24.5.2009 | 21:52
fótboltamót og brosandi fréttir
helgin að kveðja okkur og ávalt nóg að gera,nú laugardagurinn ásamt hressandi útiveru og breiðholtsfjölskyldan kom eftir hádegi,og dvöldu hjá okkur fram á kvöld,kallarnir að gera jeppa kláran fyrir skoðun og við konurnar sáum um börn og kvöldmat og gisti dóttirin hjá okkur,
dagurinn í dag var nokkuð fjörugur,fótboltamót í Fífunni í Kópavoginum og voru þar 6 flokkur stelpna,við mættum kl hálf tólf og var fyrsti leikur korter yfir tólf,mikið fjör og mikið gaman,Gyða Dögg var í b liði og gerðu eitt jafntefli og unnu tvo leiki,já glæsilegt hjá stelpunum öllum,við vorum komin heim kl hálf þrjú,nú bóndinn var heima með púkanna og tóku þau hjólatúr alla leið upp á skipastíginn,eftir að hafa horft á formulu,fengið sér að borða þá var hjólað heim og voru þau ekki lengi en voru orðin mjög lúin um kl hálf fjögur og tóku hálftíma blund,
við foreldrarnir fórum ein í búðina en það gerist mjög sjaldan enda vorum við endalaust að snúast í hringi og ath með púkanna sem voru í góðu yfirlæti heima með stóru systur,hittum vinkonu í búðinni og kannaðist hún við vandræðalega foreldra í leit af púkum,
síðasta vikan í skólanum að renna upp og eru tveir hefðbundnir skóladagar en rest svona hitt og þetta,
fréttir
já húsfreyjan heldur áfram að leita eftir brosandi fréttum
kreppudrottnigin Lára Ómarsd hélt kreppuútgáfu í vikunni og bauð upp á sprite og beljuvín í kreppuhófi, bókin hennar Hasýni og hamingja og hefur sú bók fengið góðar viðtökur,já það væri gaman að glugga í þá bók
og aðeins um eurovision,lagahöfundur er að vonum mjög brosandi enda stoppar síminn hjá honum ekki og mikið spurt og spjallað,ekki amalegt að fá jákvætt hugarfar til íslendinga á þessum tíma,vonandi veitir þetta á gott,og Jóhanna gerir það áfram gott og stórtónleikar hjá henni á næstunni
góð grein í aukablaði um heilsu en þar er smá viðtal við foreldra ungrar stúlku sem greindist með ódæmigerða einhverfu og að sögn lækna var stúlkunni ekki gefin mikil von um bata,en eins og svo oft með dugmikla foreldra þá fundu þau læknir í næringafræði og taugasjúkdómum og tóku upp breitt matarræði og stúlkan gjörbreyttist,já svona viðtöl fær mann til að staldra aðeins við og hugsa hvað við höfum það gott,og svona dugmikið fólk á mikin heiður skilið
velferðasjóður barna styður fátæk börn á námskeið í sumar það mættu fleiri taka þetta félag til fyrirmynda og stiðja við bakið við fjölskyldum í vanda,
dúxaði í kvennó og ekkert smá einkannir,og er á fullu í íþróttum og spilar á píanó,glæsilegt hjá ungri snót,
girnileg heilsíðuauglýsing af Elvishamborgara og það er Holtakjúkklingar sem gefa okkur uppskrift,endilega að prófa og njóta,
aukablað um ferðalög í helgarfréttablaðinu,þar eru myndir af íslenskri sumarblíðu,fallegar myndir,
og þar er einnig myndir undir fyrirsögninni Einu sinni var,gamlar myndir úr borginni,ekki laust fyrir að húsfreyjan gleymdi sér aðeins og hugsaði langt aftur í tímann þegar hlutirnir voru eitthvað svo miklu einfaldari þá,
svo er fastur liður hjá húsfreyju að lesa bakþanka í fréttablaðinu og teiknimyndirnar sem vekja nær oftast hlátur,
hafið það sem allra best í komandi viku
húsfreyjan sendi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2009 | 21:55
Hugleiðing,,,,,,,,,,,,,lífsförunautur
erum við ekki flest sammála um að það þarf heila mannsævi til að kynnast einhverjum til hlítar,og dugar samt ekki til að þekking okkar verði fullkomin,en þótt verkið virðist gera miklar kröfur þá er það þó dásamlegt í sannri merkingu orðsins,því að með óeigingjarni og einlægri könnun á persónuleikaokkar og ástvinar okkar lærum við svo margt um okkur sjálf og viðhorf okkar,hvenar áttum við okkur á því þegar okkur verður ljóst hversu vel persónuleikar okkar eiga saman,og hinn sanni grundvöllur sambands milli tveggja einstaklinga,kannski leitum við ómeðvitað að fólki sem að einhverju leyti líkist foreldrum okkar og komi því kunnulega fyrir sjónir,á margan hátt er aðlöðun einnar manneskju að annari oft mjög dularfullt,vitanlega getum við ekki kynnst öllum sem á vegi okkar verða,getur verið að við gröfum djúft í undirvitundinni og leitum að aðlögunareinkennum ? kannski er stimplaður staðall sem lífið hefur innrætt okkur fram að því,
þegar komið er svo að maki er fundinn þá hefst stöðug vinna sem felur í sér að heilla hvort annað sem oftast, sem lærist af kunnáttu og hugkvæmni og einlægum áhuga beggja aðila að halda rómantíkinni lifandi,leiðast sem sjaldnast,og eftir sem líður á ,, sambandið eða hjónabandið ,, verður það styrkara og styrkara við að byggja upp og viðhalda því sem við byrjuðum á og láta það standast allar árásir utan frá,sem er langt frá því að vera auðvelt,eins og með margt annað í lífinu,en er það ekki þannig að við fáum meira út úr ,, sambandi,hjónabandi,, ef við höfum fyrir því ?
og hvers virði er allt umstangið þegar við lítum til baka eftir margra ára ,, sambands,hjónabands ,, erum við sátt ? hefur hjartað ástæður sem tilfinningar skilja ekki ?
þetta eins og svo margt annað eru hugleiðingar húsfreyjunar ,,svo ótalmargt sem fer um huga,sál og hjarta á lífsleiðinni,ekki alltaf sem við kærum okkur um en það þarf að vinna með hugann,sálina og hjartað,finna leiðir sem við erum sátt við,gefa lífinu tækifæri það er þess virði.
kveðja
öll höfum við hæfileika til hugsana og ýmyndana,allt er það andlegt,hver og einn er sérvitur á sinn hátt,sagt er að hver kona á sín leyndarmál,hver veit,en hvað með manninn ? eiga ekki flestir sín leyndarmál ? það er um að gera að hafa gaman af lífinu hversu ósangjarnt það virðist vera oft,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2009 | 15:33
það er komið sumar,eurovision,jöklaferð og ...........
af nógu er að taka en það er jú búið að vera helling að gera síðan síðast,nú s,l. laugardag þá var okkur boðin gisting hjá breiðholtsfjölskyldunni og það var bara fínt,eurovision veisla með grilli og eftirréttum,nú krílin voru orðin mjög lúin og sofnuðu kl hálf níu það kvöld enda búin að vera úti og svo var sólin að baka okkur.
sunnudagurinn rann upp og þvílík blíðan ið vorum búin að ákveða að fara á Langjökul og í för með okkur ásamt breiðholtsfjölskyldunni voru hjónin frá Danmöru eða réttara sagt systir bóndans og maður hennar,þau eru búin að fjárfesta í fjallabíl, við erum búin að fara nokkrar ferðir á jökulinn en aldrei í eins góðu veðri eins og þennan dag,fórum að Þursaborgum og tók sú ferð á jöklinum fjóra tíma fyrir utan að fara að jöklinum og frá til borgarinnar,já heill dagur í paradís,húsfreyjan bíður eftir að bóndinn gefi sér tíma til að setja myndir inn á bloggið svo þið sjáið alla þessa dýrð sem við erum að upplifa og vonandi fleiri myndir þegar ferðir verða farnar í sumar,
já sumarið það er komið
okkur er farið að hlakka mikið til að fara ferðir með tjaldvagninn bæði á láglendi og hálendið,við vitum um marga fallega staði sem við ætlum að endurnýja kynni við og eru fjölskylduvænir staðir,
mánudagurinn rann upp bjartur og sólríkur,börnin voru mjög spennt að komast út og á leikskólann,elsta dóttirinn er mikið farin að hlakka til þegar skóla líkur en sem betur fer þá eru nú ekki margir kennsludagar eftir,
húsfreyjan hefur það sem er af vikunar verið að lækna stússast og endurnýja vottorð vegna örorkumats og er loksins búið að vinna úr þessu og fer allt í póst á morgun,
en mánudagurinn var nokkuð öðruvísi en ráðgert var,eða seinniparturinn sem búið var að ráðstafa á námskeið hjá Sollu hjá himneskt hollustu,en húsfreyjan fékk í afmælisgjöf frá vinkonu og ætluðum við heldur betur að njóta þess og var okkur mikið búið að hlakka til,við lögðum af stað kl hálf fimm en námskeiðið átti að byrja kl tíu mín í sex,og áttum við að ,,,mæta samkvæmt lesningu tölvupósts frá Sollu,,, sem vinkona fékk,að hittast við grænmetistorg í Hagkaup í Kringlu,
og við áttum rúman hálftíma fyrir okkur í skoðunarferð í kringlunni og ekki leiðinlegt það,og mjög broslegt atvik átti sér stað í verslun sem við fórum í,en þar er rúllustigi en engar tröppur og komumst við klakklaust á efri hæð í þessari verslun en svo átti að fara niður og fer vinkonan af stað en húsfreyjan leggur ekki í rúllustigann,,finnst hann fara full hratt niður,, og vinkonan byrjar að hlaupa rúllustigann upp sem var alveg rosalega fyndið en upp komst hún og bíður húsfreyju arm sinn svo leggjum við í stigann og komumst klakklaust niður á neðri hæð í hláturskasti,það hefði verið saga til næsta bæjar að fertug kona hefði mist af námskeiði vegna þess að hún var föst á efri hæð í verslun og komst ekki niður stigann,ástæðan er reyndar sú að fóturinn sem er byrjað að lappa upp á á til að kikkna og það hefði ekki verið alveg óskandi að rúlla í orðsins fyrstu merkingu niður rúllustigann,en við bara gerðum gaman úr þessu,
við drifum okkur að grænmetistorginu og biðum og biðum og biðum,en ekkert gerðist,vinkonan farin að stressast nokkuð og byrjaði að leita sér upplýsingar og örkuðum við um næstum alla kringluna en enginn vissi neitt,vinkonan fór meira að segja að leita upplýsinga á tölvu en ekkert gerðist,og rúmur hálftími síðan námskeiðið byrjaði,
vinkonan um hvort hún hafi ekki tekið rétt eftir þegar hún las póstinn en var nánast handviss að mæting í Hagkaup,
en við ákvöðum að að láta þetta ekki spilla fyrir okkur og í staðinn fórum við út að borða á nýjum stað sem er Nepalskur og er á laugarveginum,staðurinn er lítill en mjög notalegur og fjölskylduvænn,íslenskt hráefni en nepalskur matreiddur,og matseðilinn góður og girnlegur og ekki þungur fyrir budduna,við vorum alveg rosalega ánægðar með kvöldið,borðuðum góðan mat og spjölluðum mikið,
já velheppnað kvöld enda konur , flestar já og líka sumir karlmenn , sem eru með þá eiginleika að gefast ekki upp og gera gott úr því sem komið er,
svo er bara vikan langt komin og frídagur í dag og á morgun í skólanum,næstkomandi sunnudag er Faxaflóamótið í fótbolta hjá 6 flokki og ætlunin er að fara þangað,mæting fyrir kl tólf og eru nokkrir leikir spilaðir,mikil tilhlökkun er á heimilinu,frjáls mæting var í dag á æfingu og fór elsta dóttirin að sjálfsögðu á æfingu,hún sagði að ekki hafi margar mætt en þjálfarinn verið mjög glaður.
bóndinn í vinnu og er glaður með það,það er aðeins að glæða vinnann hjá honum og nokkuð að gera síðustu tvær vikurnar,
en jæja það er komin tími á húsverk og kveð ykkur með þessum orðum
DVELDU EKKI Í FORTÍÐINNI,
LÁTTU ÞIG EKKI DREYMA UM FRAMTÍÐINA,
EINBEITTU ÞÉR AÐ AUGNABLIKINU
buddha
það að taka fyrir dag í einu og gera sem best úr þeim degi,hafðu bjartsýnina að leiðarljósi,dagurinn í dag er morgundagurinn sem þig dreymdi um í gær.
kv húsfreyjan
p,s
komið nýtt albúm af Langjökuls ferðinni s,l. sunnudag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2009 | 13:18
jákvæðar og brosandi fréttir
húsfreyjan leitar af fréttum þegar blöðin eru lesin eða horft er á fréttir í jónvarpi og stefnir á að hafa smá pistil í lok viku og skella jafnvel inn fréttum.
á forsíðu fréttablaðsins í dag er mynd af strákum í fóbolta og fyrirsögnin er sumarið sé komið já allavega á höfuðborgasvæðinu og góður hiti þar í gær, en eitthvað er vindin að lægja hér í bæ og sólin bjartari og já ætli það sé ekki líka komið sumar hér,
nú Jóhanna okkar fær glimrandi viðtökur og athygli og eru stór útgáfu fyrirtæki mjög hrifin af henni,það er ekkert skrítið viða það,þegar þessi stúlka þenur röddina eða er í viðtölum þá er hún mjög heillandi og virðist vera með báðar fætur á jörðinni,við vitum að þessi mikla reynsla þau ár sem hún hefur verið að syngja gefa henni mikið forskot í Moskvu,ÁFRAM ISLAND
lambakjöt .is er brosandi frétt og girnileg
Nanna Rögnvalds gefur út bók með fjölbreyttum heimilismat,gamlar og góðar sem vonandi fá uppreisn æru og nýaldar og skrítin matur lagður aðeins til hliðar og húsfreyjur,húsmæður ásamt körlum heimilisins útbúi mömmu mat og ömmu mat
það eru tímamót hjá íþróttafélagi fatlaðra og fagna þeir þrjátíu árum og það er frábært og þetta fólk er ótrúlega duglegt og gaman að fylgjast með á mótum og hvert metið slegið,
nokkrir íslenskir tónlistaflytjendur tóku sig til og spiluðu fyrir gamla fólkið á elliheimili íslendinga á Gimli íslendingabænum í Kanada og vakti mikla lukku og fannst tónlistafólkinu greinilega gaman að gera skemmtilegt fyrir aðflutta íslendinga,
í útvarpinu á rás 2 er eurovision þema þessa vikuna og frábært að rifja upp gamalt og gott og í dag þá er okkar spekingur Páll Óskar gesta spilari og er hann búin að spila og spjalla og það er ekkert eurovision að mati Húsfreyjunar nema að hann komi við sögu hvort sem er í útvarpi eða sjónvarpi og eru þættir hans alla leið ásamt spekingum þar mjög skemmtilegt að horfa á,
svo eru það teiknimyndirnar í fréttablaðinu,bara gaman og eru þær ávalt lesnar og það er nokkuð oft sem eitt og annað rifjast upp þegar barnalán er lesið,
Bónus með sín vikutilboð og bera þau einhverju leiti eurovision þema að þessu sinni,enda varla nokkuð heimili sem fylgist á annað borð með keppninni með eitthvað gott til að narta í
samkynhneigðir fá að giftast,er þetta fólk ekki fólk eða hvað,ó jú að mati húsfreyjunar þá á þetta fólk að eiga sín réttindi eins og við og hvað kynhneigð snertir þá meigum við íslendingar eiga það að barátta þessa hóps hafa ýmis forréttindi hér á landi miðað við mörg önnur lönd,
jamm svona er nú það,húsfreyjan búin að stikla á stóru og heldur áfram næstu daga að finna fréttir
hafið það sem allra best
kveðja húsfreyjan sem brosir pg brosir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2009 | 21:44
ekki hallærislegt eða væmið
hálf sofandi gutti skreið upp í rúm foreldra sinna kl rúmlega hálf sjö í morgun,það var notalegt að fá litlar hendur ásamt knúsum og kossum umvefja sig og saman kúrðum við þar til kl hringdi , þá kom litla skottan og skreið hinum megin við mömmu sína og umvafði hana knúsum og kossum,þegar svona stundir eru þá langar manni til að tíminn standi í stað,það ver ólýsanleg tilfinning sem umvefur hjarta og sál,
við skriðum á fætur nokkru seinna og morgunverður ásamt spjalli ,leiðir skildu kl rúmlega átta á leikskólanum og bóndi fór í sína vinnu og húsfreyjan í orkubúið,eftir góðar æfingar og á heimleið boðaði Guðbjörg systir komu sína , og bara gaman hjá okkur ,við stefnum á ferð til Keflavíkur upp úr hádegi á morgun,
Danmerkur íbúar komu í dag og ætla að stoppa þar til á mánudag,þau kíktu til okkar núna seinnipartin en þau verða í borginni þessa dvöl hér á landi,við stefnum á að hittast aðeins um helgina,jafnvel að taka bílferð að Langjökli,það er ávalt gaman að fara dagsferð og skoða landið og ekki verra að sumarið sé alveg að koma samkvæmt rauðu tölunum,
en allt kemur þetta í ljós fljótlega en bóndinn bjóst jafnvel að vinna eitthvað um helgina og ekki veitir af svona bæði fyrir andlegu heilsuna hjá bónda en hann vill hafa nóg að gera og er ekkert vanur að lítil sem engin vinna sé svona lengi,já og budduna það væri voða gott að koma auka aurum í hana,
í kvöld höfum við að sjálfsögðu horft á undanúrslitin í söngvakeppninni og erum sátt við lögin sem komu áfram og í kvöld voru lög frá Noregi og Eistlandi sem heilluðu okkur mikið,og hlakkar okkur mikið til þegar laugardagur rennur upp,
húsfreyjan fékk óvænta símhringingju í dag,en heimilislæknirinn hafði samband og vildi ath með líðan húsfreyjunar og ef satt skal segja þá er hún versnandi bæði andlega og líkamlega en sterkur vilji til að rífa sig upp og einhver bjartsýni rekur húsfreyjuna áfram,það bara verður svona allavega til að vakna með börnum og bónda ,eiga með þeim stund og fara svo í orkubúið,eiga góða stund þar ,koma heim og gera húsverk en svo liggur leiðin oftast upp í rúm og kúrt í myrkrinu,jafnvel hlustað á útvarpið og er þá oftast stilt á gömlu gufuna eða rás tvö,ef bóndinn kemur heim í hádeginu þá eigum við okkar stund ,dóttirin kemur úr skóla rúmlega eitt og annað hvort er hægt að læra strax eða eftir fótboltaæfingar,krílin sótt og dagurinn fer í leik og ýmislegt,ávalt hafður kvöldmatur og eru krílin mikið á ferðinni og eru orðin mjög lúin eftir matinn og sofnuð fyrir átta,
um þetta og ýmislegt annað ræddu læknirinn og húsfreyjan og stefnum á að hittast strax eftir helgi,
en lífið er ekki þess virði að eiða því þó svo svört ský dembast yfir og erfitt fyrir ljósið að brjótast í gegn,það skiftir öllu máli að geta tjáð líðan sýna þó svo það gerist smátt og smátt,eiga góða að,
látum gott af okkur leiða,hugum að umhverfinu í kringum okkur,fólkinu og dýrum,þegar við spjöllum saman eða heilsumst þá er gott að spyrja við komandi um t,d. líðan nú eða fjölskylduna og jafnvel vinnuna, það er ekki væmið að sýna væntum þykju ,gefa knús og koss já eða bara að brosa og bjóða góðan dag eða góða kvöldið,
með þessum orðum þá bíður húsfreyjan ykkur góða nótt og ykkur vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 21:15
tíminn,dagar og allt líður svo fljótt
vikan hálfnuð og alltaf eitthvað um að vera,helgin bara fín og bóndinn vann á laugardaginn honum til mikillar gleði og á sunnudag kom breiðholtsfjölskyldan og fóru kallarnir að vinna í jeppanum þeirra en hér heima var Gyða Dögg klippt og er þá búið að taka helminginn af hárinu síðan snemma á árinu og er daman mjög ánægð með hárið en það nær rétt niður á axlir og mikil viðbrigði og auðveldara að hafa fyrir því,nú á mánudags morgun vorum við vakin að venju mjög snemma og púkarnir í miklu stuði engin prakkarastrik enda foreldrar velvakandi,dagurinn leið og húsfreyjan bakaði tebollur og ástarpunga,ekki mikið hægt að fara í gönguferðir það er bara rok og aftur rok ásamt rigningu öðruhverju,en við finnum okkur alltaf eitthvað að gera.
og dagurinn í gær var aðeins spennuþrunginn vegna söngvakeppninnar og fylgdumst við vel með og vorum ásamt örugglega mörgum öðrum orðin rosalega spennt,svo kom spennufall eftir opnun síðasta umslagsins,og allt fór vel.
morgundagurinn byrjaði ekki vel hjá húsfreyjunni en mikill höfuðverkur ásamt svima og ógleði en á fætur fór kellingin og ásamt hjálp bóndans þá voru börn búin til skóla og leikskóla,en húsfreyjan ákvað að fara smá gönguferð þegar börnin voru farin í leikakólann og skóla,það var bara fínt en ekki langur göngutúrinn vegna vinds,svo að bíllinn var ræstur og fréttablaðið sótt og kom einu blaði til Guðbjargar systur en hún var vöknuð og bauð systur í kaffi og nýbakaðar kleinur það var notalegt en svo dreif húsfreyjan sig heim kl hálf tíu og skreið upp í rúm og dormaði til kl rúmlega ellefu,en þá var húsfreyjan búin að taka aftur verkjalyf og það sló á verkina fram yfir hádegi,
vinkona úr efra hverfinu kom í heimsókn með tæplega fimm ára dóttur sína,börnin léku sér og við vinkonurnar prjónuðum og saumuðum út í tvo tíma,og áttum góða stund saman ,
svo er bara komið kvöld og róleg heit hér á bæ,og húsfreyjan orðin lúin,ætla að kíkja aðeins á sjónvarpið en hafið það sem allra best,
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 08:49
Hugleiðing,,,,,,,,,,,,,áhrifavaldar
hvað telst gáfur og hæfileiki eða ekki,fólk á það til að deila og dæma um það,en er það ekki þannig að hver og einn hefur eitthvað af gáfum og hæfileikum ásamt mis mikið af göllum,sagt er að mannskeppnan sé sú skeppna á jörðinni frá upphafi sem hefur að geyma mestu grimmd og græðgi ásamt mestu gáfum og hæfileikum svo eru margir taldir heimskir ekki fallegt þar, en alltaf má deila um það sem vísindin segja okkur,húsfreyjan hefur mjög gaman að fræðast um það sem kemur að mannskeppnunni ásamt dýrum og getur meðtekið ótakmarkað af fróðleik í fræðsluþáttum í sjónvarpinu,áhrifavaldar í lífi okkar eru alstaðar í kringum okkur,áreiti hér og þar og mikið lagt að til þess að til ætluð áreiti og áhrif komi okkur við og segir að það skiftir miklu að gera hitt og þetta og eignast hitt og þetta,og hversu mikið hefur allt þetta áreiti áhrif á okkur ?
boð og bönn eru mis mikið eða jafnvel ekkert virt þegar kemur að koma vöru eða öðrum boðskap til neitenda ,öðru hvoru kemur í fréttum að það sé bannað að koma ýmsum vörum á framfærum nema að viss regla sé virt, eins og með auglýsingar þegar barnaefni er á dagskrá og börn eru mjög auðveld skotmörk og þeir sem ætla sér að koma sínu fram virða oft lítið sem ekkert reglur,eins er með svo kallaðað létt bjór auglýsingar það kemur fram stundum eitt pínulítið orð í horni neðst á skjánum ,léttöl,nú eða leikfanga auglýsingar ásamt mishollum eða jafnvel ekkert hollum matvörum og allt er þetta stílað inn á þeim tíma þegar börnin eru fyrir framan skjáinn,
vandað og gott barnaefni í sjónvarpi , það má örugglega deila um það , og nánast alltaf er hægt að kaupa leikföng tengt , barnaefninu , og jafnvel á matstöðum eru leikföng í boði með barnaboxum,allt þetta á að vera bráðnauðsinlegt að eignast og oft kemur grátur á eftir barnaefni og leikföngum tengt því,vegna þess að það er ekki hægt að eignast hlutinn eða annað álíka,hversu oft hafa foreldrar sagt blákallt nei og þá fylgja kannski útskíringar eða já án eða með útskíringum,
en margt er af hinu góða og kemur réttum boðskap á framfæri,já það er til gott fólk sem gerir vandað og gott efni fyrir börn og fullorna og eiga lof skilið,og það sama á við með vörum sem hafa góð gildi hvort það er til matar eða annað ,hversu lítið eða mikið skiftir þetta allt okkur máli í lífinu ?
húsfreyjan getur talið upp margt fleira en það bíður betri tíma,það er komin tími á bakstur og ýmis heimilisverk og kveður ykkur þar til næst,
njótið dagsins
kveðja húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 23:09
gull eða drasl á háaloftinu
í gegnum fjölmörg ár hefur húsfreyjan verið mikill safnari,og gegnum árin hefur húsfreyjan ásamt bónda sínum flutt mörgum sinnum jafn vel landshorna á milli og þá eru pappakassar nokkuð velmerktir ávalt skoðaðir aftur fyrir flutning sem er alveg að fara að framkvæma og hent og hent,húsfreyju oft til mikillar því bóndinn segir að það sem er ennþá í kössum frá því við fluttum síðast þá eru ekki miklar líkur á að það sem í þeim kassa er verði notað á næstunni,nema ef vera skildi jóladót,já ótrúlegt hvað húsfreyjan rígheldur í ,,allt gullið,,sem minna á ýmis tímabil í lífinu.ekki svo að bóndinn geymi ekki eitthvað smáræði en það passar í skókassa miðað við ,stórt smáræði,húsfreyjunar.
en af og til fer bóndinn upp á háaloft sem er troðfullt af ,drasli,eins og hann orðar það og gerir tilraun með að skipuleggja og raða upp á nýtt örfáum pappakössum en fullt af glærum plastkössum velmerktir eins og ,,föt aldur,jóladót,útilegudót, nú og pappakassar sem ekki sést í gegn merktir einkasafn og nafn húsfreyjunar, og hverju safnar húsfreyjan ? t,d. servíettum,frímerkjum,úrklippum eins og leikaramyndum og poppmyndum af flottum hljómsveitagæjum og þóttu allavega rosaflottir í þá daga,frekar skemmtilega hallærislegt í dag lúkkið forðum
svo er örugglega ýmislegt í pappakössunum sem gæti komið að , góðum notum,seinna meir.
og kannski á gamall draumur eftir að rætast,að eignast vel skipulagða geymslu,ekki háaloft, með hillum og gullið geymt í vel merktum kössum húsfreyjan viðurkennir fúslega og dauðöfunda þá sem eiga bílskúr undir allt draslið og gullið í vel skipulegum kössum í aðgengilegum hillum.
talandi um að skipuleggja,húsfreyjan átti skemmtilegar samræður í dag þegar litla systir,fóstur dóttir,kom í heimsókn og meðal umræðu efna var skipulag og hún vill meina að ávalt hafa heimili okkar verið skipulögð ekkert drasl og hreint og það þýddi ekkert fyrir húsfreyjuna að mótmæla neinu en benti á að svona í seinni tíð með tilkomu barna og heilsubrest að skipulagt heimilið hafi dvínað og ekkert að því að drasl hér og þar,nokkur lög af ryki,þvottastaflar í bala og búið að brjóta saman,börnin leika sér alstaðar og íbúðin ber þess merki að hér er líf og fjör
ráð húsfreyjunar ,,,
það er bráðnauðsynlegt að vera löt/latur og missa sig ekki í tiltekt,þrif og skipuleggja hitt og þetta.njóttu þess frekar að leifa þér það sem veitir þér meiri gleði og hamingju.veittu þér dekurdag eins oft og þú getur.
með þessum orðum kveður húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 20:53
foreldrar hafa vakandi eyru og augu á morgnanna
þrátt fyrir myrkur í herbergi púkanna er engin seinkun á ræsingu snemma á morgnanna kl rétt rúmlega sex þá er annar púkinn vaknaður og byrjar á því að ræsa hinn púkann svo er spjallað mjög lágt en mamma þeirra er með ofur heyrn þegar púkar eru annars vegar og leggur við hlustir,það er aldrei að vita upp á hverju þau taka þau hafa gert nokkrar tilraunir með að hjálpa sér alveg sjálf við morgunverð og er það ekki átakalaust eða hávaðalaust og það gerist stundum að morgunmaturinn fari út um allt en ekkert af því að þau bjargi sér en móðir þeirra vill vera viðstödd í sumum tilfellum,
en að venju þá er boðið upp á fjölbreyttan morgunverð, og í boði er hafragrautur,cheerios,cocapuffs með cheeriosi,kornflex,brauð ásamt ýmsu áleggi og ávextir,lýsi og vitamin,svo er tekið til við að útbúa nesti fyrir skólastelpuna og koma henni af stað,hún er voða róleg yfir morgunverkunum og á það til að vera komin að útidyrunum þegar við tökum eftir að skólataskan er ekki á bakinu eða að hún uppgötvar það sjálf og þá er bara
í morgun var ekkert vorlegt veður frekar kallt og skólastelpan vildi fara í kuldabuxur og þykku úlpuna ásamt húfu og vettlingu,púkarnir fengu líka vetraklæðnað og húsfreyjan klæddi sig líka vel svo röltuðum við af stað í roki og kulda,að venju er tekið vel á móti okkur og nú stittist í að púkarnir fari á eldri deildina það er aðlögun síðustu vikuna í maí,já tíminn er fljótur að líða það eru komin tvö ár síðan þau hófu leikskólagöngu og alltaf er húsfreyjan jafn hissa hversu tíminn líður fljótt.
svo er Bríet mjög ánægð að vera orðin næstum því stuttklippt en s,l sunnudag þegar við vorum í heimsókn hjá breiðholtsfjölskyldunni þá var daman klippt og kemur bara mjög vel út og líkist frænku sinni sem klippti hana mjög mikið fyrir klippingu og ef eitthvað er þá eru þær ennþá líkari,jamm hárið nær rétt niður fyrir eyru en hægt að gera í hárið og setja spennur og teygjur,svo er þetta bara gott fyrir komandi sumar sem fylgja auknar sundferðir og hvað er þægilegra en auðvelt hár og hárið nær sér betur eftir klippinguna frá frænku eftir að Sölvi tók sig til og klippti systur sína.
húsfreyjan fór í göngu og kíkti í morgunkaffi til Guðbjargar systur og ekki skortir okkur umræðuefni frekar en fyrri daginn,svo var drifið sig heim og sett í þvottavél og skellt sér í sturtu og eldaður hafragrautur,nuddtími kl tólf og æfingar teknar þar ásamt nuddi,úfff það var vont eiginlega hefur húsfreyjan aldrei upplifað svona sársauka í nuddi og fór Inga nuddari varlega og notaði hljóðbylgur á verstu punktanna en húsfreyjan feldi nokkur en harkaði af sér,svo eru tveir tímar næstu viku,og í fyrramálið stefnir húsfreyjan í orkubúið í yoga spinning og það eru skemmtilegir tímar.
annars áttum við notalegann dag hér heima,vorum ekkert að æða út eftir leikskóla,bóndinn kom heim í kaffi en það er ekkert að gera hjá honum í vinnunn,því miður og hefur það aldrei skeð á þeim rúmum fimm árum að vinna liggur mikið niðri og þá er bara að hafa augun og eyru opin fyrir tækifærum ef þau gefast,og er bóndinn að verða frekar pirraður en hann er vanur að hafa mikið að gera og vill hafa vinnuna þannig,
en nú eru þægu púkarnir sofandi og feðginin á boxæfingu í orkubúinu,húsfreyjan að horfa svona með öðru auga á fótboltaleik á sportinu svona með dagbókafærslunni,já í gær þá hringdi frænka úr eyjum við áttum gott spjall og ýmislegt bar á góma ,sumt gerir ekki boð á undan sér,já það styttist í að frænka komi upp á meginlandið í helgarheimsókn,
eitt af uppáhaldsáhugamálum húsfreyjunar er bakstur og eldamennska og er tilraunir gerðar oft og bara gaman af því,nú ekki fyrir svo löngu þá var gerð tilraun með kryddrasp á kjúkkling og lambakjöt og það er ótrúlega góð blanda og ætla að láta uppskriftina fykgja með en hún kom í gestgjafanum ekki fyrir svo löngu,
krydd rasp hjúpur
2 dl brauðrasp
2 tsk salt
1 tsk paprikuduft
2 til 3 tsk kjúkklingakrydd eða
lambakjötskrydd
1/2 tsk pipar
brætt smjör eða olía
öllu blandað saman nema smjörið eða olían,takið kjúkklingabita ca 10 stk,eða heill kjúkklingur,nú ef um lambakjöt er að ræða þá dugar þessi blanda á 6 til 8 lærisneiðar eða ca 10 kódilettur.smyrjið smjöri eða olíu á kjöt,en munið að berja aðeins lambakjötið áður,síðan er kjötinu vellt upp úr krydd raspinu og raðað í eldfast mót eða ofnskúffu og olía eða smjör í botninn og aðeins ofan á kjötið,sett í ofn á 190 gráður í 45 mín,kjótið verður stökkt að utan en mjúkt að innan,meðlæti eftir smekk ásamt sósu,alveg rosalega gott og ekki er verra að hafa brúnaðar karteflur með lambakjötinu ásamt brúnni sósu,baunum og sultu já svo er hér alveg rosalega góð aðferð við brúnaðar karteflur sem faðir minn gerir og hefur bóndi minn lært af honum þessa aðferð fyrir löngu síðan ,
rjómabrúnaðar karteflur
gerið eins og vanalega takið smjörlíki og sykur og brúnið á pönnu
vel brúnuð blanda og hrærið stöðugt í,rjómi er hellt út íca 1 til 2 dl og hrært
vel .
síðan eru katreflurnar settar út í og þeim vellt upp út rjómablöndunni,
karmellan verður ekki hörð aðeins silkimjúk með rjómabragði,hellið svo
öllu í gler skál og njótið,
galdurinn er að hræra vel á meðan og hafa góðan hita og alls ekki setja vatn,rjómi kemur í staðin,þið verðið ekki svikin af þessum karteflum,
en jæja það styttist í að feðginin komi heim,og ætlum við að eiga stund með dótturinni fyrir svefn
dreymi ykkur vel og góða nótt
kveðja húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 21:12
pabbi og ,,,,,,,,,,,,,,
mamma ég má vera úti til klukkan tíu segir eldri dóttirin,sem veit og hefur reynslu af minnisleysi móður sinnar og þá kemur oft upp svipur en svo veit dóttirin að móðir hennar leggur sig fram við að vera sanngjörn hvað útivist varðar ásamt bóndanum að þegar það er skóli þá er aðeins útivist til kl níu og það tekur oft þó nokkurn langan tíma að koma sér í bólið og þá er kl oftast að verða tíu og daman orðin nokkuð lúin og er oftast mjög fegin að vera komin heim á tilsettum tíma,
nú frá því síðast þá hefur bara verið róleg heit yfir púkum hér heima og ekkert verið svo sem mikið að prakkarast,svo er mjög merkilegt að það sé komin ný þvottavél á heimilið og hafa púkarnir átt sýnar stundir fyrir framan þessa vél og spáð og spjallað um það sem er að gerast í gegnum glerið svo er hún mjög hljóðlát og hægt að tala saman þegar hún er í gangi já það þarf svo sem ekkert merkilegt að gerast til að hafa ofan af fyrir púkunu,en annar púkinn , Bríet , hún er ekkert að hugsa mikið áður en hún framkvæmir t,d. sófabríkin þar labbar hún eins og ekkert sé og hefur gert lengi og heldur sér ekkert í og það er ótrúlegt jafnvægið sem hún hefur og þá er hún að ganga þar sem bakið hallar upp að sófanum og ekki er breitt þar og oft fær móðir hennar næstum fyrir af uppátækjum hennar en hinn púkinn , Sölvi , fer oftast varlega og hugsar sig um svona oftast,
þessi vika sem er að verða hálfnuð hefur verið bara nokkuð róleg,húsfreyjan fór í fyrsta tímann hjá sjúkraþjálfaranum og var líka löngu komin tími á það,nú þessi indæla kona skoðaði og spurði fullt af spurningum og gerðar voru nokkrar æfingar að lokum voru settir kínverskir plástrar á mjóbak og upp með hryggnum sinn hvoru megin og áttu þeir að auka blóðflæði,þeir virka í sólahring og vissulega kom hiti en ekkert með verkina að gera enda eru þeir ekki auðveldir viðfangs eins og með aðra verki en við stefnum á að vinna saman og er langtíma plan allavega fram að aðgerð á hinu hnénu,
andlega hliðin hefur legið niður á við og eftir síðustu heimsókn til læknis fyrir viku var tekin sú ákvörðun að reyna að koma svefni á og lyf sem húsfreyjan tók við gigt en virkar ekki á og hætti því á því lyfi fyrir tæpum tveimur árum en þau lyf hafa víst góð áhrif á svefn en ekki gekk það eftir vegna aukaverkjun sem er mikil ógleði og höfuðverkur og húsfreyjan hætti að taka inn á þriðjudag og hef ekki verið með ógleði og höfuð verkurinn minkað,svo að eftir næstu helgi á að endurskoða allt og setja upp nýtt plan og einnig að endurnýja örorkumatið,
þannig að húsfreyjan ákvað að reyna aftur að mæta í orkubúið en hafði ekki farið í hálfan mánuð,en hafði fengið hringingu frá Ásdísi sem var nú farin að hafa áhyggjur af húsfreyjunni og áttum við gott spjall og hittumst fyrir löngu helgina,og núna á mánudaginn þá var bara mætt og tekin æfing ásamt viktun og mælingu,sem leit ekkert vel út, en það verður tekið á því skref fyrir skref,sársauki er ekki bara í líkamanum það er sársauki í sálinni og hjartanu sem þarf að losa um og oft er gott að gráta,tala,fara gönguferð,það eru örugglega til fleiri aðferðir og hefur húsfreyjan reynt þetta allt nema að gráta það einhvernvegin gerist ekki,og hefur mikið verið reynt en allt er stíflað,kannski að það dugi en það kemur þá í ljós,
sem sagt mætt í orkubúið alla daga sem af er komið af þessari viku það er voða gott að gera nokkrar æfingar og að fara í gönguferð er rosalega gott í í dag þega bóndinn kom úr vinnu og kl að verða sex þá dreif húsfreyjan sig ein út í rólega göngu í rúman hálftíma þó svo að brjáluð umferð og háfaði þá var þetta bara gott,segi ekki að það er toppurinn að fara út í göngu eldsnemma á morgnanna án háfaða það gerist ekki betra.
en jæja það er víst komin tími á lokaorðin,hafið það sem allra best og njótið þess að vera saman og njótið lífsins
kveðja húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar