gott að koma heim og kvöldið tekið snemma enda fjölskyldan lúin eftir atburði helgarinnar,
foreldrarnir voru ræst um kl sex í morgun það hefði verið voða gott að sofa aðeins lengur en húsfreyjan nokkuð lúin enda ekki svo vel sofinn þessa nótt,en skreið aftur upp í ból þegar púkarnir voru farin á leikskólann,dóttirin svaf vel og vakti mömmu sínakl að verða tíu,og saman borðuðu þær morgunverð og spjölluðu klukkutíma seinna fór dóttirin á fótboltaæfingu og á meðan tók húsfreyjan nokkur húsverk,setti í þvottavél,og tók úr uppþvottavél og setti aftur í hana,tók föt af snúrunni og braut saman,fót í búðina og tók dömuna með heim eftir æfinguna en önnur æfing tók við kl eitt,og svo fór hún í sund,en það var hringt frá lekskólanum og stráksi komin með hita en var sofnaður í hvíldartímanum eftir matinn ásamt systur sinni,og leifðum við þeim að sofa áfram þegar við ætluðum að ná í þau,konurnar á deildinni sögði það allt í lagi og hringdu þegar þau voru vöknuð,og það passaði,stráksi var með 38,7 og mjög slappur,hann vildi bara kúra með snuddu og bangsa þegar heim var komið og gæddi sér á ís ásamt systur,
en hresstist aðeins þegar bóndinn kom heim en fékk svo stíl og hélt áfram að kúra,en hresstist þegar kvöldmatur kom og borðaði vel,púkarnir sofnuðu á sínum tíma , eldri daman er að venju úti að leika með vinum,bóndinn er að hjálpa föður sínum og húsfreyjan að hafa það notalegt en er orðin lúin,fer í sjúkranudd fyrir hádegi á morgun en rétt á undan er læknis heimsók,þarf að greina frá verkjabreytingum og höfuðverkjum sem aukast,en þetta fer vonandi vel
það væri óskandi að fréttirnar sem glymja yfir okkur væru jákvæðari en það eru ekkert að kæta okkur eða gefa vonir,og í dag voru svo mótmæli fyrir utan þinghúsið og ekkert skrítið með það,það er alveg óskiljanlegt hvað almenningur þarf að gjöra svo vel að borga brúsann eftir þá aðila sem varla er til orð yfir þá sem húsfreyjan gæti lýst þeim,en ekkert höfum við valið,og það er gremjulegt að þeir aðilar fá að spóka sig um stræti og torg og halda örugglega eitthvað áfram að skíta út og vanvirða allt í kringum þá því þeim er skítsama um almenning,
stundum kemur það fyrir að gremjan kemur upp og bísna öll af reiði og miklum tilfinningastundum og vonleysið brýtur niður ótalmargt,svo tekur tímann að jafna sig og lífið heldur áfram sinn gang,einhver von í brjósti hjá vonandi sem flestum en því miður er það ekki alstaðar,
húsfreyjan pælir mikið í lífinu og tilverunni og óskar þess oft að margur hafi það betra en það hefur í dag,og það þurfum við að gera,að hlúa að okkur ásamt fjölskyldu,svo er líka sagt að ástandið,kreppan, þjappi fólki meira saman,afhverju þarf ástand eða kreppa að hafa þau áhrif ? þau áhrif að t,d. meiri samvera,sparnaður,fólk finnur sér áhugamál og svo mætti lengi telja sjálfsagt,
það er eins og elsta dóttirin hefur oft sagt og fyrir löngu síðan þegar hún sagði það fyrst,,,, ég vildi óska þess að lífið væri auðveldara,ég vildi óska þess að minna væri um leikföng og tölvur,þá væru börn meira saman og væru meira úti, ég vildi óska þess að fólk þurfi ekki að vinna svona mikið svo það geti keift matinn og borgað húsið, ég vildi óska þess að lífið væri eins og hjá börnunum í Ólátagarði.
já það er ótalmargt sem daman hefur hugsað um og ekki eldri en tíu ára,og börn eru þau sem við þurfum að hlúa að,þau eru framtíðin,og húsfreyjan viðurkennir það fúslega að hún kvíðir framtíð barna sinna og annara,
en að lokum vekjið upp Pollíönnu sem býr kanski innra með ykkur og njótið
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 22:04
brjá að gera
síðustu dagar hafa verið nokkuð annasamir,bóndinn hefur verið að vinna hjá laxeldinu hér rétt fyrir utan bæinn og síðustu þrjá sólahringa hefur hann varla komið heim,en það kom skip sem tekur lifandi seiði um borð og það þurfti mikið tilstand bæði með björgunarbátinn og með kranabílinn,bóndinn kom heim kl hálf sjö í morgun og hafði þá verið rúman sólahring við vinnu en hafði með sér sæng og náði aðeins að dorma í vörubílnum,en fór svo í vinnu kl tíu í morgunn,en ekki er nú oft svona tarnir og þetta kemur sér vonandi vel bæði fyrir fyrirtækið og budduna
púkarnir una sér vel á Hlíð það er mikill munur á deildum,en allt starfsfólk leikskólans er frábært og þær konur sem hafa verið með púkanna á yngri deildinni fylga þeim yfir og verða þar innan handar ein hverja daga með börnunum sem voru flutt yfir,í gær var vorgleði á leikskólanum og vel auglýst en þrátt fyrir það þá tók húsfreyjan viltlaust eftir og misti af öllu og er það í fyrsta skiftið sem það gerist,ekki alveg nógu gott en fékk góðan skilning frá konunum þar,það voru fleiri foreldrar sem ekki komu og börnin hlutu engan skaða af,
nú húsfreyjan tók sig til og gerði fínt horn frammi á gangi,það horn hefur fengið nýja málningu og hefur skattholið sem þar var sett í herbergi hjá Gyðu Dögg en hún var með það í hinu herberginu og pantaði það aftur,en í horninu er búið að koma fyrir gömlu tölvuborði og gömlu tölvunni en púkarnir fá nú sinn stutta tölvutíma og eru að kanna leiki sem systir þeirra hafði gaman af eða réttara sagt hefur ennþá gaman af þegar hún rifjaði þá upp fyrir stuttu en það er Glói geimvera og reiknibíllinn það er ekki á hverjum degi sem tölvutími er svona yfir sumartímann þá er mikil útivera og talvan gleymist og engin söknuður,hvorki fyrir börnin eða foreldranna,
fjölskyldan ætlaði að fara í útilegu þessa helgi en það verður sennilega ekki,húsfreyjan er ekki í formi en verkir hafa aukist í hægri hlið og í dag snarversnaði líðan og hafa engin verkjalyf virkað svo á morgun á að gera tilraun til að hafa samband við læknir og ath hvað er hægt að gera,en þá verður bara tekin önnur helgi í útilegu,en á sunnudaginn er okkur boðið í sjómannakaffi til Guðbjargar systur og húsfreyjan ætlar að koma með gott á borðið,en í morgun þá bakaði húsfreyjan súkkulaði köku og tebollur en það var allt sett í frystir fyrir útileguna en verður þá bara etið hér heima
næstu helgi er svokölluð systkinnaferð hjá teindamömmu en árlega hittast systkinni teindamömmu í útilegu eina helgi,og þegar það var tilkynnt í dag að þetta væri að bresta á þá fékk húsfreyjan kvíðakast,þegar fólk safnast saman þá er erfitt fyrir húsfreyjuna að blanda geði,hélt meira að segja að þetta væri að skána svona í vor en það er ekki og meira að segja búðarferðir eða í orkubúið þá er óróleiki og barátta að vera á staðnum,hef meira að segja skimað um búðina eða aðra staði hvar best sé að fara svo sem minnst sé verið að mæta fólki,eins með leikskólann eða í skólanum já þegar daman er að keppa og okkur langar virkilega til að vera með þá er visst öryggi að hafa bóndann með og púkanna þá er gott að sinna þeim og rölta um,
svo að þegar húsfreyjan fer til læknis vonandi sem fyrst þá þarf læknirinn að vita þetta að hans mati ásamt sálfræðingnum,og aðstoða húsfreyjuna eftir bestu getu til að takast á við fælnina og kvíðann,
en jæja það er víst komin tími á að skella tölvunni í lás,en eitt að lokum,bærinn okkar er að taka þvílíkum breytingum og er bara gaman að fylgjast með skemmtilegum skreytingum,það er um að gera að hafa gaman af og að fjölskyldan haldi hópinn og geri gott úr helginni hvar sem sem þið eruð þá eru þetta minningar sem skifta svo miklu máli og ótrúlegt hvað börnin muna,og ekki er það gott að þau muna óskemmtilegar stundir t,d. þegar óregla og áfengi er við hönd það einfaldar passar ekki með börnum,það er ekkert að því að fá sér áfengi en komum börnunum í pössun fyrst,og gleymum þeim ekki,
hafið það sem allra best og njótið það alls sem í boði er og af nógu er að taka
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009 | 21:58
loksins er skólinn búin
jæja þá er enn eitt skólaárið lokið og elsta dóttirin er búin að ljúka yngsta stiginu og fer á miðstig í haust,það er ótrúlegt hvað þetta líður og ekki svo langt síðan að húsfreyjan gekk með púkanna og dóttirin að byrja í skóla rétt áður en þau komu í heiminn,kennarinn kvaddi börnin og eftir þriggja ára kennslu saman þá gáfu þau kennaranum gjöf,og var smá drama þar og greinilega hvað þeim þótti vænt um hana og henni vænt um börnin,
fótboltaskólinn byrjaði í dag og að sálfsögðu vildi daman taka eitt námskeið og á morgun byrjar svo sumaræfingar í fótboltanum,og ekki leiðinlegt að vera allan daginn úti og taka bara nesti í bakpokann og koma heim þegar fylla þarf á svona eins og hin sumrin,þá sést voða lítið af stelpunni,en sumarið er stutt og yndislegt.
húsfreyjan búin að fjárfesta í nýjum bikinum,úlala þá er að koma sér í sund og spóka sig þar allavega að láta sig líða vel og sóla sig aðeins og reyna við sundtökin,svo er ræktin stunduð reglulega og koma sér á rétt ról,en allavega er svefninn að gera nokkuð gott og það er dásamlegt,svo í fyrramálið verður tekið nokkuð hraustlega á í ræktinni og svo ætlum við Guðbjörg systir að skella okkur í bónusferð,en á morgun er líka vorgleði á leikskólanum og verður frá kl níu til þrjú,og margt skemmtilegt í boði,og ætlum við að vera sem mest hjá púkunum og njóta dagsins með þeim
börnin spyrja oft á dag hvenar við sofum í tjaldinu,og erum við búin að merkja það á dagatalinu og sjá þau að dagurinn er alveg að koma,en ekki heilla okkur að vera hér næstu helgi,en það er mikið í boði en margt stangast á þegar dagskráin var sett saman,höfum heyrt fólk tala um það að það verði að velja á milli sem það langaði annars að sjá,en hvað um það, sumarið bíður upp á svo margt skemmtilegt og meðal annars að njóta útivistar hvort sem það er í tjaldi eða bústað,við stefnum á útilegur eins og öll hin sumrin,en að mörgu leiti ræður fjárhagur því og ef bóndinn hefur vinnu og aukavinnu meira að segja um helgar þá gengur það fyrir,en okkur langar að taka bústað í viku,vonandi í sumar eða með haustinu,það væri gott að komast öll saman áður en húsfreyjan fer aftur á spítalann en það hefur ekki gerst mjög lengi að við höfum eitt viku í bústað ,og að venju þá er setið um hverja viku á sumrin en það er aldrei að vita nema eitthvað óvænt gerist og ætlar bóndinn að kanna þetta fljótlga kannski að einhversstaðar leynist vika.
en að allt öðru,mjög skemmtilegur tími sem við Guðbjörg systir eyddum saman í morgun eftir skólaslitin,við fórum í smá leiðangur og fórum svo heim til hennar,þar var spjallað og hlegið og allt í einu var komið hádegi,húsfreyjan dreif sig heim og náði að skella í sig hádegisverði ásamt dóttur og bónda,því næst í gula húsið og skrá stelpuna í fótboltaskólann,það tók sinn tíma og svo á leikskólann en púkarnir voru fyrsta daginn á Hlíð og voru mjög sátt,
dagurinn leið hratt og mikið að gera og vorum við orðin mjög lúin þegar kvöldmatur var komin,í boði var gufusoðin fiskur með karteflum og fersku grænmeti,púkarnir sofnuð fyrir átta,og gistir dóttirin hjá vinkonu sinni í nótt,bóndinn verður að vinna í kvöld,kemur heim um ellegu og fer aftur milli kl fimm og sex í fyrramálið,það er smátt að aukast vinnan og vonandi verður það áfram,allavega ekki eins og árið hefur verið,og munar um allt það telur sem inn kemur,
en jæja komin tími á að gera smá húsverk og koma sér svo ó bólið,
hafið það sem allra best og njótið lífsins
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 10:19
brosum og njótum
húsfreyjan ætlaði að vera búin að blogga en það er nokkuð mikið að gera,og á kvöldin þá er notaleg heit undir teppi og aðeins með öðru auga litið á sjónvarpið og upp úr kl ellefu þá er farið í bólið,og hver segir að kraftaverkin gerast ekki en s,l. tæpar tvær vikur þá hefur svefninn tekið miklum framförum,allt í einu þá er húsfreyjan farin að getað sofið og sofið og sofið og alla nóttina og ef það er ekki undirstaða fyrir verkin næsta dag hvað þá en allavega þá hefur það ekki gerst síðan húsfreyjan var á fyrstu mán meðgöngu púkanna að geta sofið, og er það fyrsta fréttinn
fleiri brosandi fréttir vikunar
ný sundlaug opnuð á Álftanesi og mikil aðsókn þar,og á þeim bæ hafa framkvæmdir haldið áfram þrátt fyrir það sem á undan hefur gengið frá s,l. hausti
skapandi kraftur átján einstæðra mæður og það er ekkert smá verk sem þær skrifuðu og eru komnar með á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu,kraftmiklar konur
útideild í leikskóla er nokkuð skemmtilegra en að geta notið þess að klifra í trjám og leikið sér innan um náttúru sem er ekki steift í stíga,er samt ekki að lasta leiksvæðum leikskólum og skólum en þessi útileiksvæði í náttúrunni er góð viðbót
ostur.is ummmmm
og önnur sundlaug er í smíðum á Hofsósi og engin hætta á að sú bygging standi hálf kláruð enda er ekkert meira hressandi en að skella sér í sund og er góð skemmtun og bráðholl segja margir enda hafa vinsældir sundlaugar landsins aukist verulega
fjölskyldan horfði á úrslitaleik í meistaradeildinni og erum mjög sátt við úrslitin, Barcelona voru miklu betri með boltann,svo erum við miklir Liverpool aðdáendur og fylgjumst vel með boltanum bæði erlendis og íslenska að sjálfsögðu
nýja barnafatalínan hjá Hagkaup er mjög flott en haldin er samkeppni reglulega og hæfileikafólk fengið að koma sköpun sinni á framfæri
landið mitt aukablað í fréttablaðinu hefur borist okkur s,l. viku og alveg þess verðugt að skoða þegar útilega er á dagskrá,en húsfreyjan hefur mikið ferðast frá blautu barnsbeini og fjölskyldan hefur haldið áfram að ferðast allan ársins og eru það mikil forréttindi og ómetanlegt
ORA ORA auglýsir kjötbollur,húsfreyjan borðað oft kjötbollur úr dós sett meint á primusinn í útilegum í gamla daga ásamt fjölskyldu og voru mjög góðar og eru rata ora vörur í matarkörfuna í innkaupum en kjötbollurnar hafa ekki verið á boðstólum en kannski að þær verði aftur keiftar fyrir útilegu sumarsins ekki verri matur en annað sem oft rata á útileguborðið
en að öðru sem hefur á daga okkar drifið við fórum í heimsókn til breiðholtsfjölskyldunar á laugardaginn,húsfreyjan var boðin í naglasnyrtingu og er komin með fínar neglur,frúin baka fullt af gómsætum pizzum og vorum við í breiðholtinu til hálf tíu um kvöldið,börnin í góðum leik og allir gleymdu sér en ekkert að því,og það sem við eigum að njóta þá skiftir tíminn engu því þessi stund og dagur kemur aldrei aftur,
við keiftum nýja takkaskó á Gyðu Dögg enda þeir gömlu ornir of litlir en eiginlega ekkert slitnir þrátt fyrir mikla notkun.við fréttum af síðasta parinu í útilíf á gamla verðinu rétt rúmar þrjú þús kr og alveg eins og hún átti,og er daman mikið glöð,en frænka og jafnaldra hennar úr breiðholtinu hafði fengið alveg eins skó á sama stað á laugardeginum og meira að segja sama númer,og þegar við húsfreyjurnar fórum á naglastofuna þá var tekin smá krókur og skórnir keiftir,já kraftaverkin gerast og stundum leikur lánið við okkur,
stelpurnar gistu svo saman í breiðholtinu og komu svo í gær með breiðholtsfjölskyldunni en þallarnir náðu í tjaldvagnanna úr geymslu og er ætlunin að fara fyrstu útileguna næstu helgi,vagninn viðraður og kom fínn undan vetri
en jæja það er víst komin tími á smá gönguferð og húsfreyjan kveður þar til næst
hafið það sem allra best og njótið þess að vera saman,það kostar ekkert og gefur mikið því við vitum aldrei hvenar okkur verður svift þessum dýrmætum tíma og forréttindum að vera saman
kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 21:02
blessuð blíðan og ...
blessuð sólin hefur komið þeim skilaboðum að sumarið sé komið og það er aldeilis búið að njóta þessara daga púkarnir hafa þessa vikuna verið í heimsókn á Hlíð en það er önnur deildin þar sem eldi börnin eru á leikskólanum,og eru þau mjög ánægð með þær heimsóknir,og stefnan er að eftir næstu helgi þá verða þau alveg komin yfir en auðvitað fá þau að koma í heimsókn á gömlu deildina,
heilsa púkanna er öll að koma til,þau eru ekki eins hóstandi nema ef vera skildi þegar þau reyna á sig,en næturnar eru góðar og sofa þau eins og og það er mikill munur frá því sem áður var,
Gyða Dögg er mikið úti eins og oft er og þessa síðustu dagar skólans þá er aðins einn venjulegur kennsludagur eftir og er hann á morgun en als hafa þeir verið tveir þessa vikuna,en leikjadagur var í morgun og ferðalag í gær,
og strax eftir að skóla þá koma fótboltaæfingar mán,þri,mið og fimmtudaga og er áætlunin að hafa æfingarnar á morgnanna frá 10 til 11 og er það mjög góður tími,
húsfreyjan hefur komist í orkubúið þessa daga sem af vikunni eru komnir og gengur nokkuð vel með æfingarnar,svo eru æfingar hjá sjúkraþjálfaranum strax farnar að hafa árangur,og eru til skiftis æfingar og nudd ásamt bakstur og örbylgjunemar á auma bletti,
í dag fórum við í heimsókn til pabba,Eygló og Sigga,þar á bæ var húsbóndinn að byggja veglegan kofa og börnin fóru í heita pottinn og voru fjarska á meðan fékk húsfreyjan sér te og spjalaði við frúna á bænum,áttum fínt spjall,
hér á bæ eftir kvöldmat þá var að sjálfsögðu horft á leik Barcelona og Manchester og sigruðu okkar menn með glæsibragð
en jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í kvöld,
hafið það sen allra best og njótið lífsins saman
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar