17.8.2009 | 11:15
frábært hnátumót,,,,,,,,,,,þreitt útilega
húsfreyjan heilsar nokkuð lúin eftir atburði helgarinnar,laugardagurinn byrjaði vel og veðrið var alveg frábært fyrir stelpurnar sem spiluðu til úrslita,við vorum mætt á tilsettum tíma og þar ríkti mikil tilhlökkun þegar stelpurnar hittust fyrir fyrsta leik,svo þegar hann byrjaði þá voru okkar púkar ekki á því að vera með okkur á hliðar línunni svo að það kom í hlut mömmunar að fara með þau afsíðis og bíða af sér leikinn sem var víst stórkostlegur og sigruðu okkar stelpur 3,1 og daman okkar skorðai eitt mark í þeim leik og lagði upp eitt mark en jæja næsti leikur var hálftíma eftir að fyrsta leik lauk,og við gerum aftur tilraun með að hafa púkanna hjá okkur en það er víst ekki mjög vinsælt að hafa fleiri en leikmenn á vellinum sem eiga að spila leikinn svo að móðirin fór aftur afsíðis með púkann en bóndinn kom þegar fyrri hálfleikur lauk og skifti við konu sína,sá leikur endaði með öðrum sigri okkar stelpna 2,0 og skoraði okkar stelpa bæði mörkin nú síðasti leikur byrjaði tíu mín í tólf og þær sigruðu þann leik 4,1 og voru þær þreyttar enda stíft spilað,daman okkar hefur verið með meiðsli fyrir neðan hægra hnéð og hún þrjóskaðist við og kláraði,Pálmar skifti þó henni út tvisvar til að hlífa henni því þó að það sé gaman að spila þá þarf að taka tilitt til annara þátta eins og meiðsli og þá er líka gott að hlusta á sinn þjálfara já okkar stelpur eru íslandsmeistar í sýnum flokki.er nokkuð hægt annað en að vera mikið montinn hehe
við lögðum svo af stað á ættarmótið og vorum ca einn og hálfann tíma að renna þangað,þar voru margir sem voru í ferð þegar við komum,við tjölduðum hýsinu og komum okkur vel fyrir,fólkið týndist til baka og þá kom að því að heilsa og segja svona stuttlega frá hvaða manna við fylgdum með,allir fengu nafnspjald,sem voru mjög stutt á peysum púkanna okkar,hóað í leiki en húsfreyjan tók ekki þátt í hlaupaleikjunum,fór þess í stað að undirbúa grill og þess háttar,það hafði spurts út afrekin af mótinu og hafði afi dömunar sagt stoltur frá og þá var daman spurð og gullið skoðað og mikið var feimin dama glöð þegar því lauk svona að mestu en svona við og við var spurt um mótið,daman er nokkuð hlédræg og feimin
við sáum það fljótlega að púkarnir sem voru mikið önnum kafin að þau yrðu ekki við inniborðhaldið,svo að þau fengu sinn kvöldmat upp úr kl átta og að því loknu þá tók móðir þeirra við þeim og fórum við í skemmtilegan leik í hýsinu og einmitt þegar þau voru komin í pokanna sína upp úr kl níu þá fóru allir að borða en við höfðum það náðugt og lásum kvöldsöguna og sofnuðum vært öll þrjú
húsfreyjan var steinsofandi þegar bóndinn og hans litla breiðholtssystir læddust inn og vöktu hana og vildu ólm fá hana með inn og það þýddi ekkert að mótmæla,og það var passað upp á að hún færi nú ekkert og henni skeinkað kaldur bjór sem hún hafði það af að drekka tvo þar til hún fékk leifi til að leggjast aftur til svefns rúmlega tvö,
púkarnir eru ekki beint útilegu hæf eftir þetta sumar,það er stöðugt verið að passa upp á að eigur annara sem eru á staðnumhaldist heilt og fái að hafa sitt í lagi,auðvitað er allt svona forvitnilegt,svona eins og sprauta úr slökkvitækjum,pílur úr dekkjum tekin,ásamt þessu vanalega hælar tekknir upp,bílar skoðaðir og athugað hvort það væri hægt að komast inn í þá,baðað sig upp úr ísköldum lækjarsprænum,gaskútar og grill er spennandi og það gerðist það að þegar átti að snúa við steik á grilli þá var búið að skrúfa fyrir gasið og steikin köld
það beindist fljótt grunur hver hafði verið þar að verki,
já og eldsnemma í gærmorgun þá vöknuðu púkarnir og vöktu allavega hálf tjaldstæðið með bóndinn segir að útileguloftið sé að gera þeim extra gott,og það fylgdi í kjölfarið svona þegar leið á morgunin of mikil læti og enga hlíðni hjá þeim að móðir þeirra varð brjál og þá vöknuðu örugglega restin af fólkinu,
jamm og jamm við yfirgáfum svæðið og vorum í samfloti breiðholtsfjölskyldunnar og komum þar við og ræddum komandi,, Dannmerkurferðar,,og mjög lúnir foreldrar sofnuðu snemma í gærkveldi.
það var erfitt að vakna í morgun en engin klukka var stillt enda ekki stólað á að mæta á slaginu átta í leikskólann,svo er búið að vera rólegt hjá húsfreyju,búið að setja í þvottavél og uppþvottavél,ætla svo að hafa það notalegt í dag vona að púkarnir hafi fengið útrás um helgina,en allavega eru útileguferðum lokið þetta sumar,en við eigum eftir að fara dagsferð í berjamó og tína helling fyrir komadi vetur
hafið það sem allra best
kv frá þreyttri húsfreyju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 23:13
pæjumót í fyrramálið svo ættarmót
húsfreyjan bíður góða kvöldið það er alvveg að koma svefntími en fyrir morgundaginn þá er verið að bíða eftir að þvottavélin klári hraðkerfið á íþróttafötum sem dóttirin keppir í í fyrramálið,já það er komið að úrslitum á hnátumótinu og er mæting kl níu á ásvöllinn,reiknað er með að þær stelpur sem eru með henni í lið séu búnar að keppa upp úr hádegi,og þá er að bruna vestur á snorrastaðir og tjalda þar fellihýsinu til einnar nætur,hitta ættingja úr teindamóðurfjölskyldunni,sem við höfum að megninu til ekki hitt áður
og í dag var hýsinu skellt upp og sett inn í það sem telst nauðsinlegt til útilegu og ekki svo sem margt sem við tökum með okkur,svefnpoka,teppi,regnfatnað,kuldafatnað,skó og stígvel,nú tebollurnar sem voru bakaðar í morgun, kaffi og brúsa,kakó fyrir svefninn,ísskápurinn er teingdur og hægt að skella í hann lambalæri sem við nudduðum pipar og salti á og er búið að marena síðan í morgunn,ummm namm,svo á að grilla það annað kvöld ásamt tilheyrandi meðlæti,það er ýmislegt sem fylgir hýsinu sem við þurfum ekki að koma með og munar um það,
og í fyrramálið upp úr kl sex þá ætlar húsfreyjan að vakna og skella nokkrum flíkum í tösku ásamt koddum,böngsum og snuddum,svona ca klukkutíma verk þá er bara morgunmatur og sturta, koma sér á stað ekki seinna en kl átta,
við eyddum eftirmiðdegi hjá æskuvinkonu sem býr í nágrenninu og það var ákveðið að borða saman áttum skemmtilega og notalega stund saman við vorum komin heim með mjög lúin börn um kl níu og ekki lengi að sofna,
en í gærkveldi hittumst við reyndar ásamt vinkonu úr efri byggð það var avon kynning hjá húsfreyju sem heppnaðist mjög vel,en Helga systir kom og hélt hana,já fámennur konu hópur og góð stund,
í morgunm hringdi læknir húsfreyjunar og spurði um líðan hennar en eftir síðustu heimsókn þá var meðal annars rætt um komandi helgi og það mætti leggjast betur í húsfeyju,og dagarnir í þessari viku hafa verið frekar slæmir með einkenni kvíðaspennu svo að það á að prófa meðalsterkt lyf sem eiga að draga úr spennunni,nú sonurinn barst í tal en hann sýnir einkenni gróðurofnæmi og nefið er með sírennsli og angrar það strákinn svo að hann má nota sama lyf og stóra systir hans er á og fær púst í nefið,
nú fleiri fréttir eru og það er búið að ákveða að við hjónakornin förum okkar fyrstu utanlandaferð í byrjun október til Dannmerkur nánar tiltekið til systur bóndans og hennar mann en sonur þeirra er að útskrifast í vélfræði eitthvað,og ætlum við að taka elstu dótturina með okkur,og vonumst við eftir ca fjögura daga ferð,en allt kemur þetta í ljós strax eftir helgi en þá verða miðar pantaðir og ætlar breiðholtsfjölskyldan að slást í hópinn,það er teindaforeldrum húsfreyjunar að þakka þessa ferð en þau styrkja okkur og beiðholtsfjölskylduna ásamt systur bóndans sem býr hér í bæ,
við fengum boðsbréf í veisluna í vikunni og við ætluðum að reyna það sem hægt væri að komast út og nú er sá draumur að verða að veruleika
já svona hafa dagar síðustu viku verið,og næst heyrið þið frá húsfreyju eftir helgina,hafið það sem allra allra best og njótið lífssins
kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 20:44
hugleiðing,,,,,,,,,,,,,,ábyrgð og umbun
mörgum hefur þótt afar erfitt að skilja að öflun visku tekur tíma,hversu vitur sem þú kannt að finnast ættir þú að gera þér ljóst að framtíðin bæði getur,mun og ætti að veita þér aukna visku,það eiga margir erfitt að viðurkenna þetta,margir telja sig vitrara en það er í raun og veru,það er gott að það er engin skömm að leita ráða til að takast á við vandamál lífsins,það er ekki alltaf hægt að láta allar áætlanir ganga upp,sagt er að mistök séu til að læra af þeim,
eitt það mikilvægasta veganestið sem við foreldrar gefum börnum okkar út í lífið er að þiggja heilræði og leiðbeiningar,það er betra að vera fróður en aflmikill,sýnum þeim öryggi, stuðning og skilning ásamt hlýju og ótakmarkaða ást,
það er langt frá því að vera auðvelt foreldra hlutverkið þrátt fyrir allt það álag og kröfur ásamt mikilli ábyrgð þá er ekkert lífsstarf sem hægt er að bjóða upp á sem liggur að baki þessu mikilvæga hlutverki foreldranna að gefa sér tíma og njóta þessara visku og gefa frá sér til barna sinna sem mun hafa áhrif og mótar framtíð þess og jafnvel afkomendum þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 11:15
leikskóli og orkubúið byrjað í dag eftir sumarfrí
engin útilega s,l. helgi eins og planað var,ekki svo spennandi að fara þegar rigning og vindur út um mest allt land,svo það er svona verið að skoða næstu helgar, en reindar næsta laugardag þá keppir elsta dóttirin til úrslita á pæjumótinu 6 flokks í fótbolta á Ásvöllum og þessa sömu helgi er ættarmót hjá teindamömmu einhversstaðar fyrir ofan Borgarnes hjá eldborg húsfreyjan er með minni sem er orðið rúmlega fertugt og sem betur fer þá veit bóndinn hvert skal halda,og ef við förum þá verður farið upp úr hádegi frá Ásvöllum en þá er áætlað að daman verði búin að keppa,og er mæting snemma þennan morgun og spilaðir þrír leikir,
það er búist við fjölmenni og er löngu búið að skipuleggja dagskrá sem verður allann laugardaginn og er víst mjög góð aðstaða á þessu tjaldstæði,svo að húsfreyjan er með vaxandi hnút í maganum en þetta er áskorun sem þarf að taka,
rólegheit síðustu daga og púkarnir búnir að spyrja mikið um leikskólann sinn og voru mjög mjög í morgun þegar loksins var farið á leikskólann með nýja pollagallann sem keiftur var í gær,og fjörið var svo mikið þegar komið var í stofuna að það átti ekki að gefast tími til að kveðja foreldra sína en allt hafðist þetta að lokum
í orkubúið fór húsfreyjan og tók göngu á bretti og átti líka samtal við orkubústjórann Ásdísi og höfum við ekki sést í fríinu og þegar fleiri en ein kona tala saman þá er sko talað ummm já .
kom heim um kl níu og vakti frumburðinn það er fótboltaæfing kl ellefu en hún vildi gefa sér góðan tíma til að vakna og fá sér morgunverð,svo hlakkar henni mikið til þegar skólinn byrjar aftur,já hvað skildu margir krakkar hlakka til að byrja aftur ?
en nú er bara leti á húsfreyjunni og bara rólegheit í dag,ætla nú kannski að kíkja á hundabúið hjá pabba og frú í dag með púkanna og Lubba og gefa þeim meiri útrás,
hafið það nú notalegt í dag og njótið veðurblíðunnar og rest af sumri
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2009 | 21:57
hugleiðing,,,,,hver og einn er hetja á sinn hátt
þá er síðasta vika sumarfrísins hjá púkunum,tíminn hefur liðið hratt þó svo að púkafjör hafi ráðið ríkjum hér á bæ þá gefa þau mikið frá sér og ógleymanlegar stundir í minningunni,stefnan er sett á einhver ferlalög en það er ekki alveg komin fast hvenar það verður,sumarið hefur sem sagt farið í mátulegt kæruleysi,og haft gaman af að eyða nánast öllum tímum með fjölskyldunni í sprell,gönguferðir,sund og tvö ferðalög
fótboltaæfingar eldri dótturinnar hófust aftur í morgun eftir viku frí,en hún er mikið með boltann og tekur æfingar með pabba sínum,það eru tvö lítil mót eftir með þessum þjálfara,svo erður einhver pása og nýr tekur við stöðunni,
í gær ræddum við komandi skóla ár og hlakkar dömunni mikið til að hefja aftur nám,spennt að fá nýjan kennara og komin á miðstig skólagöngunnar,hún hefur mjög ákveðnar skoðanir um framhald skóla og hefur hennar draumur verið lengi að verða eitthvað sem tengist íþróttum og heilsu í framtíðinni,
eftir næstu helgi þegar púkar byrja aftur í leikskóla,þá þarf húsfreyjan að gera stórar breytingar og krefjandi sem snúa að andlegri og líkamlegri heilsu,það hafa ótal hugsanir komið upp í huganum en erfitt að staðsetja þær og koma áætlun á blað,því af fyrri reynslu þá er mjög gott að hafa markmið og skrifa þau markmið niður og hafa á þeim stað sem þú sér á hverjum degi og minna þig á hvað þú villt og ætlir þér, það skiftir líka miklu að hafa hvattningu og traust,það að finna það frá góðum aðila sem sýnir að þú skiftir máli og það sé ekki sama um þig er dýrmætt,en ekki sjálfsagt eins og svo margt sem er í okkar daglega lífi,þess vegna er svo dýrmætt að geta gefið frá sér og þegið til baka án þess að krefjast eitt eða neitt,tíminn sem er núna kemur aldrei aftur,tíminn sem þú átt með sjálfri þér eða öðrum kemur heldur ekki aftur,lífið er krefjandi og þú ert stöðugt að auðga og næra þig af því sem kemur þér fyrir sjónir hvert augnablik,hefur þú hugleitt að þú getir verið áhrifavaldur í lífi fólks og það getur líka verið persóna sem þú þekkir jafnvel ekkert til,
hugafar þitt hefur áhrif á þig og aðra,eins með framkomu og hversu innri mann þú hefur að geyma,húsfreyjan er mikið fyrir að hugsa og pæla í hinu ótrúlegustu í veröldinni,og þetta stóra EF kemur oft upp í huganum, það eru margir áhrifavaldar í lífi húsfreyjunar og sem betur fer þá hefur það góða oftast völdin í þeim hugarheimi eins og lífið er í dag,en það vonda reynir oft að skjótast inn og valda martröðum og þá er eins og hugurinn hangi á blá þræði,svo er eins og hugurinn fá frelsi en það er ekki alltaf auðvellt,væntingarnar sem voru að verða að engu urðu allt í einu að veruleika,
þess vegna skiftir öllu að koma fram við aðra eins og þú villt láta koma fram við þig
kveðja húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 21:05
gaman að fá ferð með rauða kassanum,,,hátt hátt hátt
föstudagskvöld og það er gott að vera heima,en elsta dóttirin var boðið að fara með vinkonu sinni og foreldrum í útilegu við sumarbústað og gista í fellihýsi,og ekkert smá spennt daman
að venju þá var ræst snemma í morgun upp úr kl sjö,þá skriðu tveir púkar upp í og með kaldar tær,ekkert þægilegt að fá þær á magann bóndinn fór svo á fætur með púkunum rúmlega hálf tíma síðar og gaf morgunmat ásamt lýsi og vitamíni,tók svo við að borga fullt af reikningum og er staðan hjá okkur bara góð,og ekki verra að eiga fínan afgang af aur og geta lagt fyrir,
því næst tók bóndinn til við að leggja kranabílnum fyrir framan hús og hífa sjálfan sig ásamt strákapúka sem að sjálfsögðu var vel bundinn í körfunni,og málaði fúavörn á þakskeggið og allan hringinn,og þreif eldhúsgluggann í leiðinni,hreinsaði víst býsna mikið af áttfætlingum og voru þær flestar í góðum holdum enda engin að eiga við þær svona hátt uppi en sælan búin þar og fengu þær flugferð niður á tún,þvílík grimmd hjá bónda
stráksa fannst gaman svona hátt uppi og sá fínt útsýni eins og hann orðaði það,svo fengu systur hans að prófa ferð og var litla daman vel bundin og fannst heldur betur gaman að fara hátt upp,já og líka stóru dömunni,
litlu púkarnir voru orðin mjög lúin um kvöldmatarleitið og voru svo sofnuð rétt rúmlega hálf átta,og svo hlakkar þeim mikið til að fara bæjarferð á morgun og hitta breiðholtsfrænda að venju er stuð þegar þau hittast,
litla daman er búin að biðja lengi um eyrnalokka og ætlum við að leyfa henni það í bæjarferðinni en svo er bara að sjá hvort kjarkurinn verður ennþá til staðar þegar á staðinn er komið,ætlum nú ekki að taka neitt verslunaræði en það verður eflaust mikið um að vera og mánaðarmót sem íslendingar kunna að fagna allavega einhverjir,
hlaupabólustelpan er alveg laus undan hlaupandi bólum og svo er bara að sjá og bíða hvort bróðir hennar og frændi hafi smitast,það er svo sem ekki öruggt að stráksi fái bóluna vegna þess að það er á huldu hversu veik eða sterk hún var þegar hann var lítill og fékk nokkrar bólur,en ef hann fær hana þá verður það ca 14 ágúst og þá er ættarmót hjá teindamömmu á snæfellsnesi og þá verður nú ekki mikið farið í útilegu,en það er búið að bjóða okkur fellihýsið eins og við viljum það sem eftir er sumars,en bóndinn hefur verið að gera helling við það og eru eigendur mjög sáttir og síðast í gær þá var verið að gera við það en frúin sem á fellið ætlaði í útilegu á miðvikudag og þegar átti að reisa upp svefnaðstöðuna þá var allt seglið losnað frá en það er boltað niður,og hún varð að pakka niður og kom heim mjög döpur en hringdi í okkur á leiðinni og sagði söguna,og bóndinn vildi nú endilega athuga hvort það væri ekki hægt að laga þetta og morguninn eftir kemur frúin með fellið og það er tjaldað upp og jú það er hægt að bora og festa allt niður að utan sem innan,við konurnar þrifum það að innan og settum allt inn í það sem fylgir útilegu,og mikið var frúin glöð þegar það var hægt að gera aftur tilraun með ferðalagið,hún náði svo í bónda sinn sem er skipstjóri og er mánuð í burtu í einu,
og í dag hringir hún og eru þau fjarska glöð og allt í himnalagi,fellið í besta lagi
það veitir manni góða vellíðan þegar hægt er að hjálpa og finnast það sjálfsagt,það hefur verið æðislegt að kynnast aftur æskuvinkonu og eigum við góðar stundir saman,
það var líka óvænt bréf sem beið húsfreyjunar í pósthólfinu,en þar var góð hvattning og var vonast eftir að húsfreyjan fari að láta sjá sig í Orkubúinu,já það eru góðir að sem húsfreyjan á ,
en jæja það er víst komin tími á að hengja út á snúru úr vélinni,taka inn það sem er fyrir og setja aftur á sængurnar og búa um rúmið,svo er útiloftið svo gott og að leggjast upp í rúm með allt fullt af fersku lofti ummmm hafið það sem allra best og njótið þessarar löngu helgi vel,farið hægt um gleðinnar dyr
kv húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2009 | 21:29
bílustelpan óðum að hresast
það er aldeilis sem tíminn líður,sumarið stittist óðum,það er nefninlega farið að dimma fyrr á kvöldin og sum lauf á runnum eru farin að koma með haust lit og detta af,já húsfreyjan ætlaði varla að trúa því þegar júlí mán er alveg að renna fyrir horn og finnst eins og það hafi nánast gerst fyrir mjög stuttu síðan að sumarið lét sjá sig,en hver árstíð hefur sinn sjarma og það er tilhlökkunarefni þegar hver tekur við af annari hver með sínum áherslum,
hlaupabólu stelpan er öll að hressast,dagurinn í gær náði hámarkinu og eftir síðustu nótt þá eru bólurnar óðum að verða að sárum,en í gær kom æskuvinkonan með krem sem heitir kláðastillandi krem, frá gamla apotekinu það bæði kælir og gefur mikinn raka og er einnig sýkladrepandi,þetta krem var henni bent á af læknir þegar litla daman hennar fékk hlaupabóluna,og má bera eftir þörfum og má fara í hár,
í morgun komst húsfreyjan í nuddtíma hjá sjúkraþjálfaranum eftir tæplega mánaðar sumarfrí og það var ekki þægilegt en gerir helling og hafði þjálfarinn að aðgerðahnéð væri óðum að verða betra en svo þegar kom að baki,öxlum og höfði þá gengdi þar öðru máli,bólgur á milli hryggjaliða og upp á hnakka,hún beitti laser og heitum bakstri og gerir það mikið,því næst lá leiðin til læknis en hann vill hitta húsfreyjuna reglulega og gekk sá fundur vel,með póstinum í morgun kom endurnýjunar kort frá tryggingastofnum vegna örorku en læknirinn var farin að hafa einhverjar áhyggjur hvað það ætlaði að berast seinnt hvort öll skilyrði fyrir endurnýjun væri samkvæmt ströngum kröfum tryggingarstofnunar og gamla kortið var alveg að detta út en allt er komið á hreint.
húsfreyjan tók gönguferð með öll börnin og hvutta í dag og bættist æskuvinkonan í hópinn með litlu dömuna sína,við tókum rölt í búðina og enduðum í veislu hjá vinkonunni á heimleið, umm ekki slæmt það
teindamamma kom og eldaði lúðu að sínum hætti,vellt upp úr hveiti með salti og pipar og steikt upp úr smjörlíki,lauk bætt út í og sósa búin til og allt látið malla í smástund saman,borðað með soðnum karteflum,alveg svakalega gott,við útveguðum hráefnið og buðum tengdamömmu og pabba í mat,húsfreyjan hefur ekki eldað svona rétt og það var svona kennslustund í lúðu rétt,reyndar er ekki svo auðvelt að útvega sér lúðu það kostar allt sitt og það var pabbi sem gaf lúðuna,takk kærlega aftur fyrir lúðuna og njótið þess að ferðast með vagninn pabbi og fjölsklda,
við ætlum að njóta þess að vera heima næstu helgina það er ekki svo spennandi að ferðast og finna sér rólegan stað og dvelja í nokkra daga en það er meira heillandi að vera heima og fara bara seinna í ágúst,
svo er alltaf hægt að finna sér eitthvað skemtilegt þó svo ekki sé verið að æða út í eina mestu umferðar helgi ársins,nánast allir að vera firstir á áfangastað finna sér auðan blett,skella upp hýsi og láta sér vel linda við nágrannana ,segi nú bara svona hehe
en meira síðar,ætla að kíkja á sjónvarpið áður en í ból skal haldið,heyrið vonandi frá húsfreyju í vikunni
kveð að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 23:32
kannski seinna miklu seinna
eftir frekar lítinn svefn s,l. nótt þá fór bóndinn á fætur með púkunum,húsfreyjan kúrði til kl að verða tíu,eftir að bóndinn fór til vinnu þá átti að taka aðeins til við nokkur húsverk og meðal annars að setja í þvottavél,þegar litla daman var tekin úr náttfötunum með morgunmatinn framan á þá kom í ljós að hlaupabólan hafði gert sig heimakomna litla daman skoðaði bólurnar og eftir stutta stund sagði hún eftir að móðir hennar hafði útskýrt hvað væri á henni,en mamma ég vil ekki fá hlaupabólu núna á kroppinn minn kannski seinna hlaupabólu eða kannski mikið seinna hlaupabólu ...
já móðir hennar átti í pínu vandræðum með að halda alvarleikanum í andlitinu því litla daman var frekar alvarleg,
en hún hefur verið bara nokkuð hress í dag en svona öðru hverju kemur upp jamm efins svipur þegar bólurnar eru taldar eða gerðar tilraunir til þess og eru þær óðum að fjölga sér og þær eiga að koma miklu seinna,
en það var komin hiti í dömuna í kvöld og fyrir kl átta var búið að stíla og gefa hóstasaft og púst og sofnaði með mömmu sinni í mömmu rúmi,mjög lúin en ekki lengi að sofna
hins vegar er bróðir hennar ennþá bólulaus og var bara nokkuð glaður með það og sýndi systur sinni það oft í dag,veit samt ekki hvort hann sleppur en þau fengu bóluna mjög væga um ca eins árs aldurinn,
en smá áframhald af pissuáhuganum,í gær þá tók strákapúkinn upp á því að setja sápu í tómt fiskabúr sem búið var að þrífa og beið eftir að yrði sett á geymsluloftið,því næst pissaði hann í það og móðir hans var nú ekki alveg ánægð með þessi uppátæki og svo útskýrði stráksi afhverju hann hafði nú gert þetta tvenn, sko systir hans var á klósettinu og hann þurfti svo að pissa,já sagði móðir hans en vildi fá meiri útskýringu,en mamma pissið má ekki vera skítugt og þá á að setja sápu eins og þú setur í klósettið mamma,og fannst greinilega að svipnum að dæma að móðir hans væri að spyrja alveg fáránlegra spurningar
þrifin á heimilinu hafa vakið áhuga hans og sé í lagi á klósettinu,fyrst er sett sápa og skrúbbað og svo er heingd sápa í klósettið sem gefur betri ilm og allt hreint
þetta eru útskýringar stráksa
húsfreyjan hefur sem sagt haft nóg að gera í dag,svo var bakað bæði súkkulaði skúffuköku og tebollur,snýtt og huggað,hengt út þvottur og brotinn saman þvottur,aðeins gripið í prjónanna ,það er verið að búa til gjafir,og þetta árið eru aðalega prjónað í afmælis og jólagjafir
á von á að hafa nóg af tíma í haust eftir hnéaðgerðina
en jæja það er komin tími á svefn eða gera tilraun með svefn,hafið það sem allra best og njótið lífsins
kv húsfreyju gumpurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 16:12
púkarnir eru ekki í vandræðum með að bjarga sér
húsfreyjan ætlaði að vera búin að skella svona eins og eina færslu inn fyrir nokkrum dögum,en nennirinn hefur ekki verið mikið við völd hvað tölvu varðar,sól og hiti eru meira freistandi en innivera nema svona rétt til að elda mat,og ganga frá mat,þvotti og það allra nauðsynlegasta,en það snögg kólnaði í gær og höfum við ekkert verið mikið úti,púkarnir með mikin hósta og horinn flæðir eins og foss í leysingum,fórum bæjarferð í gær og daginn þar áður,bóndinn hefur tekið að sér að gera við fellihýsi æsku vinkonu húsfreyjunar og mann hennar sem er frændi húsfreyjunar,og varahlutir sóttir þessa tvo daga ásamt að fara bónusferð,bóndinn er alveg til í að taka að sér auka vinnu enda lítið að gera enda væri geðheilsan farin að gera vart við sig ef ekki væri smá auka vinna hér og þar,
púkarnir hafa verið nokkuð uppátækjasöm og meðal annars er stráka púkinn að uppgötva að það er hægt að pissa úti og þá er pissað á nánast hvað sem er og er mjög hissa þegar það eru ekki allir staðir til boða og foreldrar samt ánægð þegar stráksi bjargar sér þegar hann er úti við í leik en sem betur fer þá er annað losað inni,og stelpu púkinn vill auðvitað gera eins og bróðir og bara niður með buxurnar og skilar sínu pissi sem enda oftast á buxnaskálminni en stolt er hún svo er komið inn og gáð í ísskápinn og oftast fyrir valinu þar er skyr,ostur,appelsínur og ískallt vatn,prílað upp á borð og náð sér í glas og disk,brauð sett í brauðrist og smurt vel með smjöri en mamman fær að skera niður ostinn,tekið hraustlega til matarsins og aftur út að leika,eða farið á róló og í heita pottinn hjá afa og Eygló eftir róló ásamt Sigga,það er gott að skola af sér sand fyrir kvöldmat,þau fá sér ávexti sem sett er á stórann disk og á borð og borðað á meðan buslað er í pottinum enda börnin orðin fallega brún án þess að hafa brunnið en fá góða sólarvörn og ekkert sparað með hana,
nú næturbleyjan var tekin af fyrir síðustu nótt,plöstuð dýnan og þau voða spennt,enda hafa bleyjur verið oft þurrar eftir næturnar,og í morgun vaknaði stráksu með blauta brók en þurt rúm,og stelpan alveg þurr í morgun,
róló hefur verið mikið sóttur nema í dag og í gær,púkarnir mjög ánægð þar,ef allur sandurinn hefur verið settur í sandkassa sem þau hafa komið með heim þá væri komin botnfylli í svona skelja sand kassa,bæði skór og vasar eru losaðir á stéttinni en alltaf kemur eitthvað inn,og í morgun tók húsfreyjan sig til og riksugaði,og ekki veitti af,sandur alstaðar og meira að segja í rúmum og í fataskápum og skúffum,jamm riksugaði stofu,hol og eldhús og skúraði eldhús en þá sagði bakið stopp og ekkert hægt að gera meira í dag hvað varðar hreingerðingu en það er svo sem allt í lagi,ekkert fara nú óhreinindin og er ekki til málsháttur sem segir,af skítnum þrífast börnin best eða hvað
en alla vega þá er ekki verið að stressa sig af skítugum gólfum og þykku rik lagi hér og þar,
hvutti litili er voða góður og hefur fært meira fjör á heimilið,ekki eins og það hafi verið frekar of rólegt , en það er ekkert meira gaman en að hafa glöð börn sem njóta þess að lifa lífinu og það má leika sér alsstaðar heima
já símamótið það verður aðeins að nefna það,það heppnaðist mjög vel,veður dásamlegt allann tímann og stelpurnar stóðu sig rosalega vel ásamt foreldrum sem tóku að sér vaktir og pössuðu vel upp á stelpurnar,en það er nú samt leiðinlegt að atvik sem upp koma og þarf að ræða á afviknum stað að stelpurnar á okkar vakt voru vitni af og það skapaði óróleika og hræðslu,veit um önnur mál sem við foreldrar höfðum heyrt af og ekki tekið tillit til aðstæðna, en annars var allt mótið vel að staðið og ekki höfðum við viljað missa af,svo tekur við nýr þjálfari við 6 flokki í haust og kynntumst við henni um þessa helgi og hún er frábær,
það voru um 26 lið sem kepptu þessa helgi og má geta þess að Grindavíkur stelpurnar voru frá 12 sæti og það besta var annað sætið og það var vonum framar enda sagði þjálfari að miklar framfarir hafa orðið og gaman að sjá áhugan hjá stelpunum öllum og mikil leikgleði,og um að gera að hvetja rétt áfram og hafa gaman af
svo er annað áhyggjuefni JARÐSKJÁLFTASPÁ eigum við eitthvað að ræða það nánar til vonar og vara þá verða sumir hlutir settir á öruggan stað,og farið daglega á vef veðurstofunar og skoðað og spáð í mælingar tengt jarðhræringum
ætla svo að lokum að koma að fábæru kremi sem heitir bossagaldur frá villimey það krem hefur gert kraftaverk á svo kallaðar leikskólavörtur sem geta dreifst viða um líkama,en litla daman okkar var með eina litla á lærinu en fór svo að fikta í henni og dreifðist úr henni undir húðina og sýking komst í,við ákvöðum að prófa kremið og viti menn,á fyrsta sólahring þá snar minkaði sýkingin og nú er svo að vartan er nánast horfin og aðeins eins og sár þar sem hú byrjaði og líðan dömunar er bara góð,
þetta krem er líka gott á sólbruna,húsfreyjan sólbrann á nefi
en hafið það sem alra best og njótið þess sem sumarið hefur upp á að bjóða og fríið það er yndislegt að vera mátulega kærulaus,vaka fram á kvöld og vera úti með fjölskyldum og vinum
kveðja húsfreyjan í sumarskapi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 21:35
útilega og nú er símamótið í fótbolta að hefjast
fjölskyldan nýtur sumarblíðunar og er voða lítið inni við,fórum í útilegu á Hellishólum 8 til 12 júlí og bara nokkuð gaman fyrir utan lausagöngu hunda,og langt frá því að margt fólk virði þá reglu að það á að vera komið ró á tjaldsvæðinu á miðnæti,það fór betur um okkur í fellihýsinu og nutum við útiverunar,fórum á fimmtudeginum að Skógarfossum og allur hópurinn gekk um 377 tröppur,stóru stelpurnar töldu tröppurnar,upp á topp og stöldruðu þar við en húsfreyjan lá í sólbaði við bílinn,er ekki alveg komin með getu til að ganga svo margar tröppur en frétti að útsýnið hafi verið frábært,Bríet Anna tók sprett upp alla tröppurnar án þess að stoppa og áttu sumir fullt í fangi með að fylgja henni eftir og líka niður tröppurnar,svo var allur mannskapurinn með harssperrur daginn eftir nema litla hlaupadaman alltaf jafn fjörug ásamt bróður sínum,eftir skógarfossinn þá var haldið til baka og komið við að Hamragörðum og Seljalandsfossur skoðaður og farið í göngu bakvið hann,nema húsfreryjan það var víst frekar hálft og eitthvað grýtt yfirferðar,en þá var bara myndavélin notuð,
á fimmtudeginum þá var farin dagsferð,hungurfit og emstrur og er það í þriðja skiftrið sem við förum þá leið og ávalt jafn gaman að aka um stórbrotna náttúru og auðvitað stoppað oft og notið þess sem náttúran bauð upp á,
mikið óskaplega var gott að komast aftur á tjaldstæðið og fara í heitu pottanna ,skola af sér rik og svita,sturtan fyrst notuð en það var rosalega heitt og mikil sól þessa daga sem við vorum á ferðalagi,börnin komu inn til að sofa og borða en sá tími var ekki seint enda mjög lúin eftir leik allan daginn,breiðholtsfrændi fékk hlaupabóluna í ferðinni og fjölskildan fór heim á laugardeginum,sú fjölskilda hafði verið á ættarmóti hálfum mán áður og þar var barn að fá hlaupabóluna,já betra að fá veikina í fríinu fyrst hún er að ganga,
það bættust fleiri fjölskildurr við í okkar hóp og var gaman hjá okkur,en alltaf gott að koma heim og við lögðum af stað á hádegi á sunnudag og sluppum við umferðina miklu,
þessa daganna hafa púkarnir verið aðeins á róló og hafa gaman af,svo er stundum farið í heita pottinn hjá afa og Eygló og það er sko mikið fjör
símamótið er sett í kvöld,við fórum með Gyðu Dögg í Kópavoginn þar sem stór hópur af stelpum keppa frá og með morgundeginum og úrslit á sunnudag,það er mikið búið að hlakka til,foreldrar skiftast á að taka vaktir,við hjónin eigum vakt saman á laugardag frá 14 til 18 og húsfreyjan heldur svo áfram til 22 það sama kvöld,á svo vakt á morgun frá 14 til 18 og förum meðal annars með þessar átta stelpur í sund en það eru alltaf tveir foreldrar með á vakt þar sem dóttir er í hóp,og á sunnudag frá og með 10 þá eru allir foreldrar með sínu barni þar til mótinu er slitið,og ekki er slæm veður spáin þessa daganna
en kveðja þar til næst og njótið lífsins saman virðum hvort annað og skoðanir,
kv húsfreyjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar