fjallganga að baki

halló mín kæru já húsfreyjan er ennþá bloggari en svo er aftur á móti nennir til að opna tölvuna Blush dagurinn er tekin snemma og það er alltaf eitthvað um að vera,sjálfvirku vekjaraklukkkurnar,´púkarnir okkar sem bíða óþolinmóð eftir 25 okt en þá verða þau 5 ára og spyrja nánast á hverjum morgni um  afmælisdaginn sinn,´ræsa okkur rúmlega sex á morgnanna það er ekki oft sem þau sofa til sjö en þetta er bara fínt fyrirkomulag,vera velvöknuð þegar skólinn,vinnan og leikskólinn byrja kl átta,hafragrauturinn eldaður og boðið upp á ávexti með ásamt lýsinu,,húsfreyjan og elsta dóttirin taka hylkin bragðið af lýsinu er eitthvað svo Sick en púkarnir með glöðu geði taka sína skeið,hellt upp á kaffi með gamla laginu það er besta kaffið,einn bolli takk fyrir,húsfreyjan og púkarnir yfirgefa háaloftið síðust og halda okkar stuttu leið á leikskólann og nú er hjólað án hjálpardekkja og þvílík gleði LoL en strákapúki var fyrri til að sleppa hjálpardekkjum en stelpu púkinn með sýna litlu þolinmæði Angry tókst loks að sleppa um helgina og er svo glöð,

húsfreyjan heldur svo sína leið í Orkubúið og æfingar teknar undir stjórn Ásdísar,hvar væri húsfreyjan stödd ef hún væri ekki til staðar og drífur þetta vel áfram,, æfingar búnar klukkutíma síðar og góð sturta og hvíld fram að hádegi ásamt léttum húsverkum,bóndinn kemur oftast heim og þá er húsfreyjan búin að útbúa dýrindis bústa Kissing 

börnin sótt í leikskólann kl eitt og skemmtilegur tími það sem eftir er dagsins,

nú dagurinn í gær var stórt skref fyrir húsfreyju en gangan á þorbjörninn sem ætlunin var að fara jónsmessuna s,l. gekk upp,við fórum öll saman ásamt teindamömmu,við rætur fjallsins voppnuð góðum skóm og göngustöfum byrjaði gangan og með jafnri göngu án þess að stoppa fór húsfreyjan alla leið á toppinn Smile já lokskins eftir tveggja hnéaðgerða og þjálfun sem hefur tekið eitt og hálft ár,og gekk niður í átta að skóginum hinum megin mjög bratt niður en gekk vel,má sko alveg vera smá montinn af þessu afreki og það eiga örugglega eftir að vera fleiri göngur á fjallið,

reyndar fyrir ekki svo löngu fórum við hjónin í einn og hálfan tíma göngu frá sundlauginni að hesthúahverfinu og hestastíg og í áttina að stóra gróðurhúsinu og hluta af skógfellstígnum til Grindavíkur,svo er stefnan í okt ca 22 en þá er eitt ár frá seinni hnéaðgerðinni að ganga frá Vogum skófellstíginn til Grindavíkur og fá með sér hressar konur svo endilega hafa samband ef einhverjar vilja koma með,

nú við erum búin að fara fyrri berjaferðina og tíndum tæplega 8 kg af krækiberjum á ca tveimur tímum,ætlum að fara bláberjaferð næstu helgi,en gott að frysta og eiga í sultu og svo í búst og með skyri Joyful

5 vika runnin upp í þjálfuninni og gengur bara vel,næsta mæling er eftir að sjötta vika er búin finn mun á fötunum og stirkurinn er allur að koma þó svo langt er í land með fæturnar,en að sjálfsögðu er haldið áfram hægt og rólega,það er aldrei að vita nema að fyrir og eftir mæling komi hér fram þegar 12 vikur er búnar Wink

það er líka ætlunin að vera komin í gott gönguform þegar Boston ferðin rennur upp 26 nóv,húsfreyjan ætlar að njóta í botn ferðarinnar með saumó,

jæja ætli þetta sé ekki bara fínt í dag,tími á að gera nokkur húsverk og undirbúa kvöldmat,fínt að borða um hálf sjö og eiga svo tíma saman þar til púkarnir sofna kl átta,

kveð að sinni,hafið það sem allra best og njótið lífsins Heart saman

kv húsfreyjan


nóg um að vera

hinar ýmsu breytingar á heimilinu síðustu vikur,lagfæra og ditta að ýmsu,rör lak í vegg í horni stofunar,neðri hæð nágrannar létu okkur vita að hornið við loftið væri komin með annan lit sem væri ekki æskilegur læus vonda likt og dropar nokkuð þétt Frown nú bóndinn dró frá skápinn og braut aðeins u veginn og viti menn þar kom mikill leki og greinilega búið að grassera lengi þar,tryggingarnar settar í samband og pípari kom,og þetta var á föstudegi og verslunarmannahelgin gengin í garð,ætluðum við fjölskyldan að vera heima,píparinn gat komið svo aftur um helgina en hans var ekki þörf fyrir en eftir helgina,bóndinn braut og braut veginn og setti undir dall sem tók við vatninu,svo var settur blásari í gang og þurkað upp,íarar komu svo og gerðu við það hefði þurft að leggja ný rör utan frá en þeir redduðu þessu,gömlu rörin orðin ansi lúin að þeirra mati,nú er ennþá gat og þarf að þurka upp í einhverjar vikur,okkur langar bara að flytja úr íbúðinni,bara að setja á sölu,en ætlum að klára að lagfæra innganginn og sjá svo til,svo er að búa hér ekki upp á marga fiska eða margir ókostir bæði íbúðin gömul og þarfnast stöðugst viðhald og nágrennið ja hvað skal segja,mikil umferð og ónæði,en vonandi rætist úr þessu,

höfum farið eina útilegu,staðurinn fínn fórum í Hvalfjörðinn á stað sem heitir Bjarteyjarsandur,fínn staður og vel þess virði að kíkja þar við,ættingjar bætust i hópinn,ekki margir á tjaldsvæðinu en það mætti alveg virða reglur og taka tilit til annara,

ætlunin var að fara bústaða ferð þessa helgi en svo margt um að vera hjá okkur,elsta dóttirin að klára fótboltaskólann,landslið kvenna í fótbolta að spila mikilvægan leik,afmæli á laugardaginn,torfærukeppni á laugardaginn svo að það er um marg að velja,

elsta dóttirinn komin á krossara og allur öryggis búnaður að sjálfsögðu,við fórum Djúpavatnsleið s,l. laugardag,daman að hafa rosalega gaman af og er búin að taka nokkrar æfingarakstur finnst loksins gamall draumur hafa ræst,ætla að setja myndir hér til hliðar í myndaalbúm,bóndinn sendir myndir úr stóru tölvunni yfir í þessa tölvu,húsfreyjan hefur ekki ennþá tekist að læra þetta að setja inn myndir á Joyful bónda sem reddar þessu,

það er ekkert mál að hjóla og hjóla á krossaranum að sögn dótturinnar og vill nota sinn frítíma sem á lausu er í hjóla akstur,hún hefur nokkrum sinnum dottið af en ekki er hraðinn mikill,nær að fara að fyrsta gír í annan og svo niður,tók reyndar nokkuð fast í handbrensuna þegar við fórum Djúpavatnsleið,og fleitti kellingum smá söl og fannst gaman,fann til í neðan við vinstri litlafingur,hélt áfram að hjóla,nú eftir að æfingin var búin aog við tókum bæjarferð í leiðinni og þá fór að bólgna upp en ekki samt svo mikið og verkur að koma í þegar við vorum komin heim um kvöldmatarleitið,bóndinn dreif sig með hana á vaktina í Keflavík og hress læknir tók á móti þeim,hann hlustaði með athygli á atburðarásina,og leist vel á áhugamálið dömunar og sagði að það væru nú stærri slys við minni árennslu og spurði um öryggisbúnað,og meðhöndlaði eins og um brot væri að ræða og vildi fá hana aftur strax á mánudagsmorgun í myndatöku,  

strax þann morgun eftir bara ágæta líðan í hendinni að sögn dótturinnar,þá dreif húsfreyjan með dótturina í myndatökuna og þar beið sami læknirinn,og viti menn,lítið bein fyrir neðan litla fingur er brotið,þá að gifsa en bara svona spelkgifs og koma aftur eftir tvær vikur,læknirinn tjáði okkur að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af,og mun ekki hafa áhrif seinna meir, en sama morgun var loksins leikur hjá c liði dótturinnar í fótbolta og læknirinn gaf grænt ljós á að hún mætti spila,dótturinnar til mikillar Smile 

með gifs og gleði spilaði stelpan leikinn og skoraði meira að segja,mæti á æfingar og geri allt sem hana langar til að gera ,,nema að fara í sund sem er Frown

ekki ólíklegt að dóttirin hafi sama sársaukaþröskul og faðir hennar,eða svo segir hún,það er ekki ólíklegt að svo sé,bóndinn hefur æft og keppt í boxi,unnið vinnuna sýna,keft í kappróðri öklabrotinn,hann reyndar vissi ekki að hann væri brotin fyrr en hálfum mán seinna er hann fór í myndatöku,skrítin feðgin Undecided eða hvað

en daman á fullu og svo er skólinn alveg að byrja,púkarnir í leikskóla eftir fimm vikna sumarfrí og alltaf gaman þar,

húsfreyjan komin með grænt ljós hjá sjúkraþjálfaranum og undir hans stjórn og æfingar í orkubúinu þá er og að koma sé í betra form,hnén eru bara nokkuð góð,en ekki sama saga með bakið,hryggjaliðir mjög stirðir enda vantar á nokkrum stöðum svokallaða liðpoka,eitthvað eru bæklunarlæknirinn og sjúkraþjálfarinn að finna út beinþynningu í hryggjaliðum,en við vinnum með þetta og öll hreyfing hvort sem hún er lítil eða mikil gerir gagn og ekki verra að hafa hollt og gott mataræði með,þá gengur upp það sem maður leggur up með Wink sem sagt vika tvö er hálfnuð og eru fimm daga vikunar æfðir,svo er mæling tvö næsta föstudag,hún verður örugglega betri en fyrir hálfum mánuði Smile 

en ætli þetta sé ekki bara gott í bili ætla að gera kvöldmat,svo er litla daman komin með gubbupest,bóndinn er að redda henni,

hafið það sem allra best 

kv húsfreyjan

 

 

 

 


frábært sumar

á meðan baðstofan safnar ryki,,okkar kæra íbúð,, þá njótum við útiverunar og allt annað má bíða betri tíma meira að segja litla fartölva húsfreyjunar sem hefur heldur betur rykfallið ásamt hljóðdiskum í hillu,vantaði nýtt straumbretti og svo sem ekkert lá á að fá nýtt en nú er búið að tengja tölvuna og þá er bara að rifja upp þessa litlu tölvukunnáttu hehe,

en já sumarið og fríin hjá börnunum hefur kallað á útiveru frá snemma morgnanna og fram að kvöldmat,vöknum á okkar venjulegum tíma og róleg heit ásamt morgunmat og litið svo aðeins á dót eða stutta mynd,nágranna stelpan sem býr hér við hliðina,,Þrúðvangi,ásamt barnabarni hjónanna í nær endanum á Þrúðvangi, strákur árinu yngri eins og stelpan,þessi börn og okkar börn hafa verið miklir leikfélagar og þrammað á milli garða og leikskólans,eftir góðan hádegismat sem oftast er skyrbúst með frosna og ferska ávexti og gott brauð þá er smá hvíld og svo skellt sér í sund í ca tvo til þrjá tíma og ekkert leiðinlegt það W00t

erum svo komin heim upp úr kl fimm,og enn og aftur borðað eins og soltnir úlfar,það er líka gott að taka með sér smá nesti í sund og vinsælt að setjast á bekk og narta í ávexti og grænmeti,og hafa vatnsbrúsa við höndina,

börnin eru orðin lúin þegar heim er komið og róleg stund fram að kvöldmat um hálf sjö,háttað og lesin saga,börnin sofnuð upp úr átta,jamm svona eru flestir dagar og erum við bara sátt með það,

elsta dóttirin hefur stundað fótboltaskólann eldsnemma á morgnanna og ætlar að taka annað námskeið strax í næsta mánuði,

ekki mikið farið fyrir ferðalögum þetta sumarið,enda engin ferðavagn og einhver eftirspurn með vinnu hjá bóndanum sem er bara fínt,við dreymum um að geta farið langa helgi í stóra bústaðinn í Grímsnesinu svona þegar hann losnar,þar er yndislegt að dvelja og njóta kyrðarinnar og útiverunar og ekki verra að þar sé gufa og inni og útipottur Joyful

nú sumarið hefur líka snúist um HM í fótbolta þvílík skemmtun frá byrjun að enda,húsfreyjan er með fótboltafíkn á háu stigi og allan tímann hélt hún með Spáni sem lið númer eitt og viti menn Holland var svona vara lið ef eitthvað kæmi nú upp á með Spán svo enduðu þessi lið í úrslit já þvílík drama,teindapabbi glotti út í annað þegar kom að úrslitum hehe

húsfreyjan saknar HM en er farin að hlakka til þegar næstu stórmót verða og vonandi komast okkar stelpur áfram á stórmót,

hvað fleira síðan síðast jú læknisheimsóknir og rannsóknir hjá húsfreyju,og er beðið niðurstöður þeirra heimsóknar innan tíðar,

ísferðir á sunnudögum og hinar ýmsu ísbúðir kannaðar á sunnudagsrúntinum ummmm Joyful og er ein ísbúð með hæðstu einkunn en hún er í Hafnarfirði,en Kjörísinn þar er hvílik góður og höfum við smakkað á nokkrum stöðum en misgóður eftir stöðum, Emmess ísinn á eftir að fá ítarlegri smökkun,

en jæja ætli þetta sé ekki bara orðið gott af bloggi í dag,stefni á að gera færslu áður en langt er liðið,

njótum útiverunar og munum eftir að nota sólarvörnina,þó svo það sé ekki glampandi sól þá hefur hún áhrif bak við skýjarslæðuna,förum í lautarferðir með gott nesti,ekkert vit í sjoppuferðir bæði okurbúllur og aðalega lagt upp með það fljótlegast og næringasnautt fæði,það er frábært að útbúa saman nesti áður en lagt er af stað í ferð,

flýtum okkur hægt og njótum sumarsins Cool

kv húsfreyjan 

 

 

 


úr ýmsum átum

lífið heldur áfram sem betur fer,alltaf eitthvað um að vera og sumarið blæomstrar og sól plús hækkandi hiti leika um okkur,við höfum haft það mjög náðugt,elsta dóttirin er reyndar á pæjumótinu í eyjum,ætluðum við foreldrarnir að fara með ásamt systkynum dömunar,en fyrir s,l. helgi þá var flítt vinnu sem átti að vara næstkomandi sunnudag og við urðum að aflýsa ferðinni,daman fót með fullt af trausti og tilhlökkun,kemur heim á laugardagskvöldið,við höfum verið aðeins í símasambandi við hana og greitt úr hinum ýmsu vandamálum eða allavega gert tilraunir með það,sumt verður að bíða þar til heim er komið,

s,l. helgi það er að segja sjómannahelgin sem er afstaðin,þá vorum við nú ekki mikið á bryggjuplaninu,svona ca einn og hálfann klukkutíma á sunnudaginn,hávaði og hiti og börnin vildu vera heima,við fjárfestum í litlu trampolini fyrir börnin og er það mikið notað,reyndar fór elsta dóttitin með pabba sínum á bryggjuballið og að sögn bóndans og dótturinnar þá var ekki fallegt að sjá mikið drukkið fólk með börn,en auðvitað er líka fólk sem heldur að sér og sýnir sóma sinn með að áfengi og börn fara ekki saman,vinkona okkar fór með stelpuna sína í gönguna og svo heim með barnapíu,og aftur út og áhyggjulaus að skemmta sér vel og geta svo verið saman daginn eftir,

sunnudagskvöld var okkur boðið á sjómannastofuna í mat og skemmtiatriði,skjálfti í hæusfreyjunni fyrir kvöldið en dreif sig bara,frábær matur og skemmtiatriði,gott að koma heim og suttu seinna tók svefninn völdin enda helgin orkufrek,gestagangur  og ekki verra að hlaða sig upp fyrir næsta dag,og hvað er betra en góður svefn,

húsfreyjan er á öðru sundnámskeiðinu og ekki veitir af að halda vel áfram,syndir reyndar fimm daga vikunar,og fer stundum tvisvar á dag og þá með börnin í seinna skiftið ekki mikið synt þá enda er gaman að skella sæér með börnin og dvelja í sbeppnum,börnin er óðum að hressast en nota tappa í eyrun,ætlum að nota góðu daganna það er að segja þegar ekki er mikill vindur og rigning og sækja sundið,

nú skella á sumarfríin hjá hinum ýmsu sem þjónusta okkur,leikskæólinn fer 5 júlí í fimm vikur,sjúkraþjálfarinn fer eftir næstu viku og verður þar til í ágúst,það gengur hægt með fætur en gengur samt,sömu sögu er ekki að segja um aðra líkamshluta,f+ór á tilrauna lyf vegna gigtar og útlægðar taugaverkja en aukaverkanir settu strik í reikninginn og nú er bara verið að bíða eftir að læknirinn komi úr sumarfríi og gigtin endurmetin,eins á að að skoða nýrað ,það er annað sem starfar og ath verkjun lyfja á það,

svo er bara að halda áfram að hafa gott út úr því sem maður hefur,láta sig hlakka smátt og smátt til stóru ferðarinnar í enda nóv,en þá er ætlunin að fara til Boston frá 26 nóv og koma heim 1 des,bóndinn gaf frúnni ferð og vinkonur úr saumó koma með,ferðin pöntuð strax eða um miðjan apríl og sleppum við vel með verð,allt klappað og klárt og nú er bara að koma sér í betra form og æfa rúllustigaferðir hehe eða það segir vinkonan,sem er alvön verslunarferðum,

en jæja læt þetta duga í kvöld,það styttist í kvöldsöguna hjá púkunum og svefninn hjá þeim,bóndinn er í brjál vinnu,

kv húsfreyjan

 


að kyngja nálum,það kallar fram tár

góðan og blessaðan daginn,að venju var ræs kl sex í morgun en morgunmatur var geymdur í klukkutíma,púkarnir eru á pensilinikúr og þurfa að taka á fastandi maga,þau áttu tíma s,l. mánudag hjá háls nef og eyrnalæknir en hann tilkynnti sig veikann,það fannst púkunum merkilegt að læknirinn væri veikur en líðan þeirra bara versnaði og fundu þau til í hálsinum,ekki var hægt að fá tíma hér í bæ og nýji tíminn sem þeim var úthlutað er ekki fyrr en 26 maí,svo í gær fór húsfreyjan með litlu dömuna á vaktina í Keflavík,hringdi fyrst til að vera nú alveg viss með hvenar vaktinn byrjar,kl fjögur en mátti koma hálftíma fyrr og skrá sjúkling,á slaginu hálf fjögur komum við inn um dyrnar en komumst ekki lengra það var fullt út,það datt upp úr húsfreyju,það er einskott að það lægi enginn fyrir dauðanum þvílík biðröð,konurnar sem stóðu fyrir framan okkur lögðu orð í belg og spjallið snérist um það sem viðkemur læknaskorti og niðurskurð,litla daman var frekar slöpp og stóð ekki lengi í fæturnar svo að handleggur húsfreyjunar tók við,loksins kom röð að okkur og eitt sæti laust á biðstöðinni,þar kúrðum við okkur niður og biðum bara í klukkutíma,læknirinn sem tók á móti okkur skoðaði dömuna vel og sá að annað eyrað var fínt en ekki hitt samt ekki sýking en ennþá stórt gat eftir rörið,og reiknaði með að það yrði sett svokallað frímerki þagar þau heimsóttu næst rétta læknirinn og ekki mundi þurfa svæfingu ,hálsinn var ljótur og streftakokkar væri skýringinn fyrir aumum hálsi með nálum að kyngja,móðirinn tjáði að bróðir hennar hefði fengið hita síðustu helgi og væri eittvað aumur líka í hálsi,þá fær hann það sama og systir hans sagði læknir og vildi skaffa þeim lyf,eftir útreikninga á þyngd og pælingar þá spurði hann hvort þau gæti tekið töflur,ekkert mál sagði húsfreyjan,það er nú gott því þær væru miklu ódýrari en fljótandi lyf,spurði hvort þau væru á leikskóla og já þar væru börnin nokkra tíma á dag,læknirinn sagði að það væri að aukast streftakokkar hjá börnum og leikskólinn væri kjörin staður til dreifinga á þeim sýkli,við tjáum honum það að leikskólinn væri komin í frí fram yfir helgi og það væri bara fínt að slaka á og leifa lyfinu að ná niður næstu daga,svo kvaddi hann og við röltuðum gegnum yfirfulla biðstofu og út í bíl,

apotekið heimsótt og þar var líka hellings bið,tókum frænku með til baka,,systur dóttir húsfreyju,,eftir þriggja tíma ferð til læknisins var lokið og kl sex komin heim,komum við í búðinni og þar var líka brjál að gera,sem betur fer áttum við ríka þolinmæði við mæðgurnar í langri bið röð búðarinnar og bilaður afgreiðslukassi var ekki til að lifta brosi á fólki í biðröð,

náðum í elstu dömuna í Hópið eftir leik en þær stelpur voru að spila leik sem var búið að fresta í Faxamótaröðinni,sá leikur kom ekkert vel út að sögn dömunar,þjálfarinn gaf sig á tal við okkur og stelðurnar spiluð bara nokkuð vel en voru samt nokkuð frá því sem þær geta,en vonaði að þær verði betur búnar undir nsta leik sem er nú kl tíu á eftir,leitt að misa af leik í gær en hugsanlega kemst bóndinn allavega veit ekki með púkann hvort við förum þetta er bara klukkutími og ekkert mikið af fólki en svona pest sem púkarnir eru með er víst smitandi,

gott að komast heim eftir ferðina og kvöldmatur snarað á borð,púkarnir í bað og voru sofnuð fyrir kl átta,bóndinn á æfingu og elsta dóttirin að kíkja í námsbæur fyrir komandi próf eftir helgina,húsfreyjan frekar lúin og var sofnuð kl níu,

okkur er boðið í afmæli í Keflavík í dag,veit ekki hvort við förum en allavega verða rólegheit og eitthvað kúrt,en þangað til næst,hafið það notalegt og njótið lífsins

kv húsfreyjan


að láta sér líða vel í eigin líkama

gamla góða rútínan alla morgna hvort sem það er virkur morgun eða helgarmorgun,það er gott að hafa fasta rútínu,vöknum milli sex og hálf sjö alla morgna og höfum til morgunmat,hafragraut,cheerios,ab mjólk og auðvitað ekta nýmjólk í bláufernunum,það vill enginn hér á bæ aðra mjólk,lýsið og vitamín,allt í rólegheitum og við tekur leikur hjá börnum og við foreldrarnir fáum okkur einn kaffi og tökum til við að undirbúa leikskóla og skóla,um helgar er leikurinn hjá börnunum í og með barnaefninu,í gær var stráksi eitthvað slappur og var svo komin með hita um miðjan dag og kúrði sig niður,eftir helgi eiga svo púkarnir að hitta háls nef og eyrnalæknirinn og fara í eftirlit eftir að rörin voru tekin,ekki hafa þau fengið í eyrun en hins vegar hefur kvef og hósti verið að aukast og eimsli í hálsi,læknirinn vill meina að þegar hiti bætist við þá þarf oftast að meðhöndla með lyfjum,svo að nú er bara að krossleggja fingur og vona að allt komi vel út á mánudaginn,

í gær eftir leikskóla bökuðum við tebollur og runnu þær ljúflega niður ásamt ískaldri mjólk,bóndinn kom snemma heim og húsfreyjan tók sér gönguferð,eldaði svo kjúklingalasagne,börnin þreytt og voru farin að sofa kl átta eftir góða sögu,bóndinn á æfingu og við dömurnar sem ennþá voru vakandi höfðum það notalegt,reyndar fór eldri dóttirin ásamt vinkonu hér út og drullumölluðu til kl hálf níu og það er víst ekki leiðinlegt,bólið heillaði okkur um kl ellefu,og svefninn tók völdin stuttu seinna,

s,l. fimmtudag fór húsfreyjan í bæjarferð með vinkonu sinni þvílíkt fjör og gaman að rápa búðir og skoða og skella sér á heilsustað og næra kroppinn fyrir heimleið,að venju tölum við mikið saman og þessi dagur var ekki undantekning en gaman að minnast á það að hann var megrunarlausi dagurinn ekki það að við erum eitthvað helteknar á megrun við temjum okkur heilbrigðan lífstíl en grein í fréttablaðinu með fyrirsögnina UPPHEFJUM FEGURÐ OG TÖKUM FRÍ FRÁ MEGRUN,ef einhver á ennþá það blað þá er ekki svo vittlaust að lesa greinina,það er ekkert að því að hugsa vel um sig og láta sér líða  vel,en aftur á móti fylgja lífshættulegir sjúkdómar þessari óánægju kvenna um staðlaða ímynd að hamingjan felst í ofurmjóum kroppi,sem er langt frá því að vera satt en hins vegar er ekki heldur gott og er líka lífshættulegt að vera vel yfir kjörþyngd,nokkur kg til eða frá er í fínu,fallegar línur með rass og mjaðmir og brjóst,hugsið ykkur konurnar bæði frægar og ekki frægar hér í gamla daga glæsilegar og flott vaxnar,látum okkur líða vel og finnum út hvað fær okkur til að líða vel,fáum okkur að borða reglulega og þá næringaríkan mat ásamt vatni,ekkert að því að gera sér glaðan dag og njóta þá þess,

við ætlum að njóta helgarinnar saman og baka súkkulaði köku og njóta hennar með góðum ís,

húsfreyjan ætlar að enda þessa dagbókafærslu á því að óska ykkur góðrar helgar og 

                                ÞÚ MUN UPPSKERA ÞVÍ SEM ÞÚ SÁIR

farið vel með ykkur

kv húsfreyjan sem ætlar að njóta þess að fá sér ís og köku með fjölskyldu


á það til að fá fortíðar þrá

tónlist,tónlist og meiri tónlist Joyful alskonar tónlist hljóma í eyrum húsfreyjunar þessa daganna jafnt við húsverkin eða gönguferðir,nenni ekki að hlusta á fréttir ,,fyrir löngu búin að taka þær út af dagskrá,,en veðurfréttir eru ennþá inni,,hlusta stundum á tónlistaþætti í útvarpinu á rás 1,já og stundum á rás 2,tónlistarásir í sjónvarpinu eru ekkert mikið heillandi nema þá þegar tímabilatónlist er á dagskrá,eins og núna þá er 80's á stöð sem heitir MAGIC gaman að rifja upp gamla takta,hlakka mikið til þegar vinkona úr efrahverfi jafnaldra að við höfum stefnt að því að taka helgi saman og prakkarast með gömlu tónlistina og fá sér jafnvel góðan drykk með,,og auðvitað allt saman í góðu hófi Wink

er það sparnaður eða ekki inn að sjónvarpsþulurnar hafa sagt sitt síðasta,það er bara notalegt að hafa glæðvært bros og boðið góðan dag eða góða nótt,en því miður þá er gömlum og góðum sið komið undir græna torfu,er nú ekki að lasta nýju röddinni sem mun kynna fyrir okkur dagskránna án andlits og bros,en það hlítur nú bara að venjast,í gærkveldi sátum við límd við skjáinn þegar skólahreystis keppninn var og þvílíkir krakkar,allt lagt í og þá uppsker maður árangur,vorum aðeins að flakka á milli ruv og sport vegna leik sem ekki endaði vel hjá okkar liði liverpol,en koma betri tímar,

ætlum á morgun ef veðurspáinn gengur eftir að fara með púkanna þar sem stór túnblettur er og leifa þeim að spreita sér á hjólunum án hjálparhjólanna,þau hafa mikið falast eftir því og nú er bara að demba sér í það,ætlum svo á sunnudaginn í bæjarferð,dóttirin spilar leik í kapplakrika leikjaröð Faxamótar,smá búðarráp og heimsókn til Breiðholtsfjölskyldunar,

fórum reyndar snögga bæjarferð í gær en tæðlega 3000 hamborgarar voru sóttir,skelltir í stórt skott á jeppa og var ennþá fullt af plássi þar Smile og stelpurnar í 5 flokki á fullt að selja,við seldum 12 pakka og eru frábæara þakkir fyrir stuðninginn,dóttirin bar borgaranna út til fólksins sem voru búin að panta og þakkaði fyrir,það minnsta sem ég get gert sagði hún,vikurnar taldar niður þar til pæjumótið verður 9 til 12 júni í eyjum,við erum búin að fá íbúð og ætlum að taka bílinn með,og allt kostar þetta pening og þessar fáu flöskur og dósir sem hafa safnast hér á ca tveimur árum ásamt óvæntum styrk koma sér vel Kissing 

enn er baðherbergið í smíðum lekinn farinn en það þarf að láta allt þorna vel,helginn fer í að koma öllu á sinn stað en gatið á ganginum niðri við stigann þarf lengur að loftræsa,sem betur fer eru ekki miklar skemdir,á þessum langa tíma sem þessi felu leki var þá dropaði lítið en það kom að því að skemdin kom á yfirborðið,

jæja læt þetta duga í dag,bóndinn minn að koma heim,púkarnir að leika og líður að einhverju skemmtilegu 

hafið það sem allra best

kv húsfreyjan

 


hugleiðingar á göngu

húsfreyjan hugleiðir margt á göngu sinni um bæinn þveran og endilangan,þá er ekki margt sem truflar hugann nema þá helst tillitsleysi ökumanna,og þá kemur upp í huganum tilgangur þess eða hvað það má kallast þegar tillitsleysi eða sjálfselskan gengur fyrir allt of mörgu,og hvað má nefna það er örugglega óteljandi hugmyndir sem hugurunn finnur upp á,og hvað skal nefna ?

til dæmis..að taka tillit til gangandi fólks í umferðinni og aðra ökumannna,leggja bílum sem næst inngangi og skiftir þá engu hvort bílastæðið sé merkt fötluðum,aðeins fyrir slökkviliðs og sjúkrabíla eða annara ökutækja,nú að taka fleiri en eitt bílastæði þegar lagt er í stæði,

til dæmis,,ókurtseysi við hvort annað að hreita ónotum og ljótt látið flakka,

til dæmis,,ekki er tekið tillit  þegar reikingar eru, að eitra fyrir börnum og fullornum, börn geta oft á tíðum ekki varið sig og sumt fullorðið fólk líka,að reikja í bíl og í bílnum með fólk sem ekki reikir og á heimilum veit reindar að sumstaðar fer fólk út,en þetta er viðbjóður fók sem reikir má eitra fyrir sér en það hefur engan rétt að eitra fyrir öðrum,

til dæmis,, hvernig fyrirmynd erum við ? erum við góð eða slæm ? eru hótanir marktækar eða ómarktækar til dæmis þegar börnin eiga að hlíða og gefa frá svokallaða óþekkt,er ekki betra að tala saman auglitis til auglitis,hvernig ölum við börnin okkar upp ? oft á tíðum eru börn ,,keift,, til að fá frið,fullorna fólkið þreytt eftir langann vinnudag og komið heim og oft allt í upplausn á heimilinu,

við vinkonurnar ræddum einmitt svona dæmi ekki alls fyrir löngu og erum við með mjög líka uppeldisaðferðir,reglur eru það sem börn þurfa,að geta rætt við þau rólega þó svo að stundum þurfi að bista sig,reglulegt mataræði og hollur og næringaríkur matur,hámark einn nammidagur í viku og þá má alveg breyta út af vananum og hafa fjölbreytt á nammideginum og þá ekki mikið í einu,frekar vatn og þá nota gos sem spari,ávextir og grænmeti daglega,reglulegur svefntími,að sýna óspart væntum þykju,og gefa sér tíma saman,

þessi mál voru líka rædd við sála,ásamt ýmsu öðru,það er oft erfitt að kingja því sem maður fær framan í sig,erfitt að hunsa það sem sagt er og getur sært,oft ber á góma í umræðunni ,,börnin okkar,,það er bara að besta sem hefur okkur hent að fá þau forréttindi að eignast þau og gefa þeim að við teljum gott líf,hugsa vel um þau og hlúa vel að samverju stundum,vinkonan sem er alltaf til staðar hefur oft haft öxl fyrir húsfreyju og höfum við hlegið og grátið saman,hún er ómissandi í lífi húsfreyju,

heimsókn til sjúkraþjálfara í morgun var frekar vont en lítið þokast í bata sem hún gefur frá sér,en ótrauð höldum við áfram,bóndinn er nú að rústa vegg á baðinu og sá veggur tilheyrir líka ganginum,það hefur fyrir löngu farið rör og hefur verið að dropa og nú er pípari búin að koma og það þarf að brjóta og brammla næstu daganna,en sem betur fer þá er allt tryggt,

söluherferð vegna fótboltans gegg vel,allar stelpurnar lögðu inn pöntun og hamborgarar verða afhentir í vikunni ekki nema 255 pakkningar með 10 stikkum í pakka það er slatti sem bæjarbúar ætla að grilla á næstunni,

læt þetta duga þar til næst,

kv húsfreyjan

 


norðann garri tók á móti okkur fyrsta dags sumars

sumarið heilsar og andar köldu úff en er það ekki bara svona til að minna okkur á hvar við búum á eyju sem er langt úti á ballarhafi ekki svo langt í ísinn sem er ennþá að minnsta kosti á norðurhveli jarðar og eitthvað á Grænlandi og jú þrátt fyrir eldgosin sem herja á okkar litlu jökkla þá og jökulvatnið rennur í stórflóðum undan jöklum,en jæja sumarið fraus jú saman við veturinn og það á víst að boða gott,við skulum bara njóta sumarsins sem er ekki langt og gera gott úr því sem við höfum,við ætlum eins og vanalega að njóta útivistar þó svo útilegur með vagn í eftir drægi verði ekki á boðstólum þá er hægt að fara dagsferðir og skoða náttúruna,sundferðir eru alltaf skemmtilegar,sumarið okkar fer líka í fótboltaferðir eldri dóttur okkar sem er frábært að fara í,og næsta stórmót er pæjumótið í Vestmannaeyjum strax eftir sjómannahelgina og í tilefni þeirrar ferðar þá ætla stelpurnar í 5 flokki að selja hamborgara og eru 10 saman í pakka á kr 1500,þetta eru borgarar frá kjötvinnslunni Esju sem er hágæða fyrirtæki og vill styðja stelpurnar,ef það eru einhverjir sem lesa þetta og hafa áhuga á að kaupa þá er bara að hafa samband við okkur foreldranna eða setja inn athugasemd við þessa færslu,hamborgarnir verða afhentir í vikunni,

síðasti séns er að láta okkur vita á mánudagskvöldið Wink

ætlunin var líka að selja kleinur en önnur fjáröflun hér í bæ er ný búið að selja kleinur svo að við stefnum líka á eurovision pakkann eins og á síðasta ári en þá var snakk í boði en nánar um það síðar í næsta mánuði,

húsfreyjan æfir sund af kappi og og gengur bæinn endanna á milli,lætur ekki hælsæri eða veður stoppa sig,þol og styrkur kemur smátt og smátt frábært að láta hugann reika í gönguferðum,

dagarnir líða fljótt og áður en við vitum af er komið kvöld og amstur dagsins öll skemmtileg heit og góðar stundir fæða hugann og geymdar minningar láta okkur líða vel,við vöknum snemma eins og venja er tökum til við góðann morgunmat ásamt lýsi,stóra daman í skólann og púkar í leikskóla,bóndinn er sem betur fer ennþá með vinnu og mismikið að gera,húsfreyjan í sund eða gönguferðir kl átta,eftir sund er morgunverður númer tvö og tekið til við ýmis húsverk,þá er yfirleitt komið hádegi og bóndinn heim í mat,eigum góða stund saman,púkar sóttir á leikskólann oftast rétt rúmlega eitt þó svo þeirra tími sé til tvö en við erum búin að breyta tímanum þeirra og frá og með næstu mánaðarmótum þá verða þau til eitt,þetta átti bara að vera tímabundið að vera til tvö svona eitthvað eftir að húsfreyjan fór í aðgerðina,

við höfum alltaf eitthvað fyrir stafni þegar heim er komið af leikskólanum,gönguferðir eða kíkja á stóru stelpuna á fótboltaæfingum,stráksa finnst ómissandi að fara með pabba sínum í vinnuna og þá stund sem þeir eiga saman er greinilega mikið að gera fyrir þá feðga,eins eigum við mæðgurnar okkar stundir saman hvort sem það erum við þrjár eða tvær saman,

það gefur mikið og er mikilvægt að eiga góðann tíma saman Heart

sjónvarpsdagskráin breytist svona eins og árstíðir,allavega á ruv,erum ekki með aðrar stöðvar nema sport tvö og skjárinn,en á ruv er eurovision komið á fullt skrið með ALLA LEIÐ og við horfðum eins og límd við skjáinn í gærkveldi,alltaf gaman að sjá ólíkann smekk á lögum og við skemmtum okkur hið besta,en púkarnir voru sofnuð fyrir kl átta svo að ein af okkar stundum saman við skjáinn var þessi þáttur,svo sem ekki mikið gláp á sjónvarp hér á bæ en íþróttir sakamálaþættir eru okkar uppáhald og eurovision bætast alltaf við þegar sá tími rennur upp,eins er bókalestur í hávegðum höfð hér á bæ og allir sem ein lesa alltaf eitthvað á hverjum degi,gaman að hlusta á púkann lesa myndir í bókum og búa til sögu Smile

húsfreyjan lætur þetta gott heita í dag,heyrumst síðar,njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða,sumarið sem er glænýtt og helling eftir af því með hækkandi sól og hita,njótið samverunar við hvort annað,

kv húsfreyjan 

 

 


gosferð og bústaðaferð

tölvuleti hjá húsfreyju,en það er nú samt búið að vera helling að gerast hjá okkur,til dæmis

páskar með öllu tilheyrandi nema páskamat en jú það var búið að versla fína steik og meðlæti,en húsfreyjan og bóndi hennar ásamt elstu dótturinni fórum ferð á gosstöðvar á páskadag og tilefnið var að brottfluttu íslendingarnir sem búa í Danmörk boðuðu komu sína á skýrdag og á fjöll skyldi halda og skoða gosið,tvíburapúkar fengi gistingu hjá afa og ömmu á Skipastígnum og kl hálf fjögur var haldið af stað,undirbúningur fyrir ferð sem samanstóð að yfirfara gamla skrjóð,versla gott nesti svo sem harfisk,flatbrauð,hangikjöt og ávexti svo eotthvað sé nefnt já og páskaegg sem japplað var á,kaffi og heitt kakó og auðvitað smá lögg af Stroh svo útilegustemming fyrir heimför en við konurnar tvær að tölu fengum okkur smá lögg eftir labb og útivist við gosstöðvar,við vorum komin upp að gosi um kvöldmatarleitið og glæsilegt um að litast,eitt besta veður síðan gos hófst og mikil umferð af alskonar farartækjum,við dvöldumst þarna til kl tíu um kvöld og þegar myrkrið var að skella á þá var þetta virkilega fallegt,fólk að grilla samlokur í glóandi hrauninu og myndarvélar með tilheyrandi blossum sáust vel í myrkrinu,flestir fóru þá á heimleið og mikil umferð en gekk ótrúlega vel umferðin,það er meira að segja komnar myndir af ferðinni hér til hliðar af ferðinni,frábær ferð sem lauk kl að ganga þrjú aðfara nótt annars dags páska Joyful

nú síðasta helgi þá dvöldum við í Húsafelli í bústað hjónin með púkanna,ekki gott veður en notalegt hjá okkur,potturinn aðeins notaður og það er fínt að hafa hátt lok yfir honum með gati til að smeygja sér inn og út úr honum,svo að rigningin og rokið buldu mikið á í kviðunum,fengum gesti til okkar á laugardagskvöldið en breiðholtsfjölskyldan heiðraði okkur með nærveru sinni,við elduðum páskasteikina og börnin höfðu á það orðið að það væri jóla,páska lykt í bústaðnum og afgangur af páskaeggjum það er að segja súkkulaðið en innihaldið þykir ekki vera neitt gott.

engar pásur á gönguferðum húsfreyju þrátt fyrir bústaðaferð,það varð bara að klæða sig vel og halda af stað,bóndinn sippaði sem mesta hann mátti á pallinum og hljóp eitthvað um svæðið,hann er að fara að keppa í íslandsmeistara keppninni í hnefaleikum 21 þessa mán en næsta helgi fer fram undanúrslit og æfir kappinn sem mest hann má,

húsfreyjan er komin á fullt í sundið og þrisvar í viku eru æfingar og leikfimi ásamt fullt af konum,það er bara gaman og hafði kennarinn orð á því að liðleikinn í hnjám húsfreyjunar hafi mikið farið fram ekki amalegt það Smile

og gönguferðirnar á hverjum degi upp um víðann bæinn,vopnum stöfum og ipod spilaranum,það styttist í jónsmessu gönguna og ennþá er stefnan að ganga á litla fellið sem trónir ofan við bæinn.

svo er bara að halda áfram að byggja sig upp andlega og líkamlega þótt hægt gangi,og láta ekki einhverja eða hvern sem er hafa neikvæð áhrif á sig sem því miður vill of oft verða,en það er gott að eiga fáa og góða að,þegar vinkona kom loksins heim eftir rúmlega tveggja vikna dvöl í Bandaríkjunum nálægt Dysney,mikið búið að spjalla og hafa gaman af,hún færir alltaf börnunum föt og laumar svo amerísku nammi til hjónanna ummmm Joyful og ekki orð um það meir,,um nammið hehe,,

en ætli það sé ekki komin tími á nokkur húsverk fyrir kvöldmat,svo er um að gera að skoða myndirnar af gosinu og láta sig dreyma,það er aldrey að vita nema gosið komi með nýjan kraft,

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

336 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband