afmæli og afmæli

jæja þá hafa púkarnir bætt við sig einu ári til viðbótar og erum orðin 7 ára,og húllumhæ.við ræddum það daganna fyrir afmælisdaginn hvort það ætti að halda bekkjarafmæli og þau höfðu farið í nokkur svoleiðis afmæli og fundist oft gaman en líka oft mikil læti,en svo var ákveðið að halda eitt og varð pizza islandia fyrir valinu,,okkar heimili er það lítið að það hefði ekki gengið upp að hafa hér 17 börn,,

en jæja föstudagurinn 26 okt var valin og kl fimm mættu krakkarnir reyndar buðu þau vinkonu úr 3 bekk og frænda úr öðrum bekk sem er jafnaldi þeirra,,samtals 19 börn,,eldri systir þeirra og tvær vinkonur hennar buðust til að aðstoða og voru búnar að græja leiki og hafa eina mynd,

það fór allt úr böndunum Frown mikil læti og erfitt að ráða við fjörið,bóndinn kom og aðstoðaði og fannst honum meira en nóg,pizzur og gos rann fljótt í mannskapinn og gerðar tilraunir með leiki og myndina,ís pinnar í eftirrétt,afmælið búið kl sjö og voru okkar púkar frekar lúnir eftir atburði dagsins Sideways varla þrek til að opna gjafir þegar heim var komið.

voru sofnuð fyrir kl hálf níu,

laugardagurinn byrjaði snemma og fjölskyldu afmæli í vændum þann daginn,húsfreyjan hafði bakað afmælisköku kvöldið áður og nú var bara að gera tilraunasúpuna sem mallaði fram að afmæli kl tvö,hún heppnaðist bara vel og allir gátu borðað sig sadda og smábrauð og ísl smjör með Smile

fullt af gjöfum og peningarnir streymdu inn,eftir þessa tvo afmælisdaga og sunnudagurinn rann upp og motocross æfing í motomos kl eitt,við vorum mætt á slaginu og var frekar kallt en sól og smá vindur,stráksi hjólaði mikið og systir hans dundaði við leik úti,moso fjölskyldan kom og er stráksi þeirra komin á hjól og voru þeir bara flottir á planinu Cool

komum heim upp úr kl sex eftir fína helgi og annasama,

þessi vika hefur farið í undirbúning fyrir fjölskylduna,húsfreyjanfer til Glasgow núna á fimmtudagsmorgun eldsnemma,bakaði slatta í gær og eldaði kjötbollur sem eru í frystir ásamt bakkelsinu,svo að ekki verða þau matarlaus, kjúkklingur verður foreldaður á morgun og hann hafður síðar í vikunni,allir bara sáttir og bóndinn ætlar að taka sér vetrafrí þessa tvo virku daga sem hann verður að koma börnum í skóla og æfingar ásamt lærdómi,tekur svo að sér að gera innkaup og huga að heimili á meðan húsfreyjan skemmtir sér útlöndum Joyful ekki skemmir það að helgin verður löng næst,engin skóli fyrr en á miðvikudag og gleði í vændum.

börnin búin að ráðstafa afmælispeningum,,mamma þeirra var beðin um að versla eitthvað fínt dót Woundering er ekki hægt að fá eitthvað fyrir sitt hvorn 13500 kr,held það bara, annars er alltaf hægt að geyma afganginn og eiga þar til síðar,jamm fullt af peningum sem þau fengu og í gríni þá sögðum við foreldrarnir að þau væru búin að borga rúmlega afmælin þau voru alveg sátt við það já okei sögðu þau bara Smile brosandi,foreldrarnir voru bara hissa og leiðréttu þau svo.

en jæja það er víst komin tími á að hætta í dag,veit ekki hvort það komi færsla fyrr en eftir Glasgow

en segi bara þá 

það verður fjör og gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband